Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Síða 37

Skinfaxi - 01.02.2009, Síða 37
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 37 Ungmennafélag Íslands tók fyrsta skrefið með verkefnið Gæfuspor í fyrrasumar. Gæfuspor er verkefni þar sem fólk 60 ára og eldra er hvatt til að fara út og ganga sér til ánægju og heilsubótar. Verkefnið hófst á fimm stöðum á landinu, í Borgarnesi, Reykjanesbæ, Neskaupsstað, á Sel- fossi og Sauðárkróki. Sparisjóðirnir eru aðalsamstarfsaðili UMFÍ við verk- efnið. Hver hópur ákveður hve oft og hvaðan er gengið og eins getur fólk valið sér tíma og staði eins og því hentar. Aðalatriðið er að fara út að ganga á eigin forsendum, sér til ánægju, í góðum hópi vina og félaga. Að sögn Ómars Braga Stefánsson- ar, landsfulltrúa UMFÍ, er alla jafna góð þátttaka á Sauðárkróki. Þar kem- ur gönguhópur saman tvisvar í viku og eru þátttakendur stundum allt upp í 50 talsins. Mjög mikil ánægja ríkir með þetta verkefni og þátt- takendur fá mikið út úr því að hitt- ast og ganga sér til heilsubótar. Á Selfossi hittist hópur alla þriðju- daga og gengur í einn og hálfan tíma. Hjörtur Þórarinsson, einn göngugarp- anna, segir almenna ánægju með þetta verkefni. Hópurinn finnur sér gott göngusvæði rétt fyrir utan bæinn og er passað upp á það að ávallt sé gengið undan vindi, engin hálka og lítil umferð á göngusvæði. Þátt- takendur fara með rútu sem fylgir hópnum eftir. Góð þátttaka í Gæfuspori

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.