Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 35
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35 Akureyri 9. – 12. júlí 2009 Sauðárkróki 31. júlí – 2. ágúst 2009 Aðalfundur Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, var haldinn í þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands 14. febrúar sl. UMFÍ hefur ver- ið í samstarfi við FÁÍA síðustu ár. Félag- inu var úthlutuð aðstaða í þjónustu- miðstöð UMFÍ þar sem stjórn þess hittist á vikulegum fundum. Tilgangur FÁÍÁ er að vinna að vellíðan aldraðra með iðkun leikfimi, sunds og annarra íþrótta, stuðla að menntun leiðbein- enda, útbreiða íþróttir og stuðla að framkvæmd rannsókna um heilsu- fræðilegt gildi íþróttaiðkana aldraðra og afla niðurstaðna slíkra rannsókna og kynna þær. Á aðalfundinum voru 90 ára félagar heiðraðir og harmonikkuspil, einsöng- ur, upplestur og fleira var á dagskrá. Ný stjórn FÁÍA er skipuð eftirtöld- um: Guðrún Nielsen, formaður, Ernst Backman, Hjörtur Þórarinsson, Soffía Stefánsdóttir, en Ólöf Þórarinsdóttir hætti og Þórey Guðmundsdóttir kem- ur í hennar stað. Líflegt starf hjá Félagi áhuga- fólks um íþróttir aldraðra

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.