Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1940, Side 16

Ægir - 01.01.1940, Side 16
iö Æ G I R haustið sigldu þeir nieð isfisk. Ársafli 1 132 smál. (1541). Úr Tálkncifirði gengu 6 opnir vélbátar, með samtals 24 menn. Er það 3 bátum fleira en fyrra ár. Afli var ágætur fram- an af vori, en róðrum var hætt í byrjun júní. Ársafli 57 smál. (14). Úr Arnarfirði gengu 2 vélbátar mirini en 12 lestir og 8 opnir vélbátar, með samtals 47 menn. Er þetta 6 trillum færra en fyrra ár. Góðfiski var þar allt vorið og um haustið var og ágætis afli, svo að hæstu hlutir urðu rúmar 700 kr. yfir vertíðina. Hraðfrystiliúsið á Bíldu- dal keypti jafnan mikið af þorski, ýsu og steinbit ásamt kolanum og ber að hafa það í huga, þegar bornar eru sam- an aflatölurnar nú og árið áður. Ársafli 180 smál. (206). Úr Dýrafirði gengu 2 línuveiðagufu- skip og 1 vélbátur stærri en 12 lestir, með samtals 43 menn. Fyrra ár voru línu- veiðagufuskipin gerð út frá Hafnarfirði. Þiljuðum vélbátum, minna en 12 lestir, hefir fækkað um 3. Línuveiðararnir hætta veiðum i lok apríl, en vélbáturinn stundaði handfæraveiðar yfir sumarið. — Eins og undanfarin ár var mikið keypt af fiski frá Suðurlandi og flutt til Þing- eyrar og verkað þar. —- Sunnlenzkur línuveiðari lagði upp úr einni veiðiferð á Þingeyri, og er sá fiskur talinn hér. Ársafli 319 smál. (189). Úr Ömmdarfirði gengu 1 vélbátur stærri en 12 lestir, 4 minni og 10 opnir vélbátar, með samtals 75 menn. Er þetta 1 þiljubát og 4 trillum fleira en fyrra ár. Vetraraflinn var vel i meðallagi og um haustið fiskaðist mjög sæmilega. Urðu liæstu liausthl. 6—700 kr. Mest af haust- aflanum var selt í frystihúsið á Flatevri. Af ársaflanum 1938 voru 410 smál. af karfaveiðatogurum, en þeir lögðu engir þar upp í ár. Ársafli 340 smál. (517). Úr Súgandafirði gengu 1 vélbátur stærri en 12 lestir og 13 minni en 12 lest- ir, með alls 70 menn. Er þetta sama báta- tala og síðastl. ár. Þar varð einna minnst- ur vetrarafli á Vestfjörðum. Um haustið var einnig frekar lítil veiði. Súgfirðingar gátu sama og ekkert selt af liaustafla sínum í togara. Þar urðu hæstir liaust- lilutir rúmar 400 kr. Ársafli 288 smál. (322). Úr Bohingarvík gengu 19 þiljaðir vél- hátar minni en 12 lestir, með samtals 115 menn. Er það 4 bátum færra en árið áður. Þar voru fiskveiðar stundaðar af miklu kappi vetur og vor. Var vetrarafl- inn mjög góður og einnig fiskaðist vel í apríl og framan af mai. Nokkrir utan- plássbátar lögðu afla sinn þar á land og er hann talinn hér með. Um haustið afl- aðist ágætlega og mun langt síðan, að veiði liefir verið jafngóð. Hæstir liaust- hlutir urðu 1 030 kr. Allur haustaflinn var seldur í togara. Ársafli 697 smál. (794). Úr Hnífsdal gengu 1 vélbátur stærri en 12 lestir, 3 minni og 10 opnir vélbátar, með alls 71 mann. Er þetta 4 trillum fleira en fyrra ár, en 1 bát, minni en 12 lestir, færra. Vetrarvertíð var frekar rýr, en dágóður vorafli á minni bátana. Haustvertíðin var aftur á móti góð og urðu liæsstu hlutir um 900 kr. Allur haustaflinn var seldur i togara. — 1 þess- um skýrslum er Arnardalur ávallt talinn með Hnífsdal, en þaðan gengu i vor 7 og 8 opnir vélbátar og nokkrir róðrarbátar og' varð ársafli þeiri'a 42 smál. — Árs- afli 288 smál. (300). Úr ísafjarðarkaupstað gengu alls 28 skip, með samtals 269 menn. Þar af var 1 togari, 15 vélbátar stærri en 12 lestir, 3 minni og 9 opnir vélbátar. Er það 6 bátum, stærri en 12 lestir, fleira en árið áður, en 1 bát minni en 12 lestir, 23

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.