Ægir - 01.11.1944, Blaðsíða 19
Æ G I R
233
og fram á dag daginn eftir. Snerist þá til
norðurs aftur, og héldu skipverjar sig sjá
efstu hnúkana á Revkjanesi, er þeir sigldu
suður eftir suðaustan rokið. Gekk í þessu
baksi dag eftir dag, því að viðburður var,
ef hann stóð af sömu átt í heilan sólarhring.
Ekki urðu þeir varið við Færeyjar á leið-
inni suður. Þegar þeir höfðu verið að velkj-
ast 17 sólarhringa, taldi Steinþór stvrimaður
sig sjá land, en hann var þá á vakt. Fór hann
niður til skipstjóra og sagði honum tíðind-
in. Vildi skipstjóri á alla lund eyða því og
fór að segja ýmsar sögur af því, hvað mönn-
um missýndist oft í þessum efnum. „Ég man
eftir því,“ sagði skipstjóri, „að einu sinni
kom maður niður til mín og sagðist sjá
til lands. Ég átti nú bágt með að trúa því,
en lét þó til leiðast að fara upp og sjá þetta
land mannsins. En hvað heldurðu að það
hafi verið? Bara ský.“ Steinþór vildi nú ekki
fallast á, að því væri svo farið með landið,
sem hann sæi. Hætti hann ekki fyrr, en hann
hafði nuddað skipstjóra upp. Sá hann jafn-
skjótt og upp var komið, að hér var ekki um
neina missýningu að ræða og mundi það
vera Skotlandsstrendur, sem þeir sæju. —
Eftir 23 sólarhringa ferð komu þeir á Páhna
upp undir Líðandisnes í Noregi. Hafnsögu-
maður kom til móts við þá og bauðst til að
fylgja þeim til Kristjánssands. Vildi hann fá
35 kr. fyrir fylgdina, en slíkt þótti ekki við-
hlítandi. Eftir nokkurt þjark var svo komið,
uð Norðmaðurinn hafði lækkað sig um fimrn
kr. En skipstjóra þótti enn of borgað og
hafnaði því leiðsögu Norðmannsins. Var það
um hádegisbil, að þeir skildu. Pálma var nú
snúið til hafs á ný og segl öll höfð einrif-
uð. Veðurhæðin jókst, eftir því sem fjær
dró landi, og undir kvöld var komið gufu-
i'ok. Reynt var að breyta um stefnu, en það
endaði með kúfvendingu. Segl voru enn
niinnkuð og aðeins haft uppi stubbur af
stagsegli og stórsegli og stóð svo í sjö sólar-
hringa, og voru þeir þá komnir niður undir
England.
Er þeir lögðu að heiman, höfðu þeir með
s<ír kvartel af lýsi, er geymt var frammi i
hikar. Nú var gripið til kvartelsins og lýs-
inu hellt í slrigadruslur, er síðan voru
hengdar á kinnunginn á skipinu með það
fyrir augum að draga úr áhrifum stærstu
sjóanna. Á hádegi daginn eftir að skilið var
við norska hafnsögumanninn fékk Páhni á
sig þrjú brot. Við fyrsta sjóinn brotnaði
„rúff-ið“ allt bakborðsmegin. Annar sjórinn
tók burtu björgunarbátinn, er festur var
niður á lestarlúguna. Sá aðeins í hvít sárin
á kengjunum, sem skrúfaðir voru i dekks-
bitana, en í þá hafði böndum bátsins verið
fest. Þegar þriðja sjóinn bar að, voru þeir
Guðmundur og Steinþór staddir við for-
mastrið, en Konráð hafði brugðið sér niður
í lúkar til þess að ná í lýsi til að hella i
strigadruslurnar. Sá Steinþór sjóinn svo
snemma, að hann fékk bjargað sér niður i
lúkar og læst honum, en Guðmundur tók
það til bragðs að leggjast endilangur við
„klydsholtið“ og halda sér þar sem hann
mátti. Eigi veit hann, hversu lengi hann lá
þar, en telur vist, að hann hafi misst með-
vitundina um stund. Þegar skipið fór að
rétta sig, kom í ljós, að sjórinn hafði tekið
burtu lunninguna alla og styttur með, fram-
an frá akkerisspöðum og aftur að reiða.
Vængjahurðirnar á káetukappanum höfðu
einnig farið, káetuhurðin opnast og sjór
gengið þar inn. Eftir þetta lægði sjóinn, og
fengu þeir ekkert brot á sig upp frá því.
Pálmamenn höfðu nú nógu að sinna í bili.
Bvrjað var á þvi að ausa káetuna, en síðan
var allt flutt úr rúffinu niður í lúkar. Við
lunninguna gerðu þeir á þá leið, að þeir tóku
toppseglsrána, sem bundin hafði verið við
dekkið, lögðu hana frá saxi og aftur fyrir
reiða og negldu og bundu fasta, en boruðu
göt fyrir reiðatogum. Kalfattað var í styttu-
sárin á dekkinu með kaðli, sem þeir tættu
sundur. Síðan tóku þeir gamalt stórsegl,
skáru það niður og negldu af ránni og svo
langt niður á skipsskrokkinn sem þeir náðu.
Var svo frá þessu gengið, að það dugði það
sem eftir var leiðarinnar.
Eftir þetta áfall drifu þeir enn í sjö sólar-
hringa. Var nú útivistin orðin svo löng, að
eigi þótti annað ráðlegt en skammta vatn,
og svo var á olíubirgðirnar gengið, að hætt