Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1940, Page 7

Ægir - 01.01.1940, Page 7
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 33. árg. Reykjavík — janúar 1940 Nr. 1 Lúðvík Kristjánsson: Sjávarútvegurinn 1939. Allmikil sveiflubrigði liafa orðið í sjávarútveginum á þessu ári, eins og reyndar í atvinnulifi þjóðarinnar í heild. Er það striðið, sem einkum hefir valdið því, þótt á undan áhrifum þess hefðu reyndar farið atburðir, sem telja verður mikilvæga frá hagsmunalegu sjónarmiði þjóðfélagsins. Um áramótin 1938—1939 var með öllu óráðið hvað gert yrði til þess að sporna við algerðu hruni útvegsins. Hitt vissu menn af kynningu sinni á hag útvegs- ins, að hjálpin mátti ekki dragast, ef hún ætti að koma að liði. Nefnd sú, er kosin var til þess að rannsaka hag og rekstur togaraútgerðarinnar og gera tillögur henni til styrktar, komst að þeirri niður- stöðu, að á árunum 1933—1937 hefðu togararnir tapað rúmum 5 milljónum kr., þegar búið var að draga frá gróða einstakra fvrirtækja. Jafnframt komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að togara- útvegurinn skuldaði mjög mikið umfram eignir. Nefndin ræddi ýmsar aðgerðir i sambandi við athuganir sínar, en engar heinar tillögur komu frá henni, enda taldi ríkisvaldið þörf aðgerða áður en nefndin hafði lokið störfum. Þann 3. apríl var borið fram frumvarp á Alþingi um lækkun ísl. krónunnar. Frumvarp þetta var samþykkt sem lög þá um nóttina og skyldi gengi isl. kr. framvegis skráð á kr. 27.00 sterlingsp. i stað kr. 22.15 áður. Þannig var krónan lækkuð um 22 %. Áður en hér var komið, höfðu útgerðarmenn lialdið fundi og samþykkt áskoranir á þing og stjórn um að lækka krónuna, því að það eitt gæti hjargað útveginum eins og á stæði. í greinargerð gengislækkunar-frumvarps- ins er kveðið svo á, að þessi leið sé óum- flýjanleg og sú eina, sem farin verði til bjargar útveginum og fjárhagslegri af- komu þjóðarinnar. — Sumir vildu að horfið jTði að þvi ráði, að greiða verð- uppbót á sjávarafurðir og enn aðrir vildu að krónan vrði ekki lækkuð nema um 10 %, en jafnframt yrði gerður niður- skurður á fjárlögum og því, sem þannig sparaðist, yrði veitt til útvegsins. Þessar uppástungur \drtust eiga lítið fylgi, minnsta kosti meðal þingmanna. Um gengislækkunina voru mjög deild- ar skoðanir, eins og oftast vill verða, þeg- ar hagsmunir einstaklinganna rekast á, en hinu er ekki að svnja, að hún mun hafa haft nokkur jákvæð áhrif fyrir út- veginn, þótt reyndar sé ekki unnt að fullyrða, hve viðtæk þau hafa orðið, eða hve haldgóð þau kunna að verða honum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.