Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1944, Blaðsíða 31

Ægir - 01.11.1944, Blaðsíða 31
Æ G I R 245 Matthías Þórðarson fyrrv. ritstjóri: Nýjungar frá I síðasta blaði Ægis var stuttlega getið nokkurra atriða úr skýrslum, er Matthias Þórðarson fyrrv. ritstjóri hefur samið fyrir Fiskifélagið um ýmsar nýjungar í sjávar- útvegi á Norðurlöndum, einkum Danmörku. Skal hér getið fleiri atriða úr skýrslum þess- um og tekið upp það, sem Matthías segir um krækling og kræklingsiðnað. Um skelfisk er það að segja, að til skamms tíma hefur hann verið notaður til beitu, en litið eða ekkert til annarra þarfa. Þar á móti hefur fjaran með meiri og minni jurta- gróðri verið látin ónotuð, nema það, sem hestar og sauðfé á vetrum hafa leitað sér þar næringar, auk þess sem einstöku fram- kvæhidasamir búmenn hafa notað þarann til áburðar og eldsneytis. Annars hafa ísalög og brim slitið upp árlega viðkomu og ó- nýtt hana að mestu. Eftir því, sem hezt er kunnugt, hefur eng- in rannsókn farið fram á því, hversu mikið af krækling eða öðrum skelfiskstegundum finnst við strendurnar. Aftur á móti hefur (h\ Helgi Jónsson rannsakað þangtegundir við landið og skrifað doktorsritgerð um það elni árið 1910. Svo hafa og tveir útlendir vísindamenn skrifað um sama efni. Til forna voru sjávarjarðir, sem höfðu skelja- og sölvafjöru, taldar hlunnindajarðir, og á ýmsum tímum hafa einstakir menn hvatt menn til þess að notfæra sér þessi hlunnindi ^em bezt — einkum í harðindaárum. — En notkun á þeim hefur aldrei orðið almenn. Frægir matvæla- og heilsufræðingar — sem þegar nokkru fyrir ófriðinn höfðu gert ýtarlegar rannsóknir á notagildi kræklings til manneldis, ráðleggja mönnum að neyta hans, þar á meðal hinn kunni þýzki pró- lessor, A. Scheunert. Hann skrifaði 1936, að Norðurlöndum. kræklingur sé meðal hinna svo kölluðu fullkomnu neyzliwörutegunda, þar sem hann hafi í sér fólgin öll þau fjörefni, sölt og önnur efni, sem nauðsynleg eru i'yrir likamann. Svipað mun vera með kúfislc og öðu. En þessar skelfisktegundir eru þýð- ingarminni, þar sem þær eru sjaldgæfari en kræklingur. Víða hefur kræklingstekja verið svo tak- markalaus — einkum á ófriðartímum, vegna skorts á öðrum matvælum — að hann hefur ekki náð að vaxa og þroskast. Fyrir ófrið- inn var talið, að kræklingstekja i Evrópu hafi numið um 250 000 smálestum á ári, en í yfirstandandi ófriði hefur notkun hans aukizt gífurlega, eða fimmfaldazt, og er nú um 1 millj. smálestir. í Danmörku var kræklingstekja fyrir ófriðinn sáralítil, en var siðasta ár talin um 70 000 smálestir. 1 árslok 1941 hóf landsfélagið „Dansk Ar- bejde“ hvatningarstarfsemi meðal Dana til þess að notfæra krækling og hefur árangur- inn orðið sá, að síðustu árin hafa í þessu augnamiði verið stofnaðar og starfræktar margar verksmiðjur víðs vegar í Damnörku. Við Limafjörð eru 5 verksmiðjur, þar af tvær reknar af „Limfjord Österskompagni“ og ein af „Solo“ smjörlikisverksmiðju. Við Isefjord eru einnig nokkrar verksmiðjur, og annars staðar, þar sem kræklingstekja er nokkur að ráði, eru verksmiðjur byggðar, eða fiskurinn fluttur til næsta staðar, þar sem hægt er að vinna úr honum ýmiss kon- konar neyzluvörur. í Vejle, þar sem krækl- ingur um langt skeið hefur verið ræktaður á staurum, sem reknir eru niður viðs vegar við ströndina, er einnig mikill kræklings- iðnaður. — Þar, sem kræklingur er ræktað- ur, telja menn hann fullvaxinn á 5 árum. Þó hefur hann venjulega verið talinn not-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.