Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 33
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 33 Hann hefur átt stóran þátt í því að koma liði sínu í hóp þeirra bestu og verið félagi sínu góð fyrirmynd bæði innan vallar sem utan. Á liðnu tímabili var hann sem fyrr í lykilhlutverki með liði sínu og í hópi bestu leikmanna úrvalsdeildar þar sem hann var m.a. stigahæsti leikmaður deildarinnar í einkunna- gjöf fjölmiðla. Í kjölfarið var hann valinn í A-lands- lið karla í knattspyrnu og lék þrjá leiki með liðinu í haust og stimplaði sig þar rækilega inn sem aðal- markvörður liðsins. Linda Björk hefur bætt árangur sinn sem frjálsíþróttakona jafnt og þétt og er komin í hóp þeirra bestu. Linda Björk varð Íslands- og bikarmeistari í alls sjö greinum utan- og innan- húss auk þess sem hún sigraði í fjölmörgum öðrum mótum. Hún er einn albesti sprett- og grindahlaup- ari landsins og átti sem fyrr fast sæti í landsliði Íslands. Gunnleifur og Linda Björk voru valin úr hópi 37 íþróttamanna sem fá viðurkenningu ÍTK eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Helga Margrét íþróttamaður USVH Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona í USVH, var kjörin íþróttamaður USVH fyrir árið 2008 og hlaut hún alls 81 stig. Lóa Dís Más- dóttir körfuboltakona varð í öðru sæti með 21 stig. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir körfuboltakona hafn- aði í þriðja sæti með 15 stig. Þess má geta að Helga Margrét var einnig kjörin íþróttamaður USVH 2007. Helga Margrét hlaut yfirburðakosningu og er vel að titlinum komin. Hún keppti í mörgum greinum á árinu og bætti mörg met. Íslandsmet setti hún í fimmtarþraut stúlkna, U20, U22 og í kvennaflokki. Þá setti hún Íslandsmet í kúluvarpi innanhúss í flokki stúlkna og ungkvenna. Helga setti einnig Íslandsmet í flokki stúlkna og ung- kvenna í 60 m grindahlaupi og 200 m hlaupi inn- anhúss. Þá var Helga á faraldsfæti og keppti erlendis á nokkrum mótum. Hún varð Norðurlanda- meistari í fjölþraut þegar hún sigraði í sjöþraut 17 ára og yngri. Enn eitt Íslandsmetið setti hún svo í sjöþraut á sterku móti í Tékklandi. Þá keppti hún á Heimsmeistaramóti 19 ára og yngri í sjöþraut sem fram fór í Póllandi og hafnaði þar í 7. sæti. Helga keppti einnig á Norðurlandamóti unglinga sem fór fram í Noregi og náði 4. sæti í 400 m hlaupi. Arna og Hjalti Valur íþróttamenn Hveragerðis Viðurkenningin íþróttamaður Hvera- gerðis 2008 var veitt þeim Örnu Hjartardóttur fimleikakonu og Hjalta Val Þorsteinssyni körfuknattleiks- manni á hátíðarathöfn sem fór fram í Listasafninu 30. desember sl. Um 70 manns sóttu samkomuna. Birkir Sveinsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar, stýrði samkomunni en nefndin sér um val á íþrótta- manns ársins í Hveragerði. Vignir Þröstur íþróttamaður Garðabæjar Vignir Þröstur Hlöðversson, blakmaður í Stjörn- unni, er íþróttamaður Garðabæjar 2008. Vignir leiddi lið sitt til sigurs í öllum keppnum á síðasta tímabili. Liðið vann deildina nokkuð örugglega og varð bikar- meistari í sjötta sinn í röð eftir sigur- leik við KA. Liðið varð Íslandsmeist- ari eftir mjög spennandi leiki við Þrótt þar sem úrslitin réðust í odda- leik. Stjarnan hefur unnið 17 af síð- ustu 18 titlum í blaki á 6 ára tímabili undir stjórn Vignis Hlöðverssonar en hann hefur verið fyrirliði liðsins og þjálfari undanfarin ár. Vignir er þeim kostum gæddur að getað spilað hvaða stöðu sem er. Hann er góð fyrirmynd í hreyf- ingunni og sönnun þess að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Sveinn Elías afreksmaður Fjölnis Sveinn Elías Elíasson var valinn afreksmaður Fjölnis 2008. Sveinn Elías átti gott ár þrátt fyrir þrálát meiðsli og afrekaði ýmislegt. Hann setti m.a. Íslandsmet í 400 metra hlaupi karla og varð Norðurlandameistari unglinga 18–19 ára í tugþraut. Sveinn Elías setti Íslandsmet unglinga 19–20 ára í 200 m hlaupi og einnig Íslandsmet í unglingaflokki 19–22 ára í stangarstökki. Sveinn Elías var í boðhlaupssveit Fjölnis sem setti Íslandsmet í 4x400 m hlaupi. Nína Björk og Kristján Þór íþróttafólk Mosfellsbæjar Tveir golfíþróttamenn, Nína Björk Geirsdóttir og Kristján Þór Einars- son, bæði í Golfklúbbnum Kili, voru valin íþróttakona og íþróttamaður ársins 2008 í Mosfellsbæ. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar velur verðlauna- hafa eftir tilnefningar frá íþróttafélögum í Mosfells- bæ. Nína Björg hefur verið í hópi fremstu kvenkylf- inga um nokkurt skeið. Hún varð klúbbmeistari Kjalar 2008 og á Íslandsmótinu í höggleik lenti hún í öðru sæti. Kristján Þór varð Íslandsmeistari í högg- leik og hafnaði í öðru sæti á stigalista Kaupþings- mótaraðarinnar. Báðir þessir kylfingar hafa með þessum afrekum sínum sýnt að þeir eiga mikla möguleika á að ná enn lengra í íþrótt sinni. Þrjár konur í efstu sætunum á Akureyri Rakel Hönnudóttir, knattspyrnu- kona í Þór/KA, er íþróttamaður Akur- eyrar 2008. Önnur í kjörinu var Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíðakona í Skíðafélagi Akureyrar, og í þriðja sæti var Bryndís Rún Hansen, sundkona í Óðni. Sú niðurstaða að konur lentu í þremur efstu sætum í kjöri til Íþróttamanns Akureyrar er einstök í akureyrskri íþróttasögu. Þetta hefur aldrei gerst áður og raunar er ekki vitað til að það hafi áður gerst hér á landi við útnefningu íþróttamanns ársins að konur væru í þremur efstu sætunum. Fjórtán aðildarfélög Íþróttabandalags Akureyrar tilnefndu íþróttamenn úr sínum röðum til kjörs íþróttamanns Akureyrar 2008. Stjórn ÍBA og fulltrúar fjölmiðla á Akureyri kusu síðan íþróttamann Akureyrar úr þess- um hópi glæsilegra íþróttamanna. Bjarki íþróttamaður Borgar- fjarðar Á árlegri íþróttahátíð UMSB, sem fór fram 7. febrúar sl., var kynnt kjör íþróttamanns Borgarfjarðar 2008 og var golfarinn Bjarki Pétursson efstur í kjörinu. Í öðru sæti varð íþróttamaður Borgarfjarðar 2007, körfuboltamaðurinn Sigurður Þórarinsson, og í þriðja sæti systir hans, Þórkatla Dagný Þórarins- dóttir sundkona. Bjarki er einn af efnilegustu kylf- ingum landsins. Hann hefur keppt á mótum innan- lands og erlendis á árinu og hefur staðið sig fram- úrskarandi vel. Sem helsta árangur hans á mótum innanlands má nefna að hann sigraði á vormóti Sahara án forgjafar og einnig í SPM-mótaröðinni án forgjafar. Bjarki hafnaði síðan í 4. sæti á opna Omnis– mótinu. Bjarki sigraði einnig á einu móti í Kaup- þingsmótaröðinni í flokki 13–14 ára stráka, hafnaði tvisvar sinnum í öðru sæti í sömu mótaröð og einu sinni í því fjórða. Bjarki var valinn til að keppa fyrir Íslands hönd á Young British Open og hafnaði þar í sjöunda sæti í sínum aldursflokki og með því varð hann efstur allra kylfinga frá Norðurlöndum í sínum flokki. Bjarki var valinn í landslið Íslands 15 ára og yngri á árinu. Hann hefur tekið þátt í innra starfi félagsins af miklum krafti og hefur verið afar dug- legur við æfingar, bæði sínar eigin og við að æfa aðra unglinga og hvetja þá áfram til afreka í íþrótt sinni. TRADE MARK

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.