Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Lið ÍR vann heildarstigakeppni félaga á Meistaramóti unglinga 15–22 ára sem fram fór í Laugardalshöllinni helgina 31. janúar til 1. febrúar. ÍR hlaut alls 354 stig, FH varð í öðru sæti með 198 stig og Fjölnir í þriðja sæti með 124 stig. ÍR-ingar unnu stigakeppnina í þremur aldursflokkum, í meyja-, drengja- og ungkvennaflokki. Breiðablik hafði sig- ur í flokki sveina, FH í flokki stúlkna og Fjölnir í flokki ungkarla 19–22 ára. Eitt Íslandsmet féll á hvorum keppn- isdegi, Birna Varðardóttir, FH, bætti eigið meyjamet í 3000 m hlaupi þegar hún hljóp á 11:03,36 mín. Þá bætti stúlknasveit FH metið í 4x200 m boð- hlaupi um eina sek., en þær sigruðu á 1:49,05 mín. Sveitina skipuðu þær Dóra Hlín Loftsdóttir, Heiðdís Arna Lúðvíks- dóttir, Sara Úlfarsdóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir. Helga Margrét sigursælust á Meistaramótinu Helga Margrét Þorsteinsdóttir var sigursælust á mótinu en hún sigraði í öllum sex keppnisgreinum í stúlkna- flokki, 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi, 200 m hlaupi, langstökki, hástökki og kúluvarpi. Hafdís Sigurðardóttir, HSÞ, sigraði í fjórum greinum í flokki ungkvenna, 60 m hlaupi, 200 m hlaupi, 400 m hlaupi og langstökki. Bjarni Malmquist Jónsson, Fjölni, sigraði í þremur greinum í flokki ung- karla, 60 m grindahlaupi, langstökki og þrístökki. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni, sigr- aði í þremur greinum í flokki ung- kvenna, 800 m hlaupi, 1500 m hlaupi og 3000 m hlaupi. Ólafur Konráð Albertsson, ÍR, sigraði í þremur greinum í ungkarlaflokki, 800 m hlaupi, 1500 m hlaupi og 3000 m hlaupi. Helga Margrét Þorsteinsdóttir sigraði í sex greinum á Meistaramóti unglinga 15–22 ára. Keppendur frá 8 aðildarfélögum UÍA reyndu með sér á Meistaramóti UÍA í frjálsum íþróttum innanhúss sem var haldið í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyð- arfirði 25. janúar sl. Keppt var í flokki 8 ára og yngri, 9–10 ára, 11–12 ára, 13–14 ára og 15 ára og eldri. Á sjötta tug kepp- enda frá 8 félögum öttu kappi hver við annan og var árangur almennt séð góður. Aðstaða til frjálsíþróttaiðkunar í Fjarðabyggðarhöllinni er með ágæt- Góður árangur hjá UÍA í frjálsum íþróttum um en þar eru spretthlaupsbraut með gerviefni og stökkgryfja auk búnaðar til hástökksiðkunar. Keppt var í 60 m hlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og boltakasti í yngstu flokkunum. Að auki var keppt í hringhlaupi en þar voru hlaupnir hringir á ómældri braut. Vegna tímaskorts varð að falla frá keppni í þrístökki. Bestu afrek mótsins voru unnin í hástökki. Flest stig í flokki 11–14 ára fékk Heiðdís Sigurjónsdóttir, 13 ára, úr Hetti, er hún vann sér inn 932 stig með því að stökkva yfir 140 cm. Það dugði henni þó ekki til sigurs en hún keppti í flokki 13–14 ára telpna. Sigurvegarinn, Erla Gunnlaugsdóttir, 14 ára, úr Hetti, fór yfir sömu hæð og Heiðdís, en í færri tilraunum. Í flokki 15 ára og eldri stökk Karítas Hvönn Baldursdóttir, 16 ára, úr Ásnum, yfir 140 cm í hástökki og vann sér þannig inn 828 stig. Keppendur frá USÚ náðu góðum árangri á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í aldursflokknum 15–22 ára sem fram fór dagana 31. janúar til 1. febrúar sl. Fimm ung- menni frá USÚ tóku þátt í mótinu og unnu til fimm verðlauna sem voru eitt gull, tvö silfur og tvö brons. Sveinbjörg Zophoníasdóttir landaði Íslandsmeistaratitli í þrí- stökki, 17–18 ára, er hún stökk 10,88 m og setti þar með glæsilegt USÚ-met, en gamla metið hennar var 10,52 m. Hún hlaut einnig silfur í langstökki og setti USÚ-met þar líka er hún stökk 5,39 m, en gamla metið hennar var 5,25 m. Síðan varð hún í 5. sæti í 60 m hlaupi og setti þar einnig nýtt USÚ-met, hljóp á tímanum 8,40 sek. en gamla metið Fjögur USÚ-met voru sett í frjálsum íþróttum hennar var 8,53 sek. Sveinbjörg er mik- ið efni og verður fróðlegt að fylgjast með gengi hennar í framtíðinni. Jón Snorri Þorsteinsson gerði sér lítið fyrir og kastaði 5,5 kg kúlunni 11,98 m og varð í 2. sæti og bætti einnig gamla innanhússmet USÚ sem hann átti og var 11,34 m. Jón er greinilega í fremstu röð kastara í sínum aldursflokki á Íslandi. Fannar Blær Egilsson hljóp 800 m á tímanum 2:10,97 sek. og hafnaði í 3. sæti sem telst góður árangur þótt hann væri talsvert frá sínum besta tíma utanhúss sem er 2:06,44 sek. Hann er líka á yngra ári í 17–18 ára flokki. Fannar stökk síðan hástökk og varð í 4. sæti, stökk 1,68 m. Fannar hefur verið að glíma við meiðsli í hnjám en nú er það allt að koma hjá honum og eigum við væntanlega eftir að sjá hann vinna góð afrek í framtíðinni. Einnig keppti Örvar Guðnason á mótinu og stóð sig vel. Örvar var mjög nálægt USÚ-meti Bjarna Malm- quist í langstökki, en það er 5,68 m, en Örvar stökk 5,58 m og hafnaði í 5. sæti. Hann keppti líka í þrístökki og varð fimmti. Svo bætti hann sinn besta árangur í hástökki þegar hann stökk 1,65 m. Örvar er efni í góðan stökkvara, æfir vel og hefur sýnt miklar framfarir. Björn Ármann Jónsson varð síðan sjötti í kúluvarpi (5,5 kg) og kastaði 9,75 m. Þetta er fyrra árið sem hann kastar þessari þyngd af kúlu og er sem sagt á fyrra ári í flokknum 17–18 ára eins og Fannar og Sveinbjörg.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.