Ægir - 01.01.1940, Qupperneq 34
28
Æ G I R
menn eiga að taka vörur fyrir fiskinn
og auk þess að kaupa umfram fyrir 20 %
af því er andvirði fisksins nemur. Fyrir
nokkru siðan liefir Sölusamlagið samið
um sölu á 3 000—3 500 smál. af fiski til
Spánar. Allt hefir verið i nokkurri óvissu
um, hvort úr þessum kaupum gæti orðið,
vegna yfirfærslu-örðugleika Spánverja.
En samkvæmt síðustu fregnum má búast
við, að þau geti telcist.
Eftir að striðið liófst var miklum örð-
ugleikum háð að fá skip til flutninga,
en úr þvi rættist þó svo, að ekki kom
verulega að sök. Frá 1. sept. hækkuðu
farmgjöld jafnt og þétt, þar til 4. des.,
að Englendingar settu siglingabann á
Þýzkaland, en við þá aðgerð eina hækk-
uðu farmgjöld um 50 %. Sú farmgjalda-
hæjkkun, er kom fram á þeim fiski, er
seldur var fyrir stríð, var borguð af kaup-
endunum og svo vitanlega stríðstrygg-
ingin.
Þótt sumarið væri eindæma hliðviðra-
samt, var það þó eitt af óhagstæðustu
sumrum fyrir fiskþurrk. Svo mátti heita,
að ekki væri góður fiskþurrkur nema í
júlí. Af því leiddi, að mikið varð að
þurrka af fislci í húsum inni. Talsverðar
skemmdir komu fram í fiski, bæði sól-
suða og rauða, og það á þeim stöðum,
sem ekki hefir orðið vart við skemmdir
áður.
Verð á meðalalýsi var 60 aura pr. kg
frá ársbyrjun og fram til mánaðamóta
marz—april, en þá hækkaði það i 73 aura
pr. kg og hélzt í því verði það sem eftir
var vertíðar. Hækkunin orsakaðist aðal-
lega af lækkun krónunnar. Sumarlýsið
var allt selt á 60 aura. — Bætiefnaríkt
ufsalýsi frá vetrarvertíðinni var selt á
85—90 aura pr. kg. — Eftirspurn eftir
lýsi var mjög lítil fyrri hluta árs, en
glæddist í júní. Eftir að striðið skall á
liækkaði þorskalýsi mjög í verði, en það
kom útveginum ekki að notum, því að
búið var að selja svo að segja allt lýsi
fyrir þann tíma, og framleiðsla á þorska-
]ýsi seinasta fjórðung ársins er ekki telj-
andi.
Alls var flutt út af saltfiski i ýmiskonar
ástandi og þorsk- og ufsalýsi fyrir 22 826
þús. kr., og er það tæpur þriðjungur af
heildarútflutningsverðmæti þjóðarinnar
árið 1939.
Hvernig saltfisksalan muni verða á ár-
inu 1940 er með öllu óráðið. Norðmenn
eiga nú meiri saltfiskbirgðir en nokkru
sinni áður, eða 41 þús. smál. Sumt af
þessum fiski liggur undir skemmdum.
Norska stjórnin hefir áveðið að hafa um-
ráðarétt yfir fiskinum, með það fyrir
augum að reyna að koma honum út.
Englendingar munu engan saltfisk fram-
leiða á árinu og Frakkar sennilega ekki
heldur. En það sem mestu máli skiptir,
er, hvort Spánverjar geta á ný byrjað að
kaupa fisk i jafnríkum mæli og áður.
Úr þvi verður tíminn að skera, eins og
flestu öðru.
Togaraveiðar.
Togararnir byrjuðu lítið eitt fyrr
veiðar að þessu sinni en siðastl. ár.
Fyrsti togarinn hóf saltfiskveiðar 1.
febr. og kom inn að 11 dögum liðnum
með 144 föt lifrar. Fyrir miðjan febr.
höfðu 4 togarar Ijyrj að saltfiskveiðar og
seinna í mánuðinum bættust 3 við í
hópinn. Annars hófu togararnir almennt
ekki veiðar fyrr en seinast i marz og
þann 6. apríl voru allir komnir á stað,
sem þorskfiskveiðar stunduðu.
Vertíðarafli togaranna var mjög rýr,
og mátti svo heita, að ördeyða væri hvar
sem leitað var. Lá nærri að togararnir
hættu veiðum um það leyti, sem ver-
tíðin liefir jafnan staðið sem hæst und-