Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 31
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31 Aðalfundur Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags: Fjögur gullmerki veitt í fyrsta skipti Á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ung- mennafélags, sem haldinn var 26. febrúar sl., var Einar Haraldsson endurkjörinn for- maður ásamt stjórn. Fjöldi viðurkenninga var veittur en segja má að um tímamóta- fund hafi verið að ræða á áttugasta afmælis- ári félagsins. Fjögur gullmerki voru veitt, í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þau voru veitt fyrir fimmtán ára stjórnarsetu þeim Einari Haraldssyni, Kára Gunnlaugssyni, Birgi Ingibergssyni og Jónasi Þorsteinssyni, en allir eru þeir að byrja sitt sextánda ár í stjórn og allir voru þeir í stjórn áður en félagið sameinaðist 1994. Ólafur Rafnsson og Helga Guðrún Guðjónsdóttir sáu um að næla merkin á stjórnarmenn. Fjögur silfurmerki voru veitt, en þau eru veitt fyrir tíu ára stjórnarsetu, þeim Sveini Adolfssyni, aðalstjórn, Guðsveini Ólafi Gestssyni, körfuknattleiksdeild, Grétari Ólasyni, knattspyrnu- og körfuknattleiks- deild, og Dagbjörtu Ýr Gylfadóttur, badmin- tondeild. Tíu bronsmerki voru veitt, en þau eru veitt fyrir fimm ára stjórnarsetu, þeim Oddi Sæmundssyni, knattspyrnudeild, Einari H. Aðalbjörnssyni, sund- og knatt- spyrnudeild, Evu Björk Sveinsdóttur, Herdísi Halldórsdóttur og Sveinbjörgu Sigurðar- Fjórir einstaklingar fengu gullmerki Keflavíkur: Frá vinstri: Jónas Þorsteinsson, Birgir Ingibergsson, Kári Gunnlaugsson og Einar Haraldsson. Hér eru þeir ásamt Helgu G. Guðjónsdóttur, formanni UMFÍ, og Ólafi Rafnssyni, forseti ÍSÍ. Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, veitir Lilju Dögg Karlsdóttur starfsmerki. dóttur, fimleikadeild, Guðmundi Jóni Bjarnasyni, sunddeild, Ingunni Gunnlaugs- dóttur og Kristjáni Þór Karlssyni, badmin- tondeild, Eiríki Ásgeirssyni, skotdeild, og Þóru Gunnarsdóttur, taekwondodeild. Veitt voru tvö heiðursmerki úr silfri, þeim Jóhanni Gunnarssyni knattspyrnudómara og Kristni Óskarssyni körfuknattleiksdóm- ara. Starfsbikarinn var veittur Birni Víkingi Skúlasyni. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sem var gestur fundarins, sæmdi Lilju Dögg Karlsdóttur starfsmerki UMFÍ. Ársþing UMSS haldið á Hofsósi: Ánægjulegt verkefni bíður Skagfirðinga Fjölmennt ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar, UMSS, var haldið í Félags- heimilinu Höfðaborg á Hofsósi 6. mars sl. Sigurjón Þórðarson var endurkjörinn for- maður UMSS og Sigurgeir Þorsteinsson í stjórn sambandsins í stað Páls Friðrikssonar. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórnarmaður UMFÍ og Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, sóttu þingið. Steinunn Hjartardóttir var sæmd starfsmerki UMFÍ. Í máli Sigurjóns Þórðarsonar formanns kom m.a. fram að til framtíðar litið sé mikil- vægt að stjórn UMSS virki íþróttaráðin fyrr og betur til þess að hvetja skagfirska íþrótta- menn til þess að taka þátt í landsmótum UMFÍ. Sigurjón sagði ennfremur að á kom- andi sumri biði Skagfirðinga ánægjulegt verkefni sem er að halda Unglinga landsmót á Sauðárkróki. Á Sauðárkróki er góð aðstaða til keppni í öllum íþróttum sem venja er að keppt sé í á Unglingalandsmótum. Á Sauð- árkróki er einnig öflugur hópur fólks sem hefur góða æfingu í að skipuleggja og hafa umsjón með íþróttakeppni. Helsta nýbreytnin í starfi UMSS var starf- ræksla frjálsíþróttaskóla í samráði við UMFÍ sem tókst afar vel. Fráfarandi framkvæmda- stjóri, Alda Haraldsdóttir, hélt með sóma utan um skólann og var hann rekinn réttu megin við núllið. Gunnar Sigurðsson frjáls- íþróttaþjálfari hafði yfirumsjón með þjálfun og var almenn ánægja með þjálfunina hjá frjálsíþrótta krökkunum sem sóttu Sauðár- krók heim. Þess má og geta að Kaup félag Skagfirð- inga veitti sambandinu myndarlegan styrk til kaupa á samkomutjaldi og er einn af kjölfestustyrktaraðilum að Unglingalands- móti UMFÍ á Sauðárkróki næsta sumar. Frá ársþingi UMSS sem haldið var á Hofsósi. Frá vinstri: Sigur- jón Þórðarson, formaður UMSS, Helga G. Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ (í ræðu- stóli), og Steinunn Hjartardóttir sem fékk starfsmerki UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.