Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1940, Síða 8

Ægir - 01.01.1940, Síða 8
2 Æ Q I R Afkoma útvegsins á árinu varð með nokkrum sveiflum, eins og getið var i uppliafi. Saltfiskvertið togaranna var mjög stutt og með fádæmum rýr, en vetr- arvertíð vélhátaflotans mun yfirleitt jnega telja í meðallagi. Síldarvertiðin var rjT, og mun, þrátt fyrir liækkað verð á síldarafurðum, liafa orðið nokkurt tap á síldveiðiflotanum, einkum togurunum. fsfisksalan seinasta fjórðung ársins liefir aftur á móti orðið togurunum mjög liag- stæð og hefir smábátaútvegurinn notið þar af, þvi að i liaust var megnið af öll- um bátafiski selt i togara. Meðalverð á saltfiski mun verða ydið liærra en siðastl. ár. Síldarafurðir liækk- uðu aftur á móti mjög mikið og svo varð einnig um þorskalýsi, eftir að styrjöldin skall á. Yerðliækkunin á þorskalýsinu kom útveginuin ekki til góða, þvi að hú- ið var að selja það svo að segja allt, þegar styrjöldin liófst. Sæmilegur mark- aður var fyrir ísuð og fryst lirogn, eða mun hetri en árið áður. Noklcru eftir að styrjöldin brauzt út, skipaði ríkisstjórnin nefnd, er skyldi liafa alger umráð yfir hvað levft vrði að flytja út af vörum og fyrir hvaða verð. Hefir nefnd þessi liaft nokkur áhrif í þá átt, að verð á útflutningsvörum hefir liækkað. Meðal annars kom liún því til leiðar, að síldareigendur, er samið liöfðu um sölu á síld áður en stríðið hófst, fengu nokkra hækkun frá hinu umsamda verði. Til hinna hjörtu skila i sögu útvegsins á þessu ári, telst hin mikla aukning, sem orðið liefir á vélbátaflotanum og trvgging er fvrir því, að ný síldarverksmiðja verð- ur reist á Raufarhöfn árið 1940, ásamt talsverðri aukningu á síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði. Enginn veit livað bíður liins ísl. sjávar- útvegs á árinu 1940, þar er allt mjög á huldu sem á öðrum sviðum. Máske get- ur það orðið honum hagfellt, en við hinu gagnstæða má einnig húast. Viðskiptasamning'ar við útlönd. Nýr viðskiptasamningur var gerður við Noreg, og hefir lians verið ýtarlega getið i 3. tbl. Ægis 1939. Með vissum hreyting- um fékkst nokkur rýmkun á innflutn- ingi til Þýzkalands, sem ekki hefir komið að notum vegna striðsins. Þá var gengið frá samningi við Argentínu um sömu tollakjör og Norðmenn hafa þar. — Rétt eftir að striðið skall á var fiskkvótinn við Bretland upphafinn af þeirra liálfu. Eins og kunnugt er liefir verið innflutn- ingstollur á saltfiski til Bretlands. Nokk- uð af þessum tolli, eða 10 %, var endur- greitt útflytjendum, ef fiskurinn var seld- ur verkaður úr landi. I nóvemherlok var saltfisktollurinn i Bretlandi afnuminn. Að öðru leyti, en hér hefir verið greint, voru ailir eldri samningar framlengdir eða framlengdust af sjálfu sér. Veðráttan. Þetta ár hefir verið með eindæmum vegna góðviðra. í janúarmánuði var snjóasamt norðaustanlands, en snjólétt og stillur sunnanlands og vestan. Hiti var aðeins neðan við meðallag i Reykjavík. Stormdagar í Vestmannaejrjum voru 3, en eru annars að meðaltali 10. Mild en óstöðug tið var í fehrúar og marz, viða snjóasamt og lengst af slæmir liagar. Gæftir voru þá yfirleitt slæmar, einkum eftir að kom fram yfir miðjan fehr. I Vestmannaeyjum urðu 10 stormdagar þessa tvo mánuði, en eru 13 að meðaltali. í april var stillt og hlýtt og góðar gæftir. Einn stormdagur í Vestmannaeyjum, en eru 4 að meðaltali. Maimánuður var nokkuð vindasamur sunnanlands og urðu 4 stormdagar í Vestmannaeyjum,

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.