Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 3
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Vorið er ekki langt undan, náttúran vaknar til lífsins og tilveran verður öll svo yndisleg. Starfið hjá ungmenna- og íþróttafélögum er jafnan yfirgripsmikið og nóg um að vera í hreyfingunni. Í sumar verður Landsmót á Akureyri og Unglingalandsmót á Sauðárkróki. Lands- mótið á Akureyri er jafnframt 100 ára afmælismót Landsmóta og ætla Akureyr- ingar og Eyfirðingar sér að gera þeim sem sækja mótið minnisstætt með því að bjóða upp á góða dagskrá og fyrsta flokks íþrótta- aðstöðu. Eins og flestum er kunnugt varð að flytja Unglingalandsmótið til Sauðárkróks. Vegna efnahagsástandsins og stöðu á peninga- mörkuðum óskuðu Grundfirðingar eftir því að fá mótinu, sem átti að halda á Grundar- firði, frestað um eitt ár. Sex aðilar óskuðu eftir því að fá mótið í þeirra stað og varð það niðurstaða stjórnar UMFÍ að mótið yrði haldið á Sauðárkróki 2009. Öll aðstaða er til fyrirmyndar á Sauðárkróki, en þar voru haldin Landsmót og Unglingalandsmót 2004 með miklum glæsibrag. Verkefni UMFÍ standa ávallt fyrir sínu og sum lifa um langan tíma. Eitt af þessum verk- efnum er „Fjölskyldan á fjallið“. Þetta er verk- efni sem fjölskyldan getur sameinast um að taka þátt í. Héraðssambönd UMFÍ hafa valið fjöll heima í héraði sem áhugavert er að ganga á. Á vefnum ganga.is og eins í bókinni Göngum um Ísland má finna þau fjöll sem í boði eru hverju sinni. Á síðasta ári var vefur- inn uppfærður og gerður mjög aðgengileg- ur. Þar má finna ýmsar nytsamlegar upplýs- ingar sem áhugasamir um útivist geta nýtt sér. Á síðasta ári var verkefni sem ber heitið „Gæfuspor“ hrundið af stað á fimm stöðum á landinu. Verkefnið hefur það markmið að hvetja fólk sem er sextíu ára og eldra til að fara út og ganga sér til ánægju og heilsu- bótar. Sparisjóðirnir eru aðalsamstarfsaðilar UMFÍ um verkefnið ásamt heilbrigðisráðu- neytinu og Lýðheilsustöð. Bæklingur, sem ber sama nafn og verkefnið, er gefinn út samhliða því. Í honum er að finna ýmsar hag- nýtar upplýsingar fyrir göngufólk og mun hann liggja frammi m.a. í sparisjóðunum. Vonandi bætast fleiri staðir í hópinn í sumar. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ hóf starfsemi sína í fyrra og heppnaðist með afbrigðum vel. Stefnt er því að skólinn verði rekinn með svipuðu sniði í sumar. Skólinn verður á þeim Margt í boði fyrir þig Formaður UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir stöðum á landinu þar sem haldin hafa verið Unglingalandsmót og Landsmót og búið er að koma upp góðri aðstöðu til æfinga og keppni í frjálsum íþróttum. Í lok febrúar var skrifað undir samstarfs- samning milli UMFÍ, LH og Hestamannafé- lagsins Geysis um að halda meistaradeild UMFÍ í hestaíþróttum barna og unglinga. Mótið hefur farið vel af stað og er ætlunin að gera þessa deild að árvissum viðburði. Úrtökumót fyrir deildina verða á Unglinga- landsmótum UMFÍ og það fyrsta verður á Sauðárkróki í sumar. Markmið UMFÍ með meistaradeildinni er að fjölga iðkendum í hestaíþróttum á Unglingalandsmótum og styðja við útbreiðslu íþróttarinnar. Gaman væri ef hægt væri að koma slíkum deildum á í öllum landsfjórðungum. Ungmennaráð UMFÍ hefur verið starfandi síðan 2003. Í ráðinu eiga sæti ungmenni á aldrinum 18–25 ára, áhugasamir og jákvæð- ir einstaklingar sem láta sig málefni ungs fólks varða. Ráðið tók meðal annars þátt í undirbúningi ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem UMFÍ stóð fyrir á Akureyri 4.–5. mars sl. og þótti takast vel. Ráðið hefur einnig verið virkur þátttakandi í undirbún- ingi viðburða á vegum forvarnaverkefnisins Flott án fíknar sem hefur verið starfandi innan UMFÍ frá árinu 2007. Af framansögðu má ljóst vera að starfið á árinu hefur verið og verður með blómleg- um hætti eins og hreyfingarinnar er von og vísa. Það er margt í boði fyrir þig að taka þátt í. Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Frá Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var í Þorlákshöfn sl. sumar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.