Ægir - 01.11.1944, Blaðsíða 37
Æ G 1 R
251
Minnisstæður dagur.
Eftir
Guámund Pétursson.
Að kvöldi dags eins seinni hluta janúár
niátti lita 12 smálesta fiskibát, er hrakti
fyrir sjó og vindi að mestu levti stjórnlaust.
Stormur stóð af haí'i jneð frosti og kafalds-
fjúki, svo að þar sem sjórinn náði ekki til
nð leika um, var allt þakið þvkku klakalagi,
•>g seglin stóðu stíf af frosti.
Vélin, hjarta hvers fljótandi farkosts, var
hadt að slá. í staðinn fyrir hin öruggu, takt-
föstu slög hennar heyrðist ömurlegur hvin-
ur í storminum,* og í gegnum stormgnýinn
skar sig þungur niður, er toppár hinnar
risavöxnu úthafsöldu hrotnuðu. A stýris-
húsi bátsins logaði bál, er kynt var i þeim
tilgangi að vekja eftirtekt á honum.
Um miðnætti fóll það í minn hlut að
standa á verði ásamt hinum hásetanum. —
Vélamaðurinn hafði veikzt við áreynsluna
að koma vélinni í gang og lá nú með sótt-
hita í koju sinni. Skipstjórinn hafði orðið
fvrir því óhappi að hrapa af stýrishúsinu
uiður á þilfar, er hann var að lífga bálið,
°g meiddist allmikið. Lá hann nú í koju
sinni og reyndi að halda uppi kjarkinum
hjá okkur með fyndni og kjarnyrtum sjó-
inannabröndurum.
Við daufan, flöktandi bjarma frá bálinu
staulaðist ég aftur í stýrishúsið, en þar var
fyrir Geir, en við töldumst hásetar. Áhöfnin
var aðeins fjórir menn. Þegar upp í kuldann
kom, fór sulturinn og þorstinn að gera vart
við sig, en það óhapp hafði skeð, að vatns-
kúturinn hafði sprungið af frosti, og sein-
ustu matarhitarnir höfðu verið borðaðir, er
draetti linunnar var lokið.
Við Geir reyndum að svala þorsta okkar
ineð því að skafa hálfsaltan snjóinn af sigl-
unni, en það jók hann fremur en dró úr
honum.
Fram undan lá nóttin, dimm og dularfull,
(>g óðum nálguðumst við svæði, er þakið
var grynningum og launboðum.
Við Geir höfðum verið litlir vinir, en nú
voru allar gamlar sakir gleymdar, og nú
Irúðum við hvor öðrum fyrir leyndustu
hugsunum okkar. Sú hugsun læddist að okk-
ur og fylgdi henni nístandi helkuldi, að við
ættum aldrei framar að líta okkar kæru
sveit, er hafði fóstrað okkur til þessa dágs
og þar sem bernskuspor okkar að leikjum
og starfi lágu.
Hugurinn staðnæmdist við síðasta gamla-
árskvöld. — Eg var staddur í hinu litla en
vel skrýdda samkomuhúsi sveitarinnar, þar
sem fallega Ijóshærða unnusta mín stóð við
hlið mér, og einmitt þegar gamla árið var
að kveðja og hið nýja að ríða i hlað, hétum
við hvort öðru að verða samferða lífið út.
Ur bláu augunum hennar las ég ást og ham-
ingju, það, sem ég þráði mest og var mér
kærast. Lífsbraut okkar hafði virzt svo bein
og björt. Gleði og hamingja virtust ætla að
ríkja við hvert okkar framtiðarspor. Kirkju-
klukkurnar voru þagnaðar, og þögn þeirra
gaf til kynna, að nýja árið væri búið að taka
við. Unnusta mín þrýsti hönd mína, og við
stigum saman fyrsta dans hins komandi árs.
Ég var vakinn skvndilega upp af þessum
ljúfu endurminningum við hrotsjó, er reið
yfir bátinn og lagði hann á stjórnborðs-
hliðina, svo að sjórinn rann skemmstu leið
inn með stýrishúshurðinni og niður í vélar-
rúm. Rafljósin frá rafgeymum bátsins smá-
dofnuðu og hurfu alveg að lokum. Lina og
línubalar voru í einni bendu, ýmist fyrir
innan eða utan öldustokkinn á hléborða. —
Báturinn vóg salt dálitla stund, með öldu-
stokkinn í kafi fram fyrir lúkarskappa, likt
og hann væri að átta sig á þvi, á hvora hlið-
ina hann ætti að halla sér. f niðamyrkrinu
ríkti óhugnanleg þögn, er læsti sig út í
hverja taug, — þögn, sem aðeins var rofin
af nið þess sjávar, er féll í gegnum stýris-
húsið niður í vélarrúmið. Báturinn fór að
rétta sig hægt og hægt, með mikilli var-
færni, og vindurinn náði enn á ný að standa