Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1944, Blaðsíða 9

Ægir - 01.11.1944, Blaðsíða 9
Æ G I R 223 Hús I>orsteins Egilssonar á Hamarskotsmöl i Hafnarfirði, þar sem Wards-útgerdin hafði bœkislðð sínu. valdið taprekstri á „Utopia“, ef eigi hefði annað komið til greina. Pike Ward fékkst eigi framar við togaraútgerð hér, en hins vegar hélt hann áfram við fiskverkunina. Eins og fyrr er getið, var haft allhátt um ísafoldarfélagið, og gerðu ýmsir sér því miklar vonir í sambandi við það. Snemma árs kom hingað tii lands norskur maður, senx Mundahl hét og var búsettur í Englandi. árar ætlað, að hann stæði að einhverju leyti á bak við ísafoldarfélagið. Mundahl var verkfræðingur að menntun, og var erindi hans hingað að sjá út stað, þar sem heppi- legast yrði fvrir félagið að hafa bækistöð fvrir skip sín. Mun honum í fvrstu hafa lit- izl allar aðstæður beztar inni við Klepp. Flugu fregnir um það, að þar yrði reist nið- ursuðuverksmiðja, áburðarverksmiðja, með nýtingu á fiskúrgangi fyrir augum, og loks yrði komið þar upp stórhýsi með marghátt- uðum útbúnaði til viðgerðar á gufuskipum. Það fylgdi jafnframt þessari sögu, að félag- ið hefði á reiðum höndum margar milljónir Lil að hrinda í framkvæmd þessum áform- um. Hvað satt kann að liafa verið um ráða- gerðir félagsins á framkvæmdum inni við Klepp veit ég ekki, en hitt er víst, að höfuð- stóll þess var almennt ekki talinn nema 600 þús. kr„ eins og fyrr er getið. Síðla maímán- aðar kom floti ísafoldarfélagsins hingað til lands. Voru það sex togarar og tvö flutn- ingaskip. Togararnir hétu: Akranes, Brim- nes, Fiskines, Engines, Haganes og Kópanes. Voru þeir allir stórir og sumir alveg nýir. Félagið hafði ekki bækistöð í Reykjavík að öðru leyti en því, að þar var heimilisfang hess og það lét taka ís um haustið í Vatna- görðum, og þar lét það bvggja stórt íshús. Fiskverkunarstöðvar félagsins voru á Akra-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.