Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Mjög góð þátttaka hefur verið á félagsmálanámskeiðum þeim sem haldin hafa verið á vegum UMFÍ í vetur. Um 110 manns hafa sótt nám- skeiðin sem haldin voru á Akureyri, í Svarfaðardal, á Kirkjubæjar- klaustri, Hrollaugsstöðum, Höfn í Hornafirði og í Búðardal. Einnig voru nokkrir grunnskólar heimsótt- ir og námskeið haldin þar. Nám- skeiðin gengu mjög vel og fram und- an eru fleiri námskeið vítt og breitt um landið. Alls hafa um 400 manns sótt námskeiðin til þessa í vetur. Mikið er spurt um námskeiðin og margir leggja fram óskir um að fá félagsmálafræðslu á aðra staði en þá sem búið er að ákveða. Steinþór Torfason, bóndi að Hala í Suðursveit, sótti námskeiðið sem haldið var á Hrollaugsstöðum. Hann segist hafa sótt félagsmála- námskeið áður en á þessu hafi verið kafað dýpra í alla þætti. Steinþóri Námskeið í félagsmálum – Sýndu hvað í þér býr: finnst nauðsynlegt að sækja nám- skeið af þessu tagi og að það sé brýnt að kunna til verka þegar kemur að fundarsköpum. Steinþór segir að það gefi öllum mikla öryggiskennd. „Við vorum mjög ánægð með nám- skeiðið á Hrollaugsstöðum. Mér finnst sjálfum ekki nóg að sækja eitt námskeið og ég ætla að vona að fleiri slík standi manni til boða í fram- tíðinni. Það er alveg ótrúlegt hvað svona námskeið geta hjálpað manni. Ég hef ekki verið mikill ræðumaður, en eftir þátttöku á svona námskeiði er maður sterkari á svellinu og sjálfstraustið hefur aukist,“ sagði Steinþór Torfason. „Við erum hæstánægð með þátt- tökuna á námskeiðunum til þessa. Maður finnur fyrir miklum krafti í fólkinu sem er mjög áhugasamt og leggur sig fram. Það er létt yfir þátt- takendum og í heild sinni hafa nám- skeiðin verið vel heppnuð. Ég vil bara þakka þátttakendum fyrir góð EFLIR ÖRYGGISKENNDINA kynni og óska þeim góðs gengis í framtíðinni,“ sagði Sigurður Guð- mundsson, leiðbeinandi á nám- skeiðunum. Áhugasömum er bent á að afla sér frekari upplýsingar um verkefnið hjá Guðrúnu Snorradóttur, lands- fulltrúa UMFÍ, í síma 848-5917 og á gudrun@umfi.is og Sigurði í síma 861-3379 og á sigurdur@umfi.is. Þátttakendur á námskeiði í Þystilfirði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.