Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.2009, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Á aðalfundi ungmennafélagsins Vöku, sem haldinn var í Þjórsárveri 2. janúar sl., tilkynnti Almar Sigurðsson, formað- ur umhverfisnefndar Flóahrepps, að ákveðið hefði verið að veita ungmenna- félögunum í Flóahreppi umhverfisverð- laun hreppsins árið 2008 fyrir áratuga störf að umhverfismálum. Afhenti hann formanni félagsins áletrað skjal þess efnis auk 100.000 kr. Á fundinum kom fram að starf félagsins á síðasta ári hefði verið blómlegt. Ýmsar viðurkenningar voru veittar, en besta afrek samkvæmt töflu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins vann Harald- ur Einarsson í langstökki, 6,31 m, sem gefur 774 stig. Besta afrek samkvæmt unglingastigatöflu vann Ingunn Harpa Bjarkadóttir í langstökki án atrennu, 2,46 m, sem gefur 896 stig. Íþróttamaður ársins var valin Guðrún Inga Helgadóttir í Súluholti en hún varð grunnskólameistari og unglinga- landsmótsmeistari í glímu á árinu og einnig Íslandsmeistari og unglinga- landsmótsmeistari í spjótkasti. Guðrún er 11 ára. Félagsmálabikarinn hlaut Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir fyrir þrot- laust og óeigingjarnt starf fyrir félagið á undanförnum árum. Undir liðnum önnur mál bar ýmis- legt á góma. Mikil ánægja er með nýtt fyrirkomulag á íþróttaæfingum en þær eru nú orðnar sameiginlegar með Ungmennafélögum í Flóahrepp i veitt umhverfi sverðlaun- nágrannafélögunum Samhygð og Baldri. Þá eru æfingar þeirra yngstu nú orðnar samtvinnaðar skólastarfinu í Flóaskóla sem hefur skilað sér í mikilli fjölgun iðkenda. Leiklist er orðin viðamikill þáttur í starfi félagsins og eru nú hafnar æfing- Haraldur Einarsson, formaður Vöku (til vinstri), tekur við umhverfisverðlaunu- num úr hendi Almars Sigurðssonar, for- manns umhverfisnefndar Flóahrepps. ar á leikriti, Páskahreti, sem sýnt verð- ur í Þingborg í vetur í samstarfi við nágrannafélögin. Í lok fundarins kom fram að 15 manns hefðu gengið í félagið á árinu og voru þeir boðnir velkomnir með lófaklappi. 12. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki dagana 31. júlí til 2. ágúst í sumar. Á dögunum voru undirritaðir samn- ingar á Sauðárkróki annars vegar á milli unglingalandsmótsnefndar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Ung- mennafélags Íslands og Ungmenna- sambands Skagafjarðar hins vegar. Helstu keppnisgreinar á Sauðár- króki verða; frjálsar íþróttir, knatt- spyrna, körfubolti, sund, skák, glíma, golf, hestaíþróttir og mótocross. Samhliða þessum greinum verða svokallaðar kynningargreinar en þar bjóðum við þátttakendum að prófa ýmsar aðrar greinar. Á Sauðárkróki er góð aðstaða til íþróttaiðkunar og keppni og þar er nú þegar frjálsíþróttavöllur með gerviefnum á hlaupabrautum. Flestar íþróttagreinarnar verða mjög miðsvæðis. Unglingalandsmótið á Sauðárkróki Sigurjón Þórðarson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar, og Halldór Halldórsson, formaður unglingalandsmótsnefndar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.