Ægir - 01.11.1944, Blaðsíða 10
224
Æ G I R
.lón Vídalín
knnsúll.
nesi og í Hafnarfirði. í Hafnarfirði keypti
það Akurgerðislóðina og yerzlunarfasteign
Magnúsar Th. Blöndahl. Útgerðinni var hag-
að þannig, að kolaveiðar og þorskveiðar
voru sameinaðar. Sigldu skipin til skiptis
með kolann til Englands, en þorskfiskurinn
var verkaður í Hafnarfirði og á Akranesi.
Flutningaskipin tvö sáu um aðdrætti til
skipanna og fluttu á milli salt og saltfisk.
Skipstjórar voru allir erlendir, ýmist dansk-
ir eða enskir. Nokkrir íslendingar voru á
skipum þessum, og voru þeir aðallega hafðir
við flatningu. Ivaup var hið sama og á Wards
útgerðinni í Hafnarfirði. Aðalframkvæmda-
stjóri útgerðarinnar var Mundahl verkfræð-
ingur. Skipin byrjuðu flest veiðar siðari
hluta maímánaðar og héldu áfram til 1. nóv-
einber nema tvö. Hætti annað þeirra 3. okt.,
en hitl strandaði í Grindavík þann sama dag.
Útgerð þessi gekk í flesta staði illa og bar
margt til. Talið var, að félagið hefði tapað á
henni 200—300 þús. kr. í byrjun árs 1900 var
farið að selja suma togarana og um sumarið
var félagið leyst upp.
Orsakir þess, að útgerð þessi gekk jafn-
hörmulega, voru af ýmsum toga spunnar.
Aðstaða öll til út- og uppskipunar var erfið
mjög, en þó var það enn þyngra á metum,
að útgerðin skyldi hafa fleiri en eina bæki-
stöð. Hlaut að verða að því margs konar
liagi í simalausu landi. í hvert skipti, sem
skipin komu inn, urðu þau að koma við á
báðum stöðunum, Akranesi og Hafnarfirði,
og oft einnig í Reykjavík. Varð að þessu
mikið tímatap. Skipstjórarnir voru flestir ó-
kunnir hér við land, enda fór veiði þeirra
eftir því. íslenzku áhafnirnar voru ærið mis-
jafnar, því að flestir sjómenn voru farnir til
þilskipaveiða, þegar togararnir komu. Voru
fslendingar að ganga af þeim annað veifið,
svo að lá við mannahraki. Mundahl verk-
fræðingur, sem útgerðinni átti að stjórna,
var ókunnur hér öllum staðháttum og venj-
um og virðist það hafa haft sín áhrif. Margt
bendir og til þess, að „verkfræðingurinn í
honum“ hafi leitt hann út í ævintýri, sem
hlutu að koma útgerðinni í koll.
Þann 7. marz um veturinn strandaði tog-
arinn Richard Simpson H 91 á Meðallands-
fjörum. Var þetta nýtt skip, stórt og vandað,
og hafði það lent þarna í fyrstu ferð sinni
hingað til lands. ísafoldarfélagið keypti skip
þetta á strandstaðnum, og réðst Mundahl í
að reyna að ná því á flot. Þrettán menn úr
Vestmannaeyjuni og 12 úr Reykjavík voru
ráðnir til þess að vinna á strandstaðnum.
Þegar leitað var til Vestmanneyinga um lið-
sinni, var þeiin sagt, að Mundahl hefði tekið
þetta að sér vegna þess, að ísland væri eina
landið á hnettinum, þar sem hann hefði ekki
dregið strönduð skip á flot. Þarna unnu
þessir 25 menn viku eftir viku. Aðbúðin var
öll hin lélegasta, en Gisli Gúmm, hinn
kunni úr þjóðkórnum, lét menn óspart taka
lagið, og dró það úr ömurleik manna. En
þrátt fyrir allan söng Gisla Gúmm og kunn-
áttu Mundahls varð Simpson ekki mjakað af
fjörunni. ATið þetta ævintýri töfðust togar-
arnir „Fiskines" og „Akranes" í níu vikur
frá veiðum. — En forsjónin vildi enn á ný
gefa Mundahl tækifæri til að reyna verk-
fræðihæfileika sína. Togarinn „Oceanic“
strandaði á Seltjarnarnesi, og þreytti Mun-
dahl við að ná honum á flot. Við það töfð-
ust tveir af togurum ísafoldarfélagsins frá
veiðum í fimm vikur hvor. Allt það, sem nú
hefur verið talið, voru fyrst og fremst orsak-
ir þess, hversU til tókst um Vídalínsútgerð-
ins, en svo var útvegur þessi jafnan nefndur.
Um haustið réðst Thor Jensen í þjónustu
ísafoldar og fluttist þá til Hafnarfjarðar. —