Ægir - 01.11.1944, Blaðsíða 18
232
Æ G I R
Með Pál manum
til Noregs veturinn 1896.
Hér segir frá kaupferá til Noregs fyrir 48 árum. Gefur frásögn þessi
allvel til kynna, hvílikir erfiáleikar voru á þvi að koma afurðum landsmanna
á erlendan markað með þeim fleytum, sem þeir höfðu þá yfir að ráða.
Guðmundur Halldórsson, fyrrv. skipstjóri, mun einn lífs af þeim mönnum, sem
þátt tóku í þessari eftirminnilegu Noregsferð, og er lýsing sú af ferðalaginu,
sem hér fer á eftir, skráð eftir frásögn hans.
Guðmundur Halldórsson.
Haustið 1896 lá 60 rúmlesta galeas á höfn-
inni í Stykkishólmi. í skjóli við Súgandis-
ey, háa og stuðulbergaða, hafði skip þetta
verið hlaðið kjöti og gærum, er flytja skyldi
til Kristjánssands í Noregi. Farminn átli
Gramsverzlun í Stykkishólmi, en eigendur
skipsins voru Samúel Richter, verzlunarstj.
hjá Gram, og Steinþór Magnússon frá Eli-
iðaey. Skipstjóri á „Pálmanum“, en svo hét
skip þetta, var danskur maður að nafni
Munch. Var hann við aldur og sjóvolkinu
vanur, þvi að hann hafði lengi verið í för-
um og jafnframt stundað fiskveiðar hér við
land. Aðrir skipverjar voru: Steinþór Magn-
lisson stýrimaður, Bárður Jörundsson mat-
sveinn, en hásetar voru Guðmundur Hall-
dórsson og Konráð Konráðsson. Loks var
Guðjón Þorsteinsson frá Stykkishólmi far-
þegi með skipinu, en hann ætlaði til Hafnar.
Fyrirhugað var, að skipið héldi fyrst til
Kristjánssands og losaði þar farminn, en
færi síðan til Kaupmannahafnar og tæki
þar varning til íslands og kæmi upp með
liann í apríl. Guðmundur Halldórsson réðist
til þessarar ferðar fyrir 100 kr. yfir tímann,
er greiðast skyldu í innskrift til Gramsverzl-
unar, en auk þess skyldi honum séð fyrir
kennslu i seglasaum og það án endurgjalds,
meðan hann hefði viðdvöl í Kaupmanna-
höfn. Þess skal getið, að Guðmundur þurfti
að sjá fyrir konu og tveim börnum, þegar
hér var komið.
Okktóber rann hjá, og enn vaggaðist
Pálminn á Stylckishólmshöfn. Fermingu
lians var lokið og var nú beðið byrjar. Þann
2. nóvember var lagt upp og haldið frarn að
Elliðaey. Þar var höfð tveggja daga viðdvöl
og allt húið undir ferðina sem bezt mátti. Að
morgni hins 4. nóvember var akkerum létt
og haldið af stað. Veður stóð af norðri og
var allhvasst. Pálminn skreið drjúgan, og
virtist mönnum, að fljóttekið yrði til Nor-
egs, ef vindur lægi svo lengi í segl. Síðla
nætur var Páhninn kominn suður fyrir
Garðskaga, að því er skipverjar ætluðu. Þeir
höfðu ekki orðið Reykjanesvitans varir, en
ljósi höfðu þeir séð bregða fyrir á undan
sér, og ætluðu þeir það vera á skipi, sem
farið hafði frá ísafirði og var á leið út. Áð-
ur dagur rann hafði hann snúizt á áttinni og
var nú kominn á sunnan-suðvestan og var
rokhvass. Var nú eigi annað ráð en að leggja
til drifs. Þegar veðrinu slotaði, var Pálminn
staddur í miðri Breiðubugt.
Ekki hafði hann fyrr gengið af sunnan-
áttinni, en hann rauk upp á norðan að nýju.
Var þá haldið suður aftur og komizt eitt-
hvað suðaustur með landi, en ekki vissu
þeir hve langt, því að hvergi sást til lands.
En Adam var ekki lengi i Paradís fremur
en fyrri daginn, því að nú skall á suðaust-
an rok með blindhríð. Varð nú enn að leggja
til drifs. Ekki vissu skipverjar, hve langt
þá rak norður, en veður þetta stóð frá kvöldi