Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 15
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 15 Á héraðsmóti HSK í fullorðinsflokki í frjálsíþróttum, sem haldið var í íþrótta- húsinu á Hvolsvelli 22. janúar sl., bar það helst til tíðinda að Ágústa Tryggvadótt- ir vann það afrek í þriðja sinn að vinna allar kvennagrein- arnar. Alls sigraði Ágústa í sex grein- um. Sama leikinn lék hún árin 2006 og 2007, en í fyrra var hún ekki á meðal þátttakenda. Skráning var betri en und- anfarin ár, t.d. voru 18 skráðir til leiks í kúluvarpi karla. Ólafur Guðmundsson, sem nýlega gekk í raðir Umf. Laugdæla, sigraði í fjórum greinum. Hann var óheppinn í stangarstökki þar sem hann felldi byrjunarhæð og hann varð þriðji í hástökki, en fyrstu fjórir stukku allir jafnhátt, eða 1,75 m. Ágústa vann allar greinar sínar á héraðsmóti HSK Ágústa Tryggvadóttir, Umf. Selfoss, sigr- aði í sex greinum á héraðsmóti HSK. Áfram Skólahreysti! – AÐALSTYRKTARAÐILI SKÓLAHREYSTI Kíkið á Skólahrey sti-síðuna á Faceboo k! Sýnt er frá Skólahreysti MS á Rúv á laugardögum kl. 18. Rúv sýnir beint frá úrslitakeppninni 17. apríl og hefst keppnin kl. 20. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Íþróttahátíð FÁÍA haldin í 18. skipti Árlegur Íþrótta- og leikdagur Félags áhugafólks um íþróttir eldri borgara, FÁÍA, var haldinn í Austurbergi 25. febrúar sl. Hjörtur Þórarinsson, varaformaður FÁÍA, setti hátíðina og kynnir var Guðrún Nielsen, formaður FÁÍA. Ernst Backman söng einsöng. Á hátíðinni sýndu nokkrir sýningarflokkar úr Reykja- vík, Hafnarfirði og af Akranesi atriði við mikla hrifn- ingu viðstaddra. FÁÍA hefur haft veg og vanda af þess- ari hátíð sem var nú haldin í 18. skipti. Hátíðinni vex fiskur um hrygg með hverju árinu enda fer áhugi vax- andi á meðal eldra fólks á hreyfingu af öllu tagi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.