Ægir - 01.06.1949, Síða 5
Æ G I R
91
Lifrarsamlag Vestmannaeyja.
Þess var fyrr getið, að samtök útvegs-
manna í Vestmannaeyjum eiga nálega öll
upptök sín í úlvegsbændafélagi eyjamanna.
Þar hefur hugmyndunum fyrst skotið upp
eða þar hefur að minnsta kosli verið fyrst
um þær rætt og lögð á ráð um það, hvernig
þeim yrði komið í framkvæmd. Þannig
var þessu háttað um I.ifrarsamlag Vesl-
mannaeyja, en það er elzt slikra samlaga
hérlendis. Á árinu 1932 var fvrst um það
rætt í útvegsbændafélaginu, að útvegsmenn
bindust samtökum um að hagnýta lifrina í
félagi, en frá stofnun þess var endanlega
gengið 7. desember það ár. Allir útvegs-
menn gerðust þegar aðilar að samlaginu
og hafa alla tíð verið mjög samtaka um að
efla gengi þess. Áður en samlagið var
stofnað, hafði lifur að vísu vé'i-ið nýtt. en
hana keyptu þá einstaklingar, sem starf-
ræktu smábræðslur. Vor þær að minnsta
kosti fimm um skeið, og var þeim komið
l'yrir í skúrum víðs vegar í nánd við höfn-
ina. Voru þær illa búnar að tækjuin, svo
að úr lifrinni fékkst ekki það lýsi, sem að
öðrum kosti hefði mátt fá. Af þessum og
l'leiri orsökum fengu útvegsmenn minna
fyrir lifrina en mátt hefði verða, ef hún
hefði verið hagnýtt á hagkvæmari máta.
Var þetta aðalástæðan til þess, að útvegs-
bændafélagið gerðist frumkvöðull að því,
að útvegsmenn hagnýttu þetta hráefni
sameiginlega og á eigin kostnað. Um mark-
mið samlagsins segir svo í 1. gr. laganna:
„Lifrarsamlag Vestmannaeyja er félag
með takmarkaðri ábyrgð samlagsmanna,
el'tir þátttöku þeirra, svo sem síðar segir.
Hefur það að markmiði að vinna að bættri
vinnslu lýsis og mjöls úr lifur þeirri, sem
tekin er til meðferðar á vinnslustöð Jiess.
lagi Vestmannaeyja, Nctjagerðinni og
V innslnstöðinni.
Jóhann P. Jósefsson,
formciöur Lifrarsamlagsins frá upphafi.
Iiyggst samlagið að koma upp i Jiessu skyni
lifrarbræðslustöð með nýtízku áhöldum.
I\Ieð samþvkkt á samlagsfundi má færa út
verksvið Jiess.“
í 2. gr. segir svo um það, hverjir geti orð-
ið aðilar að samlaginu.
„Félagsmenn geta orðið: Eigendur og út-
gerðarmenn mótorbáta og trillubáta í
Vestmannaevjum og þeir aðrir innanbæjar-
menn, sem hafa yfir að ráða lifur til
vinnslu hjá samlaginu, minnst 5000 kg.“
Samlagið hóf slarfsemi sína með því að
kaupa hús, er beinamjölsverksmiðjan Hekla
hafði átt, en Jiað stóð og' stendur rétt upp
al' höfninni, á svo nefndum Flötum. Húsa-
kynnum þessuni þurfti að breyta mikið, og
síðan hefur verið aukið við þau. Samlagið
lét fyrst nýta lifur á vertíðinni 1933 og tók
L. K.