Ægir - 01.11.1944, Blaðsíða 21
Æ G I R
235
Kafbátur sekk
Laust eftir hádegi föstudaginn 10. nóvem-
ber síðastl. var Goðafossi sökkt af kafbáti.
Þegar atburður þessi skeði, átti skipið aðeins
eftir 2V2 klst siglingu til Reykjavíkur. Tund-
urskeytið hæfði skipið fyrir aftan miðju
bakborðsmegin, og rifnaði skipssiðan allt
frá 1. farrými að þriðja lestaropi. Féll sjór
þar inn svo geysilega, að skipið sökk á 7—
10 mínútum.
Jafnskjótt og turidurskeytið hæfði skipið
stöðvuðust vélarnar og loftskeytatækin eyði-
lögðust. Þeir, sem í vélarrúmi voru, munu
annað hvort hafa farizt við sprenginguna,
eða eigi komizt á þilfar nægilega snemma til
þess að fá borgið sér. — Svo var annars
ástatt, að aðrir skipverjar voru flestir á
þiljum og með björgunarbelti, en farþegar
voru ýmist staddir í borðsal eða í göngum
og böfðu flestir klæðzt björgunarbeltum. —
Aegna sprengingarinnar munu flestir hafa
niisst meðvitundina um stund.
Mönnum var skjótt ljóst, til hvers leiddi,
og var því snúizt kappsamlega að björgun-
arstarfi. Sá björgunarbáturinn, sem til náð-
ist og ekki hafði eyðilagzt, var þegar losað-
iii' og jafnframt nokkrir flekar. Nokkrir
komust í bátinn, en allmörgum varð það
eitt fyrir að reyna að komast á flekana. Þeir,
sem i bátinn fóru, munu hafa drukknað.
Þeim, sem náðu í að komast á flekana, var
bjargað af skipum, er komu á vettvang. Á-
höfn skipsins var 43, og þar af björguðust
20, en einn þeirra andaðist á leið til lands.
Þjóðin var felmtri slegin vfir tíðindum
þessum. Harmafregn þessi snart hana i
hjartastað. Hún hafði búizt við, að kafbáta-
hættan væri hjá liðin, en sem hendi væri
veifað var sú von að engu gerð.
Þegar slík tíðindi gerast, fær þjóðin litið
að gert; samúðarhugur hennar og hjartaþel
fær aðeins borið smyrsl i sár þeirra, sem
harðast hafa orðið úti. Slikt verður jafnan
nokkur huggun harmi gegn.
ur Goðafossi.
Þeir sem fórust.
Farþegar:
Dr. Friðgeir Ólason læknir, 31 árs, kona
hans, Sigrún fíriem læknir, og börn þeirra
þrjú: Óli sjö ára, Sverrir á þriðja ári og
Sigrún á fyrsta ári. Voru þau hjón að koma
alfarin heim eftir að hafa lokið framhalds-
námi í læknisfræði vestra.
Ellen Ingibjörg Wagle Doivncg, 23 ára,
íslenzk kona gift amerískum hermanni og
sonur þeirra, William, 2 ára.
Halldór Sigurðsson, Freyjugötu 43, 21
árs. Ókvæntur.
Sigríður Pálsdóttir Þormar, Hringbraut
134, 20 ára. Ógift.
Steinþór Loftsson frá Akureyri, 21 árs.
Skipverjar:
Hafliði Jónsson, 1. vélstjóri, Hrinbraut
148, 00 ára. Kvæntur og átti uppkomin
börn.
Þórir Ólafsson, 3. stýrimaður, Blómvalla-
götu 11, 39 ára. Kvæntur og' átti eitt barn 9
ára.
Sigurður Haraldsson, 3. vélstjóri, Víði-
mel 54. 27 ára. Ókvæntur.
Guðmundur Guðlaugsson, 4. vélstjóri,
Bakkastíg 1. 55 ára. Kvæntur og átti tvo
uppkomna syni.
Egjólfur Eðvtddsson, 1. loftskeytamaður,
Bárugötu 34, 48 ára. Kvæntur og átti upp-
komin börn.
Lára Elín Ingjaldsdóttir, þerna, Skóla-
vörðustíg 26 A, 42 ára. Ógift. Átti aldraða
móður og eitt uppkomið barn.
Sigurður Jóhann Oddsson, matsveinn,
Vífilsgötu 6, 41 árs. Ókvæntur. Átti aldraða
móður og 1 barn 15 ára.
Jakob Sigurjón Einarsson, þjónn, Stað
við Laugarásveg, 36 ára. Kvæntur, átti 2
börn, 8 og 4 ára.