Ægir - 01.11.1944, Blaðsíða 35
Æ G 1 R
249
Utvegsmannafundur í Reykjavík.
Landssamband ísl. útvegsmanna boðaði til
útvegsmannafundar 29. nóv. síðastl. og stóð
•hann í 4 daga. Fulltniar voru mættir viða
að af landinu, svo sem frá Vestmannaeyjum,
Miðneshreppi, Gerðahreppi, Keflavik, Hafn-
arfirði, Reykjavík, Borgarnesi, tsafirði, Ak-
ureyri og Neskaupstað.
Ólafur Thors forsætisráðherra og Gísli
•lónsson alþm. fluttu erindi á fundinum.
Mál það, sem fyrst var tekið til meðferðar,
fjallaði um endurskipulagningu á samtökum
útvegsmanna og lagafrumvarp fyrir sam-
bandið, er sérstök nefnd hafði undirbúið.
•hikob Hafstein, framkvæmdastjóri sam-
bandsins, flutti erindi um lagafrumvarpið,
en það var samþykkt síðar, eftir að gerðar
höfðu verið á því nokkrar breytingar. Eitt
megin atriðið í breytingum á lögum sam-
bandsins var það, að hér eftir skuli sain-
bandið hafa bein afskipti af kaup og kjara-
samningum sambandsfélaga og samræmingu
á þeim í hinum ýmsu verstöðvum svo og
það, að sambandið taki að sér sameiginleg
innkaup á nauðsynjavörum sambandsfélaga.
Sverrir Júlíusson i Keflavík var kosinn
formaður sambandsins í stað Kjartans
J’hors, er baðst undan endurkosningu. Eftir-
íarandi ályktanir voru samþykktar á fund-
inum:
J'il rikissijórnnrinnar.
Aðalfundur Landssambands íslenzkra úl-
vegsmanna, haldinn í Kaupþingssalnum 1.
desember 1944, sendir ríkisstjórninni heilla-
óskir sínar. Fundurinn fagnar því, að tekizt
hefur að mynda þingræðisstjórn í landinu,
Að síðustu skal þess getið, að kræklings-
'ðnaður hefur náð meiri fullkomnun hjá
Lönum en nokkurri annarri þjóð hér í álfu,
°S hef ég því sérstaklega gert mér far um
;|ð gefa upplýsingar um málið byggðar á
dönskum heimildum.
og lýsir sig fylgjandi þeim megin stefnumál-
um stjórnarinnar, er miða að nýbyggingu
framleiðslutækja þjóðarinnar og öryggis
sjálfstæðis hennar út á við. Treystir fund-
urinn því, að ríkisstjórnin beri gæfu til að
starfa til heilla og blessunar fyrir þjóðina og
væntir þess, að einlægni, traust og gagn-
kværnur skilningur ríki í áformum hennar
og athöfnum.
Fiskimið við Faxaflóa.
Almennur fundur útvegsmanna, haldinn í
Reykjavík 29 nóv. til 2. des. 1944, skorar á
ríkisstjórn og Alþingi að gera allt, sem unnt
er, til þess að fiskimiðin í og við Faxaflóa
verði öll opin til fiskveiða strax í byrjun
næstu vertíðar (frá áramótum). Takist ekki
að fá þessu framgengt, hlutist söniu aðilar
um, að hlutaðeigendur fái bætt það tjón, sem
af þessu hlýzt, að svo miklu leyti sem auðið
er.
Um útgerðarkostnað.
Aðalfundur Landssambands ísl. litvegs-
manna, haldinn í Revkjavík 29. nóv. til 2.
des. 1944, gerir eftirfarandi ályktun um af-
komu smáútvegsins:
Þar sem allur tilkostnaður við útgerð lief-
ur vaxið gífurlega á síðustu árum en verð
afurðanna hins vegar að mestu staðið í stað,
er hlutfallið á milli tilkostnaðar og afrakst-
urs þegar orðið mjög óhagstætt fyrir útgerð-
ina, en að þetta hefur ekki þegar leitt til
stöðvunar, er mest að þakka óvenjulegu
aflamagni síðustu ára, bæði á þorsk- og síld-
veiðum, svo og almennt bættum hag útvegs-
manna fyrstu stríðsárin, en yfirleitt hefur
hagur þeirra versnað síðan.
Fundurinn teiur því mjög aðkallandi
nauðsyn að afkoína smáútgerðarinnar verði
bætt með einhverjum ráðum. Skorar fund-
urinn því á Alþingi og ríkisstjórn að taka
jiessi mál nú þegar til rækilegrar athugun-
ar, og bendir á, hvort ekki muni fært að