Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 23
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 23 Ungt fólk og lýðræði: Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna: Gaman að fi nna fyrir gleðinni og kraft inum á ráðstefnunni „Þetta var með allra skemmtilegustu dög- um í vinnunni. Það var svo gaman að finna fyrir þessari gleði og krafti sem ríkti á ráðstefnunni. Þegar upp var stað- ið var ráðstefnan mun betri en ég reikn- aði með. Það sem kom mér einna mest á óvart voru krakkarnir sem tóku þátt í ráðstefnunni en það fylgdi þeim svo mikill kraftur og gleði,“ sagði Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, en hún sat ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði á Akureyri. Margrét María sagði þingið hafa verið vel skipulagt og UMFÍ til sóma. „Það var svo sannarlega þörf á því að halda ráðstefnu af þessu tagi. Það var gaman að hitta það fólk sem kemur að þessu viðfangsefni og vonandi verður þetta upphafið að enn frekara samstarfi okkar í milli,“ sagði Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna. Sigríður Etna Marinósdóttir, ungmennaráði UMFÍ: Ég lærði heilan helling og kynntist mörgum „Mér fannst þessi ráðstefna frábær og ótrúlega skemmtileg. Ég lærði heilan hell- ing og kynntist mörgu fólki. Fyrir ráð- stefnuna gerði ég mér svo sem engar sér- stakar væntingar, en þegar upp var stað- ið var þetta mikil og góð reynsla sem á eftir að nýtast manni. Á ráðstefnunni fann maður svo mikla hvatningu og það var gaman að kynnast því hvað önnur ungmennaráð eru að gera,“ sagði Sig- ríður Etna Marinósdóttir sem var einn þátttakenda á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði á Akureyri. Sigríður Etna er í ungmennaráði UMFÍ. Eftir áramótin settist hún á skóla- bekk í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík, en í haust hyggst hún taka upp þráðinn að nýju við Verkmenntaskólann á Akur- eyri. Þar ætlar hún að klára stúdents- prófið en hún á aðeins nokkrum eining- um ólokið. „Ég er fróðari um ýmis málefni sem snúa að ungu fólki en ég var fyrir ráð- stefnuna. Það má alveg segja með sanni að þetta hafi verið kærkomin ráðstefna þar sem málaflokkur, sem varðar ungt fólk, er tekinn fyrir. Ég held að allir hafi gott að því að sækja svona ráðstefnu,“ sagði Sigríður Etna. Þátttakendur brutu upp ráðstefnuna með ýmsum hætti og hér er brugðið á leik í hláturjóga. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, setur ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði á Akureyri. Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra flytur ávarp við upphaf ráðstefnunnar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.