Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1940, Page 31

Ægir - 01.01.1940, Page 31
Æ G I R 25 tn. og er það 36 924 tn minna en 1938. Veiði þeirra í ár skiptist þannig, eftir þvi hvernig síldin er verkuð: • Algeng söltun ....... 88 233 Matjes söltun ........ 37 557 Krydd söltun ......... 23 474 Öðru visi verkað .. 559 Auk saltsíldaraflans veiddu Norðmenn nokkuð af síld til hræðslu, eða alls 60 þús. mál, sem síldarverksmiðjan i Krossanesi keypti til vinnslu. Er það 14 þús. málum minna en síðastl. ár. Verð- mæti þeirrar síldar, sem Norðmenn veiddu við Island, er alls talið nema 4.3 milljónum kr., og er það 1.7 millj. kr. meira en fyrra ár. Talið er að útkoman á síldarútgerð Norðmanna við Island í ár, hafi verið frekar góð, eða mun betri en búizt var við. Gróði útgerðarmanna, er þátt tóku i veiðunum, mun þó ekki hafa orðið mikill, en nokkuð jafn, eink- um hjá þeim, er seldu síldina snemma, annað hvort til útflutnings eða spekú- lanta. Það sem saltað var af venjulegri saltsíld seldist allfljótt til Svíþjóðar. Eins og tafla VI her með sér tóku sömu þjóðir þátt í sildveiðunum og síð- astl. ár og voru alls með 198 skip, og er það 22 skipum fleira en 1938. Ufsa- og karfaveiðar. Ivarfaveiðar stunduðu nú aðeins 3 tog- arar og' einn þeirra, „Reykjaborg“, að- eins stuttan tíma, eða 75 daga. „Revkja- horg“ veiddi um 920 smál. af karfa og þar af voru 575 smál. brætt um borð, en hitt var lagt upp í verksmiðjuna á Pat- reksfirði. Auk karfans fékk „Reykja- ])org“ 43 smál. af þorski i salt. Patreks- fjarðartogararnir stunduðu báðir karfa- veiðar allt sumarið og veiddu samtals 3 707 smál. af karfa, en auk þess 367 smál. af þorski í salt. Lifrarfengur Pat- reksfjarðartogaranna, meðan þeir voru á karfaveiðum, varð samtals 688 föt. Samanlagður úthaldstími þessara 3 tog- ara á karfaveiðum varð 309 dagar. En síðastl. ár var samanlagður úthaldstími á karfaveiðum 441 dagur. Meðalveiði á hvern úthaldsdag hefir farið minnkandi með hverju ári og varð að þessu sinni aðeins 15 smál., og er það 4 smál. minna en fyrra ár, en 12 smál. minna en fyrsta árið sem karfaveiðarnar voru stundaðar. Ufsaveiðar stunduðu 14 togarar á ár- inu í alls 549 daga, og er það 3 togurum fleira en síðastl. ár. Úthaldstími á ufsa- veiðum varð nú 90 dögum lengur en 1938. Sá togari er lengst stundaði ufsa- veiðar var við veiðar í 127 daga, og veiddi 647 smál. af ufsa til herzlu, 34 smál. af ufsa til flökunar, 60 smál. af ufsa í salt, 645 smál. af þorski til herzlu og 107 smál. af þorski í salt. Lifrarfeng- ur togarans þennan tíma varð 694 föt. — Harðfiskverkun var aðallega í Hafnar- firði og Reykjavik, eins síðastl. ár. Alls var veitt af þorski í herzlu 1 196 smál. og er það 913 smál. meira en 1938. Af ufsa til herzlu var veitt 3 421 smál., sem er 285 smál. meira en síðastl. ár. Til herzlu á árinu liafa því alls farið af ufsa og þorski 4 617 smál. Að þessu sinni hefir ekki verið flakað af ufsa nema 342 smál., og er það 280 smál. minna en fvrra ár. — Lifrarfengur ufsatogaranna varð aHs 4 317 föt. Af harðfiski liefir verið flutt út á ár- inu 650 smál. fyrir 483 þús. kr. Er það 184 smál. meira að magni og 200 þús. kr. meira að verðmæti en síðastl. ár. Útflulningsverðmæti saltaðra ufsaflaka er 22 þús. kr. meira en 1938, og er út- flutningsmagnið nú um 8 smál. meira en þá.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.