Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 39
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 39 Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona í HSÞ, hefur skipað sér á bekk meðal fremstu frjálsíþróttamanna landsins. Hafdís hefur sýnt miklar framfarir á síðustu misserum, en aðalkeppnisgrein- ar hennar eru langstökk og 200 og 400 m hlaup. Hafdís er búsett á Akureyri og æfir þar undir handleiðslu Gísla Sig- urðssonar. Hafdís hefur verið áberandi á innanhússmótunum í vetur, náð þar góðum árangri og sýnt það og sannað að hér er á ferð vaxandi íþróttamann- eskja sem vert er að fylgjast með í fram- tíðinni. Skinfaxa lék forvitni á að skyggnast örlítið inn í heim Hafdísar og innti hana eftir því hvernig áhuginn á frjálsum íþróttum hefði kviknað. „Ég byrjaði tiltölulega ung að árum, en báðar eldri systur mínar æfðu og kepptu í frjálsum íþróttum á sínum tíma. Ætli ég hafi ekki verið um sex ára gömul þegar ég byrjaði að elta systur mínar á æfingar og kringum 12 ára aldurinn fór ég að keppa fyrir alvöru á meistaramót- unum fyrir sunnan. Ég æfði á heimaslóð- um mínum á Laugum. Þá voru aðstæð- ur allt aðrar en þær eru í dag. Ég varð fyrir því óláni að slíta sin frammi í hnénu 12 ára gömul, en náði mér á strik og eftir það hef ég verið óslitið í frjáls- um íþróttum,“ sagði Hafdís. Aðalgrein Hafdísar er langstökk en hún segist hlaupa líka og þá einkum 200 og 400 m hlaup innanhúss. Þegar kemur að keppni utanhúss hleypur hún 100 m hlaup. Aðspurð um hvaða aðstæður hún hafi þurft búa við fyrir norðan segir hún þær ekki hafa verið beysnar þegar hún var í sveitinni. Á Laugum æfði hún á malar- brautum en í dag eru komnar þar topp- aðstæður, fyrir Unglingalandsmótið 2006 voru brautirnar lagðar gerviefni. „Þegar ég var á Laugum æfði ég bara tvisvar í viku og á veturna inni í íþrótta- húsinu. Þar var erfitt að hlaupa en ég lagði í staðinn áherslu á stökk án atrennu og þrekæfingar. Auðvitað kom það upp í hugann að fara suður og æfa. Í dag er ég með frábæran þjálfara og undir hand- leiðslu hans hef ég náð góðum árangri og ég treysti honum fullkomlega. Ég æfi eingöngu á Akureyri og á því verður ekki breyting á næstunni.“ Frjálsar íþróttir eru lífið mitt í dag – Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Maður stefnir alltaf hærra. Ég set mér auðvitað markmið og reyni að ná þeim eins og ég mögulega get. Núna hef ég sett mér ákveðin markmið fyrir sumar- ið og þau eru m.a. að komast á Evrópu- mót 20–22 ára í langstökki og fara með landsliðinu í keppnisferðir erlendis. Fram undan þar er Evrópubikarkeppnin og Smáþjóðaleikarnir. Ég legg áherslu á langstökkið, en auðvitað er takmarkið líka að hlaupa hraðar, en stefnan er að stökkva vel yfir sex metrana í langstökk- inu,“ sagði Hafdís. Þess má geta að Hafdís jafnaði innan- hússmetið í flokknum 19–22 ára sem er 6,02 m. Sunna Gestsdóttir á hins vegar bæði metin, innan- og utanhúss, í full- orðinsflokki. Markmið Hafdísar er að bæta þessi met í framtíðinni. Hafdís segir að með tilkomu frjáls- íþróttahallarinnar í Laugardal og upp- byggingu frjálsíþróttavalla í tengslum við Unglingalandsmótin hafi orðið mikil framför hér á landi. Sú uppbygging hef- ur verið mikil hvatning fyrir börn og ungl- inga til að hefja æfingar í frjálsum íþróttum. „Það voru mikil forréttindi að fá þess- ar aðstæður í Laugardal en samfara þeim urðu æfingar mun auðveldari. Maður bara bíður og vonar að einhvern tímann rísi svona höll norðan heiða. Það verða algjör umskipti hvað aðstöðuna varðar þegar nýr völlur utanhúss verður tekinn í notkun á Akureyri í sumar.“ – Hvað hafa frjálsar íþróttir gefið þér? „Það er svo margt. Frjálsar íþróttir eru lífið mitt í dag og maður hugsar oft um það hvað maður væri gera ef frjálsar íþróttir hefðu ekki komið til. Þær gefa manni svo mikið, efla sjálfstraust og góðan félagsskap. Þetta er bara á allan hátt hrikalega skemmtilegt. Ég hvet hik- laust alla krakka til æfa frjálsar íþróttir. Þessi grein er svo uppbyggjandi á allan hátt.“ – Sérðu fyrir þér að þú eigir eftir að verða í mörg ár í frjálsum íþróttum? „Já, eins lengi og ég mögulega get. Tek mér kannski hvíld þegar ég eignast börn og svo held ég áfram. Á meðan líkaminn leyfir held ég ótrauð áfram. Maður veit aldrei hvað gerist, en ég vona að ég geti verið sem lengst í þessu og náð mínum besta árangri,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir, hress í bragði. Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona í HSÞ:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.