Ægir - 01.11.1944, Blaðsíða 29
Æ G I R
243
má gera ráð fyrir, að á þeim sé inikill gerla-
gróður.
í meltingarvegi fisksins, þ. e. í maga og
þörmum, er jafnan mjög mikið af gerlum.
Fer fjöldi þeirra og tegund aðallega eftir
gerlagróðri fæðunnar, sem fiskurinn lifir á,
og sjávarins, sem hann lifir í. Tæmist melt-
ingarvegurinn alveg, vegna þess að fiskur-
inn hættir að éta uni stundarsakir, finnast
þar heldur engir gerlar. í fullum fiski er
nftur á móti ákaflega mikill gerlagróður
Iweði í maga og þörmum. Hér hefur verið tal-
ið í þorski, 10 klst. eftir að hann var veidd-
nr, í magainnihaldi 630 000 gerlar í hverju
grannni og í þarmainnihaldi 1 ö00 000 000 í
hverju grannni. Er sýnilegt, að frá þarmi
fisksins berst ógrynni af gerlum með saur-
indunum hæði út i vatnið og utan á fisk-
inn sjálfan. Er líka oftast um sömu gerla-
tegundir að ræða í meltingarvegi fisksins
og í slíminu á roðinu.
Flestum ber saman um það, að engir gerl-
ar séu í vöðvum fisksins meðan hann er lif-
andi, en talið er, að þeir berist mjög fljótt
inn úr roðinu, eftir að fiskurinn er dauð-
nr. Hér hafa verið gerðar nokkrar gerla-
talningar í fiskvöðvum, mismunandi löng-
um tíma eftir að fiskurinn var veiddur.
Talningar þessar eru enn þá of fáar til þess,
að niðurstöður þeirra verði hirtar.
Reynt hefur verið erlendis að nota gerla-
fjöldann i fiskvöðvunum sem mælikvarða á
það, hversu mikið fiskurinn væri farinn að
skemmast. T. d. hefur því verið haldið fram,
að þegar gerlafjöldinn er kominn upp fyrir
100 000 pr. 1 g, þá megi búast við, að fiskur-
inn skemmist mjög fljótlega, en sé gerla-
fjöldinn kominn upp fyrir 1 000 000 pr. 1 g,
sé fiskurinn ekki markaðshæfur. Mat á fiski
eftir gerlafjölda í eða á fiskinum hefur þó
alls ekki reynzt einhlitt.
Gerlarnir utan á fiskinum, á tálknum hans
og í meltingarvegi gera fiskinum venjulega
engan skaða, meðan hann er lifandi. Frum-
ur líkamans geta varizt árásum flestra gerla,
nieðan þær hafa fullan lifsþrótt. En þegar
fiskurinn deyr, falla þessar varnir mjög
fljótt niður. Á skömmum tíma gela gerlarn-
ir komist inn í gegnum roðið inn í vöðvana
og út í maga- og þarmaveggina út í kviðar-
holið. Meltingarvökvarnir flýta mjög fyrir
upplausn meltingarfæranna. Þar, sem sér-
staklega er mikið af gerlum í meltingarveg-
inum, stafar auðvitað mest hætta frá hon-
um. Frá tálknunum kemur líka mikið af
gerlum.
Venjulega er reynt að slægja fiskinn sem
fyrst, eftir að hann er veiddur. Er þá m. a.
tekinn í burt maginn og þarmarnir með öllu,
sem í er. Er það sýnilega mikils vert atriði,
að þetta sé gert af vandvirkni, þannig að
sem minnst af meltingarveginum eða inni-
haldi hans (gerlum og meltingarsafa) verði
eftir í fiskinum.
Þegar fiskurinn er blóðgaður og slægður,
fær hann auðvilað allstór sár, þar sem gerl-
arnir fá greiðan aðgang að vöðvunum, eða
holdinu. Gerlagróðurinn í slíminu fer hrað-
vaxandi, og er nú fiskurinn í mikilli hættu,
sé ekki dregið úr vexti gerlanna með kæl-
ingu eða öðrum rotvarnaraðgerðum. Frá
blóði fisksins stafar líka mikil hætta, fái
það ekki að siga í burtu. Fyrst í stað getur
það sennilega haft einhver gerildrepandi á-
hrif, en þegar frá liður, verður það hin ágæt-
asta næring fyrir alls konar gerla. Þess
vegna er venjulega séð svo um, að blóð og
vatn nái að siga af fiskinum, eftir að hann
hefur verið slægður.
Hvar sem nýveiddur fiskur er meðhöndl-
aður, fer ekki hjá því, að umhverfið, s. s.
þilför, lestarrúm, fiskhús, bílar og önnur á-
höld, taki á sig mikið af slími, blóði, þarma-
innihaldi og öðru frá fiskinum. Séu þessi
læki því ekki ræst vandlega öðru hverju,
safnast fiskúrgangur þar fyrir og verður hin
mesta gróðrarstía fyrir alls konar gerla, sem
svo spillá þeim fiski, er á eftir kemur. Ýtr-
asta hreinlætis verður því að gæta, bæði í
skipslestum og fiskhúsum, svo að hvergi
safnist fvrir óhreinindi. Þvottur úr hrein-
um sjó, hreinu vatni, vatni með sóda, vítis-
sóda eða klóri kemur hér aðallega til greina.
Auk þess er mjög mikils vert, að bæði lest-
arrúm, hús og áhöld þau, sem hér er um að