Ægir - 01.11.1944, Blaðsíða 17
Æ G I R
231
inurka á því, að 10 þús. kr., cr var upphaf-
lega skuld í skipinu, voru borgaðar upp, og
auk þess var eigendunum greidd 17% í arð.
Árið 1907 ‘var einnig hagstætt hvað afla
snerti, en þá varð félagið fvrir því óhappi,
að fiskflutningaskip fórst í hafi, en í því átti
Coots-útgerðin talsvert af verkuðum fiski,
sem var of lágt tryggður. Með þessu ári lét
Einar Þorgilsson af stjórn félagsins, en við
tók Árni Eiríksson kaupmaður í Reykjavík.
Stjórnaði hann því hið næsta ár, en það var
siðasta árið, sem Fiskveiðahlutafélag Faxa-
llóa starfaði, því að Coot strandaði við Keil-
isnes 8. desember um veturinn, er hann var
að draga kútter Kópanes til lands. Þegar
svo var komið, var félagið leyst upp, og stóð
hagur þess þá þannig, að félagsmenn fengu
endurgreilt nær allt hlutaféð, sem þeir höfðu
lagt fram í uppahfi.
Indriði Gottsveinsson, skipstjóri á Coot, er
enn á hfi, og hefur hann sagt mér ])að, sem
hér er greint frá Coots-útgerðinni. Hann er
fæddur á Árvelli á Kjalarnesi 13. júlí 1869.
hegar hann var á fimmtánda ári, byrjaði
hann að róa með föður sínum suður í Vog-
um, en úr því réri hann á vorin frá Seltjarn-
nrnesi og Kjalarnesi. Haustið 1898 innritað-
ist Indriði í Stýrimannaskólann og lauk
Prófi þaðan vorið 1899. Undanfarin ár, eða
'i'á 1892, hafði hann verið á ýmsum þil-
skipum. Árið 1900 byrjaði hann skipstjórn.
Áar hann í tvö ár með skip frá Akranesi,
fyrst með Björninn og' síðan Harald. Síðan
h)k hann við Haffaranum, eins og fvrr er
getið. Eftir að Coot strandaði var hann eitt
ar skipstjóri á íslendingnum, en tók siðan
við Thora frá Grimsby. Skip þetta var eign
Álice Black i Grimsby, eitt af þeim fjórum,
sem hann gerði lit héðan. Árið 1911 tók hann
við skipstjórn á togaranum Garðari, er var
hér á vegum Garðars Gíslasonar og var á
honum þar til í júlí 1913. Hætti hann þá
skipstjórn og jafnframt sjómennsku. Sex ár-
’u næstu hafði hann þó afskipti af útgerð,
hví að þann tima sá hann um síldarútveg
Elíasar Stefánssonar.
Árið 1905 mun jafnan verða talið mark-
vert i íslenzkri útgerðársögu. Þá hefjast þau
þáttaskil í sjávarútveginum, sem eru upphaf
að þeirri atvinnulegu og fjárhagslegu þróun,
sem skilað hefur þjóðinni lengra áleiðis á
40 árum, en áður hafði tekizt á 10 öldum.
— Coot var vísirinn að togaraútgerðinni.
Hann var hvorki stór né nýr og eigi út-
búinn þeim beztu tækjum, sem þá tíðkuðust.
Hann fór engar langleiðir til veiða. Flóinn
var það svæði, sem hann hélt sig aðallega á.
En útgerð hans bar sig eigi að síður. Ýmsir
þeir menn, sem síðar komu mjög við sögu
togaraveiðanna hér, voru skipsmenn á Coot.
Magnús Magnússon, er var einn af stofnend-
um Alliance hf. var á honum sumarið 1906,
beinlínis til þess að kynna sér þessar veiðar.
Guðmundur í Nesi og Jón Jóhannsson voru
báðir á Coot, og loks má nefna Guðbjart
Guðbjartsson, er tók við vélgæzlu á Jóni for-
seta, er hann kom hingað til lands. — Menn
voru nú ekki lengur jafnfálmandi í þeirri
trú, svo sem áður hafði verið, að togaraút-
gerð héðan gæti borið sig. Árið 1906, þegar
Cootsútgerðin gat greitl 17% í arð, var Alli-
ance hf. stofnað, en það er nú elzta togaraút-
gerðarfélag á íslandi. Lét það smíða stórt og
vandað skip (Jón forseta), er kom hingað í
byrjun árs 1907. Litlu síðar kom annar tog-
ari, stór og vandaður, hingað til lands, en
hann var eign íslandsfélagsins. Eltir að þeir
hyrjuðu hér veiðar, dró fyrir alvöru úr vom-
unum, sein fylgt höfðu íslendingum eins og
skiiggi, þegar rætt hafði verið um hérlenda
logaraútgerð. Nú, í fyrsta skipti í sögunni,
höfðu íslenzku sjómennirnir sambærileg
skip við útlendinga, og þá kom það fljótt í
ljós, sem marga hafði grunað áður, að þeir
mundu sízt verða eftirbátar beztu erlendra
sjómanna. Svipuð er sagan enn í dag. F'ái ís-
lenzku sjómennirnir sambærileg tæki við
aðrar fiskveiðaþjóðir, er hér stunda veiðar,
mun ekki standa á þeim að skipa svo rúmin,
að á ]iá hallist ekki.