Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 1. tbl. 2009 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Sigurður Guðmundsson, Hafsteinn Óskarsson o.fl. Forsíðumynd: Pjetur Sigurðsson. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Björg Jakobsdóttir, formaður, Anna R. Möller og Sigurður Guðmundsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Laugavegi 170–172, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúi og verkefnisstjóri forvarna, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri. Sigurður Guðmundsson, fræðslumál. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Ásdís Helga Bjarnadóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Hringur Hreinsson, meðstjórnandi, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, varastjórn, Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, Jóhann Tryggvason, varastjórn, Einar Jón Geirsson, varastjórn. Forsíða: Stóra myndin: Frá vetrarleikunum í Tindastóli. Fyrir neðan til vinstri: Frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Til hægri: Ungmenni í frjálsíþróttaskóla í Falun í Svíþjóð. Á þessu ári blasa við mörg spenn- andi og áhugaverð verkefni hjá Ungmennafélagi Íslands. Tvö stór- mót verða haldin í sumar, annars vegar Landsmót á Akureyri og hins vegar Unglingalandsmót á Sauðárkróki. Unglingalandsmótið átti upphaflega að vera í Grundar- firði. Vegna efnahagsþrenginga var ákveðið að fresta mótinu í Grundarfirði um eitt ár. Stjórn UMFÍ komst síðar að þeirri niður- stöðu að halda mótið á Sauðár- króki. Þar er öll aðstaða til fyrir- myndar, en eins og flesta rekur minni til héldu Skagfirðingar síðast Unglingalandsmót 2004 með miklum myndarbrag. Landsmótið á Akureyri verður merkilegt fyrir marga hluta sakir en á þessu ári verður liðin öld frá því að fyrsta Landsmótið var hald- ið þar. Undirbúningur fyrir mótið hefur staðið lengi yfir en á Akur- eyri er að rísa glæsileg aðstaða sem mun nýtast við mótshaldið. Íslendingar verða örugglega meira á faraldsfæti um landið sitt í sum- ar en áður og því má búast við góðri þátttöku í báðum mótunum enda eru þau tilvalin vettvangur fyrir fjölskylduna til að verja tím- anum saman. Eins og endranær stendur ung- mennafélagshreyfingin fyrir ýms- um verkefnum og má í því sam- bandi nefna frjálsíþróttaskólann sem hóf göngu sína í fyrrasumar, í samvinnu við Frjálsíþróttasam- band Íslands. Verkefnið Fjölskyld- an á fjallið og Göngum um Ísland á sinn fasta stað og hefur þátttak- an í þessu verkefni ávallt verið mikil í gegnum árin. Það hefur líklega aldrei skipt meira máli en á þeim tímum sem við lifum nú að aðgengi barna og unglinga sé sem best að iðkun íþrótta og þátttöku í æskulýðs- starfi. Hér skiptir sköpum að allir, óháð efnahag, geti stundað íþrótt- ir sér til hressingar og heilsubótar. Töluverð umræða hefur verið um þetta á undanförnum mánuðum í kjölfar kreppunnar og allir virðast vera sammála um að í þessum efn- um megi ekki slaka á. Gott að- gengi er það sem skiptir öllu máli. Sú uppbygging á íþróttamann- virkjum sem hefur orðið á síðast- liðnum árum, tengd Unglinga- landsmótum og Landsmótum, er farin að bera ríkulegan ávöxt. Það var líka vissulega tilgangurinn í upphafi að þessi uppbygging myndi skila sér með tíð og tíma og efla íþróttastarfið í þeim byggðum þar sem þessi mót eru haldin. Þetta hefur gengið eftir og iðk- endum hefur fjölgað til muna. Góður árangur keppenda frá þeim stöðum, þar sem Unglingalands- mót hafa verið haldin, hefur komið berlega í ljós á mótum sem haldin hafa verið á vegum Frjálsíþrótta- sambandsins í nýju Höllinni í Laugardalnum í vetur. Íþróttafólk- ið frá þessum stöðum hefur sýnt þar umtalsverðar framfarir. Það er ánægjulegt fyrir þá sem standa fyrir þessum mótum að sjá þetta gerast. Árangurinn á mótunum er glæsilegur og á ekki síst ríkisvaldið þakkir skilið sem komið hefur myndarlega að upp- byggingunni. Fjármunum ríkisins er vel varið með þessum hætti og þeir skila sér alla leið. Byggðirnar kringum keppnisstaðina standa sterkari eftir og börn, unglingar og fullorð- ið fólk geta æft og stundað íþróttir sér heilsubótar við aðstæður eins og þær gerast bestar á hverjum tíma. Unglingalandsmótin eru eitt sterkasta innlegg í íþróttastarf hér á landi á síðari tímum og þeim vex fiskur um hrygg með hverju ári. Vorið er ekki langt undan og oft er sagt að sumarið sé tíminn. Á þessum tímum í þjóðfélaginu er brýnt að við stöndum saman og nýtum tímann vel með börnum okkar og fjölskyldum. Sá tími er vel nýttur og hann skilar sér marg- falt til baka þegar upp er staðið. Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri Gott aðgengi að íþróttum getur skipt sköpum Leiðtogaskóli NSU verður haldinn á Grænlandi í sumar NSU (Norræn æskulýðssamtök) bjóða ungu fólki á aldrinum 18–30 ára í leiðtogaþjálfunarbúðir á Græn- landi í sumar. Þetta er kjörið tæki- færi fyrir ungt, áhugasamt fólk sem hefur reynslu úr starfinu t.d. sem þjálfari, starfsmaður, stjórnarmaður félagsins eða deildar. Allar upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu UMFÍ í síma 568 2929. Akureyri 9. – 12. júlí 2009

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.