Ægir - 01.01.1940, Síða 32
26
Æ G I R
Tafla VIII. Skýrsla um saltfiskútflutninginn 1938 og 1939,
eftir innflutningslöndum.
1939 1938
Innflutningslönd: Verkað kg Óverkað kg Verkað kg Óverkað kg
Spánn 15 000 » » »
Portugal 9 226 860 1 757 000 » 3 250 000
Frakkland » » 2 500 000 »
ítalía 4 416 600 6 288 200 4 415 300 8 602 450
Bretland 290 408 6 234 944 8 023 663 9 910 160
Danmörk 252 974 1 571 350 214 950 1 544 350
Noregur 115 850 » 99 215 200
Brazilía 2 851 715 » 2 527 901 »
Argentina 893 185 » 1 001 220 »
Uruguay 114 800 » 68 265 »
Cuba 1 006 750 » 1 324 260 »
Grikkland » 2 950 000 » »
Bandarikin 9 000 10 393 » 116 100
Önnur lönd 11 650 448 450 5 720 279 280
Samtals 19 204 792 19 260 337 20 180 494 23 702 540
Saltfisksalan.
Eins og undanfarin ár hefir sala á salt-
fiski svo að segja eingöngu verið i hönd-
um Sölusambands isl. fiskframleiðenda.
Einstaka menn hafa aðeins selt nokkra
smáslatta.
Fyrstu mánuði ársins, eðá fram undir
vorið, var nokkurnvegin eðlileg eftir-
spurn eftir blautfiski, en úr því mátti
lieita dauður tími, þar til stríðið skall á.
Þá varð snögglega allmikil eftirspurn, en
dofnaði þó fljótlega aftur og hélzt svo
fram að áramótum.
Verð á saltfiski var mjög lágt framan
af ári, en i sama mund og gengislækk-
unin var gerð, hækkaði það nokkuð i isl.
krónum, en þó ekki í sama hlutfalli og'
krónan lækkaði, því að einmitt í sama
svip lækkaði verðið í markaðslöndunum.
Alll fram að stríðsbyrjun má telja að
fiskframleiðendur hafi fengið svipað verð
og árið áður. Síðasta fjórðung ársins
hækkaði verðið nokkuð, svo meðal-út-
horgunarverð lil fiskframleiðenda verð-
ur hærra en síðastl. ár. Enn þá er ekki
vitað með vissu, hve miklu haskkunin
nemur.
Til Italíu fóru á árinu 10 705 smál., og
er það 2 312 smál. minna en 1938. Þess
ber að geta, að seinast á árinu voru auk
þess seldir tveir farmar til ítalíu, en
vegna flutningaerfiðleika komust þeir
ekki út fvrir áramót. Þess vegna má telja
að salan til Italíu hafi orðið meiri nú en
f>æra ár. Af þeim fiski, er fór til Ítalíu,
var einn farmur, eða 1 700 smál., seldur
gegnum danskan „clearing“, og var 20 %
af andvirði þess fisks látið fara upp í
greiðslu á innifrosnu fé Dana hér á landi.
- Salan til ítalíu var i nákvæmlega sama
formi og áður, og fram að striðsbyrjun
var verðið svipað og fyrra ár. Eftir
stríðið hækkaði fiskur til Italíu, en vörur
þar hækkuðu jafnframt að sama skapi.
En eins og kunnugt er, þá er verzlun Isl.
við Italíu að mestu fastbundin \ið vöru-
skipti.
Arið 1938 seldu Isl. aðeins 3 250 smál.
til Portúgal. Átti það rætur að rekja til