Ægir - 01.01.1940, Blaðsíða 45
Æ G I R
39
mjög mikil vinna i undirbúning að á-
framhaldi verksins. Kostnaður alls um
111 þús. kr.
Grímsey. Unnið var að lengingu báta-
brj7ggjunnar í Sandvik. Var hún lengd
um 15 m, 6 m breið og nær nú fram á
1.3 m dýpi um stærstu fjöru. Kostnaður
við lenginguna varð um 15 þús. kr.
Kópcisker. Fram í Kópaskerið var
lagður 35 m langur og 6 m breiður
garður undir veg fram i skerið. Er þetta
gert í sambandi við fvrirhugaða bryggju.
Kostnaður um 6 700 kr.
Þórshöfn. Lokið var við þau hafnar-
mannvirki, sem þar voru i smíðum og
bjnjað var á sumarið 1937, en það er
öldubrjótur og bryggja. Kostnaður við
allt verkið varð 102 þús. kr.
Vestmannaeyjar. Þar var unnið að
dýpkun hafnarinnar með dýpkunarskip-
inu „Vestmannaey".
Þorlákshöfn. Bátabryggjan í Norður-
vör var breikkuð um 4 m á 40 m löngu
svæði, en í Suðurvör var steyptur um
20 m langur skjólveggur sunnan við
bryggjuna, sem þar var gerð 1938. Kostn-
aður við þessi mannvirki varð 7 841 kr.
Grindamk. í Járngerðarstaðahverfi i
Grindavík liafa verið gerðar allmiklar
lendingabætur í sumar. Steypt var ný
bryggja innanvert meðfram öldubrjótn-
um, og er hún 41 m á lengd og 6 m á
breidd. Bryggj a þessi er einkum ætluð
til löndunar afla, þegar lágt er í sjó. Frá
bryggjunni var steypt akbraut upp fjör-
una 83 m löng. Þá var og unnið að því
að gera bátgenga leið inn Hópið i Grinda-
vík. Kostnaður alls um 20 þús. kr.
Gerðar í Garði. Öldubrjófurinn þar
var framlengdur um 26 m og er nú sam-
tals orðinn 145 m. Kostnaðurinn við
lenginguna í ár varð 13 500 kr.
Reykjavík. Þar voru gerðar margvís-
legar umbætur á höfninni. Lokið var
við Ægisgarðinn og byggð skipabryggja
við hann. Þá var fyllt upp í kimann
fram af Verkamannaskýlinu og við
Steinbryggjuna.
Vitabyggingar.
Knararósvitinn var fullgerðar á ár-
inu og tekinn til starfa. Heildarkostn-
aður hans varð 69 488 kr.
fírimnesvitinn við Seyðisfjörð var
endurbyggður 1938. Árið 1939 var ljós-
ker gamla vitans fært yfir á hina nýju
ibyggingu og vitinn tekinn til afnota.
Kostnaður við endurbygginguna varð
alls 5 839 kr.
Hafnarnesvitinn við Fáskrúðsfjörð var
einnig endurbyggður árið 1938, þ. e. vita-
húsið var steypt upp og gengið frá þvi
að öllu leyti. Gamla Ijóskerið frá Hvann-
evjarvitanum var síðan í sumar sett
upp á hið nýja vitahús og ný ljóstæki
einnig tekin þar til afnota. Þessi viti og
Brimnesvitinn voru áður olíuljósvitar,
en nú hafa verið tekin upp gasljóstæki
í þá báða. Kostnaður við endurbvggingu
Hafnarnesvitans varð alls 6 588 kr.
Miðfjarðarskersvitinn var byggður að
fullu i ár. Hann stendur á innanverðu
Miðfjarðarskeri og á að lýsa innsigling-
una til Borgarness frá mynni fjarðarins
og inn fvrir Borgareyjar. Byggingar-
kostnaður vitans varð samtals 33 234 kr.
Þridrangavitinn við Vestmannaeyjar
var einnig byggður að nokkru leyti 1939.
Lokið var við bvggingu vitahússins og
tæki keypt, nema ljósakrónan, sem er
væntanleg nú á hverri stundu. Þegar
bún er komin verða ljósatækin sett upp
og tekin til afnota.
Landhelgisgæzlan.
Varðskipið „Ægir“ var við gæzlu allt
árið og varðbáturinn „Óðinn“. Eins og