Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 22
16 Æ G I R Tafla II. Síldarverksm. í árslok 1939 og afköst þeirra í málum á sólarhring. 1. Verksm. hf. Sildar- og fiskimjölsverk- smiðja Akraness, Akranesi................ 700 2. — rikisins SRS, Sólbakka.................. 1 300 3. hf. Kveldúlfur, Hesteyri................ 1 300 4. — hf. Djúpavík, Djúpuvik.................. 4 800 5. — ríkisins SR30, Siglufirði .............. 2 600 6. — rikisins SRN, Siglufirði............... 4 800 7. — ríkisins SRP, Siglufirði ............... 1 600 8. — Siglufjarðarkaupst., (Grána) Sigluf. . . 400 9. — — (Rauðka), Siglufirði ................. 1 000 10. — hf. Kveldúlfur, Hjalteyri.............. 7 200 11. — hf. Sildaroliuverksm., Dagverðareyri . 1 100 12. — hf. Ægir, Krossanesi................... 3 000 13. — Sildarverksmiðjufél. á Húsavík......... 400 14. — ríkisins SRR, Raufarhöfn .............. 1 300 15. -— lif. síldarverksm., Seyðisfjarðar ....... 700 16. — hf. Fóðurmjölsverksmiðja Norðfj. Neskaupstað........................... 700 Mál samtals 32 800 Tafla III. Þátttaka í síldveiðinni 1938 og 1939 (herpinótaskip). 1939 1938 C á iS S. 2 £• ci iS a. C3 "H, Tegund skipa Cí H H-Í CS &) H JS H í-s n o Botnvörpuskip 25 677 25 25 672 25 Línugufuskip . 31 599 31 29 547 29 Mótorskip .... 169 2107 128 131 1659 100 225 3383 184 185 2878 154 Meiri liugur var í mönnum i þetta skipti með að gera út á sildveiðar en nokkru sinni áður. Lágu til þess ýmsar ástæður, en fyrst og fremst þær, að vænta mátti liækkandi verðlags á síldar- afurðum. Reyndin varð og sú, að fleiri skip tóku nú þátt i veiðunum en nokkru sinni fyrr. — Sú venja hefir skapazt, að stjórn síldarverksmiðja ríkisins ákveði árlega verð bræðslusíldar og aðrar verk- smiðjur greiði hið ákveðna verð. Stjórn síldarverksmiðjanna samþykkti að greiða kr. 6.70 fyrir málið (135 kg), og er það kr. 2.20 meira en árið áður. Samkv. lögum geta útgerðarmenn valið um að selja Rikisverksmiðjunum sild- ina fyrir hið ákveðna verð, eða fengið útborgað 85 % af hinu ákveðna verði, við afhendingu síldarinnar, og þar með átt eftirkaup um endanlega afkomu síld- ariðnaðarins á árinu. Og varð reyndin sú, að 89 % ag skipum þeim, sem lögðu upp hjá ríkisverksmiðjunum, seldu fyrir hið ákveðna verð. Þátttakan í síldveiðunum var, eins og áður er getið, meiri en nokkru sinni fyrr, og stunduðu alls 225 skip veiðar með herpinót, og er það 40 skipum fleira en árið áður, en 14 skipum fleira en árið 1937, en þá var þátttakan rneiri en nokkru sinni áður. Alls voru notaðar 184 herpinætur að þessu sinni, og er það 30 herpinótum fleira en síðastl. ár, en 17 lierpinótum fleira en 1937. Veiðarnar stunduðu alls 3.383 menn, og' er það 210 mönnum fleira en 1937. Sjá nánar töflu III. Nokkur skip byrjuðu veiðar seinast í maí, en annars lögðu flest mótorskipin og línuveiðararnir af stað til veiða i byrjun júní, en togararnir ekki fyrr en í júnilok. Fvrsta herpinótasíldin fékkst við Langanes 25. maí. í júnímánuði brást sildveiðin algerlega. Um mánaðamótin júní og júli var vart við dálitla síld inni í Skagafirði. Síld þessi var óvenju feit, og þótti ýmsum það ekki spá góðu um veið- ina um sumarið. Enginn afli fekkst að ráði fyrr en að kvöldi hins 7. júlí, en þá fengu nokkur skip síld á Haganesvík. Talsverður afli fékkst næstu daga á ut- anverðum Skagafirði og á Grímseyjar- sundi, en þann 15. júlí gerði norðan golu og súld og tók þá alveg fjTÍr veiðina á þessum slóðum um langan tima. Hinn 7. júlí liófst og mikil veiði á Þistilfirði og þrátt fvrir óhagstætt veður, hélst veið-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.