Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1940, Page 40

Ægir - 01.01.1940, Page 40
34 Æ G I R smál., og er það miklu meira en áður. Annars var hvalkjötið eingöngu selt til Noregs og var mun lægra verð á þvi en árið áður. Alls var flutt út hvalkjöt fvrir 113 þús. kr. Verðmæti útfluttrar hvalolíu nam 464 þús. kr. og hvalmjöls 97 þús. kr. Á árinu 1939 hafa því alls verið flutt- . ar út hvalafurðir fyrir 674 þús. kr., og er það 253 þús. kr. meira en f>Tra ár. Niðursuða sjávarafurða. Niðursuðuverksmiðj a sölusamhands ísl. fiskframleiðenda starfaði allt árið og unnu að jafnaði í verksmiðjunni 20 —25 manns og voru þar af 5 karlmenn. Nokkuð fjölgaði þeim tegundum, sem verksmiðjan framleiddi og eru þær nú 40 talsins og þar af 5 tegundir af græn- meti. Verksmiðjan framleiðir tvær teg- undir, sem ekki er vitað að framleiddar séu annarsstaðar, en það er niðursoðin murta og karfi í hlaupi (Corned Fish). Á árinu var reist viðbótarbygging við verksmiðjuna. Er það reykhús með 11 ofnum. I liúsi þessu er hægt að reykja um 100 tn. á sólarhring. Þá lét Sölu- sambandið koma upp lítilli niðursuðu- verksmiðju í Vestmannaeyjum, aðallega með ])að fvrir augum að sjóða þar niður humar. Um miðjan maí lét Sölusambandið og Fiskimálanefnd í sameiningu gera til- raunir með að veiða humar. Eftir að éinn bátur hafði verið við þessa til- raunaveiði í 15 daga, tók Sölusambandið bátinn á leigu i mánaðartíma og lét hann stunda humarveiðar. Reyndist veiði A'firleitt góð, einkum i nánd við Vestmannaeyjar og suðvestur af Sel- vogsvík, en þar veiddust 20—44 körfur í liali. Humarinn var allur lagður á land í Reykjavik. Verði að þvi horfið i fram- tíðinni að stunda þessar veiðar eitthvað að ráði verður ekki lijá þvi komizt að hafa litla niðursuðuverksmiðju í Vest- mannaeyjum, því að til Reykjavikur er alltof langt að fara með aflann, sem marka má af því, að þennan mánuð, sem báturinn var við veiðar, fóru % hlutar tímans í ferðir fram og aftur. Sala á framleiðsluvörum verksmiðj- unnar hefir verið mikil á innanlands- markaði, eða öllu meiri en menn bjugg- ust almennt við i upphafi. Nokkrar söl- ur hafa verið gerðar við útlönd og sum- ar allstórar á okkar mælikvarða. Vörur þær, sem reyndar hafa verið á erlend- um markaði liafa allar likað vel. Rúist er við að takast muni að vinna vörum þessum fastan markað i Ameríku og hafa þegar verið gerðir samningar um sölu á allverulegu magni þangað. Það sem Ameríkumenn munu einkum kaupa er síld margvislega tilreidd, sjólax og fiskbollur. Rækjuverksmiðjan á Isafirði starfaði aðeins nokkurn hluta ársins og var framleiðsla liennar aðeins 600 kassar, cn þá er ekki talið með, sem soðið var niður i desember. Rækjuverksmiðjan á Bildudal starfaði allt árið og framleiddi alls 2 800 kassa. Fvrir verksmiðjuna veiddu 2 bátar í jan. og febr. en 4 hátar hinn tíma ársins. Minnst var veiðin i jan. og voru þá soðnir niður aðeins 45 kassar (100 dósir pr. kassa), en mest var soðið niður i marz og april, 400 kassa hvorn mánuð. Oll sú rækja, er soðin var niður í des., var veidd í Hesteyrarfirði og i nánd við tsafjörð, eða á hinum gömlu miðum, ])ar sem veiðin livrjaði upphaflega. Var þarna sæmilegur afli í þessum mánuði. Rækjuverksmiðjan á Bildudal kev]iti alls rækjur á árinu fvrir 40 þús. kr. og greiddi i vinnulaun 47 þús. kr. Af rækju- mjöli voru framleiddar 30 smál. á árinu.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.