Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Þrjú ungmenni í frjálsíþróttaskóla í Falun í Svíþjóð: Það hlýtur að vera draumur margra íþróttamanna að stunda menntaskóla- nám samhliða íþróttaiðkun við fullkomn- ar aðstæður á erlendri grundu. Ungt og efnilegt frjálsíþróttafólk úr frjálsíþrótta- deild Breiðabliks dvelur nú við nám og æfingar í sænska bænum Falun. Þetta eru þau Gísli Brynjarsson, Guðrún María Pétursdóttir og Jón Kristófer Sturluson sem standa öll framarlega í aldursflokkum sínum. Þau eiga öll Íslandsmet í sínum flokkum, en Gísli á Íslandsmet í stangarstökki og tugþraut. Guðrún leggur áherslu á hástökk og hef- ur hún sýnt miklar framfarir. Helstu greinar Jóns eru tugþraut, hlaup og hástökk. Þau eru öll mjög vaxandi og láta mjög vel af dvölinni í Svíþjóð. Brynjar Örn Gunnarsson, faðir Gísla, segir að þau hafið farið utan fyrir til- stuðlan Karenar Ingu Ólafsdóttur sem þjálfaði um árabil í Svíþjóð. Hún er fyrr- verandi nemandi skólans í Falun en þess má geta að hún er í dag verkefnisstjóri unglingamála hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. „Þetta er mikill og góður skóli fyrir krakkana. Dvölin úti hefur þroskað þau mikið og svo læra þau tungumálið til hlítar. Það var árið 2006 sem hópur frá Breiðabliki fór í æfingaferð til Falun og þá kynntust krakkarnir því sem þessi skóli hafði upp á að bjóða. Eftir þá ferð „Okkur hefur farið fr am á mörgum sviðum“ opnaðist möguleiki til að fara þangað til náms samhliða frjálsíþróttaiðkun,“ sagði Brynjar Örn Gunnarsson í samtali við Skinfaxa. Skinfaxi náði tali af þremenningun- um og spurði þau út í dvölina. – Hvað hafið þið stundað frjálsar íþróttir lengi? „Við höfum stundað frjálsar frá 10 ára aldri.“ – Hvernig kom það til að þið fóruð utan í þennan skóla? „Gamli þjálfarinn okkar, hún Karen Inga, stundaði frjálsar hér úti fyrir nokkrum árum og sagði okkur frá þess- um stað. Hún hjálpaði okkur við að komast inn í skólann.“ – Hvernig líkar ykkur og hvað verðið þið lengi? ,,Okkur líkar mjög vel hér. Þetta er mjög vinalegur bær og mjög góður til þess að iðka frjálsar. Við stefnum á að vera 3–4 ár. En við ætlum að skoða mál- in til hlítar þegar skólaárinu lýkur í vor.“ – Hvernig er venjulegur skóladagur? „Skóladagurinn er mjög svipaður og á Íslandi nema það að við fáum heitan mat í hádeginu og líka nesti sem við borðum fyrir eða eftir æfingu. Eftir æfinguna er haldið heim og heimilis- störfunum sinnt.“ – Hefur ykkur farið mikið fram síðan þið fóruð út? „Okkur hefur farið mikið fram á mörgum sviðum og við erum mjög ánægð með að hafa farið í skólann hér. Við höfum lært heilmargt og veran hér úti hefur þroskað okkur á margan hátt.“ – Mælið þið með því að ungir frjáls- íþróttamenn fari utan í svona skóla? „Við mælum eindregið með því. Það er mjög gott að skipta svona um umhverfi og þess þá heldur ef þjálfunin er rosa góð.“ – Hvernig er félagslífið og kynnist þið ekki mörgum krökkum? „Félagslífið er almennt ágætt. Það var reyndar erfitt að komast inn í það í byrjun vegna tungumálsins. Þegar þeirri hindrun er hrint úr vegi eru allir vegir færir ef svo má segja. Þá opnast rosalega mikið fyrir manni og þá alveg sérstak- lega félagslegi þátturinn,“ sögðu krakk- arnir að lokum í spjallinu við Skinfaxa. Gísli Brynjarsson, Guðrún María Pétursdóttir og Jón Kristófer Sturluson eru í frjálsíþróttaskóla í Falun í Svíþjóð.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.