Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Fyrstu Vetrarleikarnir í Tindastóli fóru fram helgina 27. febrúar til 1. mars sl. og er óhætt að segja að helgin hafi tekist vel. Sólskinsblíða og góða skapið var alls staðar í Tindastólnum alla helg- ina. Vetrarleikarnir hófust með skrúð- göngu að Kirkjutorgi en þar var varð- eldur og sungið og leikið, auk þess sem leikarnir voru settir þar. Snjóraftbátarnir voru vinsælir og ung- ir sem fullorðnir þeyttust með þeim niður brekkurnar. Fjallatívólíið sló í gegn og rauðir, gulir, grænir og bláir hópar skokkuðu á milli brauta. „Upphafið á því að við hrintum þess- um leikum af stað var að við vildum kynna svæðið sem góðan kost til úti- veru. Þeir sem alla jafna eru ekki á skíð- um eða brettum hefðu þá tækifæri til að komast upp í fjallið. Markmið okkar var að fá fólk til okkar til að njóta úti- verunnar og vera saman. Það var engin keppni í gangi og markhópurinn í byrjun var fjölskyldufólk sem við vor- um afar ánægð með,“ sagði Pálína Hraundal, verkefnisstjóri Vetrarleik- anna í Tindastóli, í viðtali við Skinfaxa. Pálína hafði veg og vanda af leikunum Vetrarleikar í Tindastóli haldnir í fyrsta sinn: Markmiðið að fá fólk til að njóta útveru og vera saman ásamt Viggó Jónssyni, staðarhaldara í Tindastóli. Mjög góð þátttaka Þátttakan í leikunum var góð, en að sögn Pálínu mættu um 250 manns í lyftu og á leikana sjálfa á laugardegin- um. Á kvöldvöku í reiðhöllinni á laugar- dagskvöldið voru samankomnir yfir 300 manns. Þar sameinaðist skíða- og hestafólk sem tókst í alla staði mjög vel. Gestir leikanna komu flestir frá Sauðárkróki og þéttbýlisstöðum í grennd, en eitthvað var þó um fólk af höfuðborgarsvæðinu. „Ég held að óhætt sé að segja að fyrstu leikarnir hafi heppnast mjög vel og almenn ánægja sé meðal fólks. Ég sé ekki annað en að Vetrarleikarnir séu komnir til að vera og við stefnum að því að halda aðra leika að ári. Það sem kom mér einna helst á óvart var að finna þennan mikla áhuga hjá fólki sem hafði ekki stundað neina útivist fram að þessu. Þessi hópur ætlar að mæta á næsta ári,“ sagði Pálína Hraundal í spjallinu við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.