Ægir - 01.01.1940, Síða 24
18
Æ G I R
Jiöndum um að stofna til síldarleitar með
flugvél. Var flugvélin TF. Örn leigð til
sildarleitarinnar, en flugmaður liennar
var Örn Jolinson og vélainaður Brandur
Tómasson. Stjórn sildarleitarinnar var
falin sérstakri nefnd, er skipuð var
Sveini Benediktssyni, Ricliard Thors og
Sigurði Kristjánssyni, og liafði Sveinn
Benediktsson aðalstjórnina á hendi.
Leitinni var lialdið upjii frá 20. júni til
ágústloka með flugvélinni TF. Örn, en
frá 1.—11. sept með landflugvél TF. Sux.
— Kostnaðinn við síldarleitina báru eft-
irtaldir aðilar, liver að Rikissjóður,
síldarverksmiðjur ríkisins, Síldarútvegs-
nefnd og síldarverlcsmiðjur einstakra
manna og félaga.
Almennt er það álit síldveiðimanna,
að mjög milíið gagn liafi orðið að síldar-
leit flugvélarinnar í sumar og sjálfsagt
sé að lialda leitinni áfram i framtið-
inni.
Bræðslusíldaraflinn á öllu landinu
varð alls 1 169 830 lil. og er það 360 586
lil. minna en síðastliðið ár, en rúmlega
1 milljón hl. minna en árið 1937. Þegar
á þetta er litið og livað skipunum fjölg-
aði, er þátt tóku í veiðinni, verður auð-
sýnt, að sumarið verður talið með Jiin-
um veiðitregustu síldarsumrum.
Útflutningsverðmæti framleiddra
bræðslusíldarafurða á öllu landinu
nemur þetta ár um 14 600 þús. kr og er
það um 5 400 þús. kr. meira en næsta
ár á undan.
Fyrst á árinu var mjög lítil eftirspurn
eftir síldarlýsi. 1 byrjun ársins var verð
á síldarlýsi 11-0-0 £ pr. smál. cif., en
fór hækkandi. Nokkrar verksmiðjur
seldu i marzmánuði síldarlýsi fyrirfram,
fvrir 13-10-0 £. Síðast í apríl komst verð
á síldarlýsi upp í 14-10-0 £ pr. smál. cif.
og liélst það i 13-10-0 til 14-10-0 £ þar til
stríðið skall á. Þá varð mjög ör verð-
liækkun, og eftir það var fatalýsi selt
fyrir 60—73 aura norska pr. kg fob. 1
byrjun desember var tanldýsi selt á 60
aura norska pr. kg fob. Af síldarlýsi mun
alls hafa verið seldar 13 þús. smál. fyrir-
fram, fyrir 13-10-0 og 14-10-0 £ pr. smál.
cif.
Eftirspurn eftir síldarmjöli óx mjög í
byrjun ársins, eða strax eftir að Norð-
menn liöfðu selt síldarmjöl sitt fyrirfram
til Þýzkalands. Frá ársbyrjun og fram í
maí var verðið óbreytt, eða í 10-15-0 £
pr. smál. cif. 1 júnímánuði var selt síld-
armjöl til Þýzkalands fyrir 11-2-6 £.
Þegar stríðið skall á fór verð á sildar-
mjöli einnig mjög hækkandi og er kom-
ið var fram i desember voru eftirstöðv-
arnar af síldarmjölinu seldar á 280 kr.
norskar pr. smál. f. o. b.
Eins og tafla II ber með sér, eru síld-
arverksmiðjurnar allar þær sömu og
árið áður og hafa afköst þeirra i engu
ljrevtzt. Þess ber þó að geta, að síldar-
verlísmiðjan á Hesteyri var ekki rekin
að þessu sinni, og mun það fyrst og
fremst liafa átt rætur sínar að rekja til
þess, að síldin stóð jafnan mjög austar-
lega og svo liins, að Hj alteyrarverk-
smiðjan gat tekið við sild viðstöðulaust
allt sumarið. Svo jná heita, að Sólbakka-
verksmiðjan væri sama og ekkert starf-
rækt á þessu sumri, vegna þess að sára-
lítið veiddist af sild á vestari hluta veiði-
svæðisins.
Hjá ríkisverksmiðjunum lögðu alls
upp til bræðslu: 1 togari, 18 linuveiða-
gufuskip, 73 mótorbátar, 24 „tvílemb-
ingar“, 2 „þrílembingar“ og 1 færeyskt
skip. Alls varð bræðslusíldin úr þessum
119 herpinótum 333 þús. mál, og feng-
ust úr þeim um 7000 smál. síldarlýsi og
um 7 500 smál. síldarmjöl. Lætur því
nærri að fengizt hafi að meðaltali úr
liverju síldarmáli 21 kg lýsi og 22.5 kg