Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 11
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 11 Þann 17. mars sl. var á Akureyri skrifað undir styrktarsamninga við fimm fyrir- tæki vegna Landsmóts UMFÍ 9.–12. júlí í sumar. Aðalstyrktaraðilar eru Alcoa Fjarðaál og KEA og einnig leggja Icelandair Group, Saga Capital og Landsbankinn mótshaldinu lið með myndarlegum hætti. Í máli forsvars- manna UMFÍ, landsmótsnefndar og þessara fimm fyrirtækja var látin í ljós mikil ánægja með að þessir samningar væru nú í höfn og eru menn staðráðnir í því að vinna ötullega að því að halda glæsilegt Landsmót á Akureyri í sumar. Af hálfu Ungmennafélags Íslands skrifaði Helga G. Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ, undir samningana og Kristján Þór Júlíusson undirritaði þá af hálfu landsmótsnefndar. Kristján Þór lýsti við þetta tækifæri yfir mikilli ánægju með samstarf við þessi fyrirtæki. Hér væri um gríðarlega mikilvægan áfanga að ræða í mótshaldinu í sumar. Samn- ingarnir bæru vott um að forsvarsmenn fyrirtækjanna vildu leggja æskulýðs- og íþróttastarfi lið og það væri æsku þessa lands dýrmætt veganesti. „Þið forsvarsmenn þessara samstarfs- fyrirtækja okkar við þetta Landsmót eigið heiður skilinn að leggja þessu lið,“ sagði Kristján Þór og bætti við að landsmóts- nefnd hefði unnið mjög gott starf í sam- vinnu við UMSE, UFA og Akureyrarbæ. „Það er mikilvægt að við horfum með bjartsýni fram á veginn. Nú er það verk- efni okkar mótshaldara að standa fyrir glæsilegu og eftirminnilegu Landsmóti og við munum leggja okkur fram um það,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Halldór Jóhannsson, framkvæmda- stjóri KEA, sagðist vera stoltur af því fyrir hönd KEA að vera annar tveggja aðalstyrktaraðila Landsmótsins á Akur- eyri í sumar. Stuðningur við æskulýðs- og íþróttastarf hefði ætíð verið einn af mikilvægum þáttum í starfsemi KEA og því rímaði stuðningur félagsins við Landsmótið í sumar vel við þessa áherslu félagsins. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, sagði að fyrirtækið væri ekki gamalt á Íslandi en það hefði nú þegar látið til sín taka í stuðningi við íþróttastarf, fyrst og fremst á heimavelli Alcoa á Austurlandi. Með því að styðja við Landsmót UMFÍ, sem væri fyrir allt landið, vildi Alcoa stækka hringinn, ef svo mætti að orði komast. „Það er okkur sannarlega akkur og heiður að tengjast ungmennafélagsstarfinu með þessum hætti,“ sagði Tómas Már. Þórleifur Stefán Björnsson, fram- kvæmdastjóri fjárstýringar hjá Saga Capital fjárfestingarbanka, sagði for- svarsmenn fyrirtækisins stolta af því að tengjast Landsmóti UMFÍ á Akureyri. Gott væri að setja sér ákveðin markmið með mótið í huga og því væri ekki til setunnar boðið að hefjast handa við markvissa þjálfun fyrir maraþonhlaup- Skrifað undir styrktarsamninga vegna Landsmóts UMFÍ á Akureyri Undirritun styrktarsamninga. Frá vinstri: Helga G. Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, Þórleifur Stefán Björnsson, fram- kvæmdastjóri fjárstýringar hjá Saga Capital, Halldór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri KEA, Helgi Teitur Helgason, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri, Ingi Þór Guðmundsson, forstöðumaður sölu- og markaðs- sviðs Flugfélags Íslands, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, og Kristján Þór Júlíusson, formaður landsmótsnefndar. ið, sem verður laugardaginn 11. júlí í tengslum við Landsmót UMFÍ, en þess má geta að Þórleifur hefur í gegnum tíð- ina tekið þátt í ófáum almenningshlaup- um á Íslandi. Ingi Þór Guðmundsson, forstöðu- maður markaðssviðs Flugfélags Íslands, skrifaði undir samstarfssamninginn fyr- ir hönd Icelandair Group en innan þeirrar samstæðu eru m.a. Icelandair, Icelandair Cargo, Flugfélag Íslands og Edduhótelin. Ingi Þór sagði að í gegnum tíðina hefðu Icelandair og Flugfélag Íslands stutt vel og dyggilega við íþrótta- starf í landinu og því færi vel á því að koma að Landsmóti UMFÍ. „Það er auðvitað rúsínan í pylsuendanum að tengjast Landsmóti UMFÍ á Akureyri í sumar með þessum hætti – stærsta íþróttamóti á Íslandi.“ Helgi Teitur Helgason, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri, fagnaði því fyrir hönd bankans að koma að málum við undirbúning og framkvæmd Lands- móts UMFÍ í sumar. „Ef veðrið verður gott, sem mér skilst að sé búið að lofa, þá getur þetta einfaldlega ekki klikkað,“ sagði Helgi Teitur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.