Ægir - 01.06.1949, Blaðsíða 18
104
Æ G I R
Vetrarvertíöin í Sunnlendingafjórðungi 1949.
Yfirlit það, sem hér birtist um síðustu vetrarvertið i Sunnlendingci-
fjórðungi, er í sömu sniðum og verið hefur undanfarin tvö úr. Regnt hefur
verið að fá scm fyllstar upplýsingar um fiskafla, lifrarfeng og róðraf jölda
hvcrs báts í lwcrjum mánuði. Þetta hefur tekizt í flestum veiðistöðvunum,
en þó eru undantekningar frá þvi svo sem skýrslurnar bera með sér. Veiði-
aðferðirnar eru grcindar með bókstöfum fgrir aftan skipsheitið. b — botn-
vörpuveiði, d = dragnótaveiði, l = línuveiði og n = netjaveiði. Þar sem
veiðiaðferðarinnar er ekki getið með bókstöfum er um linuveiði að reeða.
Þgngd aflans er alls staðar miðuð við slægðan fisk með haus. Lifrarfeng-
urinn er alls staðar talinn i lítrum nema i Vestmannaegjum, þar er miðað
við kg. — Mgndir eru birtar af
að ná mgnd af.
Ég færi öllum þakkir, sem
afla upplgsinga í þetta gfirlit.
Hornafjörður.
Ellefu bátar reru frá Hornafirði að þessu
sinni, og voru 4 frá Neskaupstað, 3 frá
Seyðisfirði og 4 heimabátar. En af þeim
stundaði einn bátur mjög lítið veiðar og
heltist að fullu úr lestinni síðast í marz-
mánuði. Það var því fimm bátum færra
nú en á vertíðinni 1948 og átta bátum
færra en 1947. Bátarnir stunduðu allir
veiðar með línu.
Vertiðin byrjaði eins og að undanförnu
illorður, hefur vissulega misskilið verk
sitt. Hlutverk hans er fyrst og fremst að
leiðbeina verkafólkinu og vekja skilning
og áhuga þess fyrir vinnu sinni. Verk-
stjórinn á að gera allt sem hann getur til
að fólkinu líði sem bezt við vinnuna og
kenna því að líta á vinnustaðinn sem sitt
annað heimili og umgangast hann sem
slíkt.
Þeir menn, sem einhvers virða sjálfan
sig og gera sér ljóst, hversu löngu og á-
hrifaríku tímabili úr ævi sinni þeir eyða
á vinnustaðnum, liljóta að umgangast hann
og' félaga sína þar með háttvísi prúðmenn-
isins, og í höndum slikra manna mun
starfið vaxa og þeir þroskast með auknu
starfi.
öllum þeim aflakóngum, sem unnt regndist
á einn eða annan hátt hafa aðstoðað við að
L. K.
um mánaðarmótin janúar og febrúar, og'
um það leyti komu Austfjarðarbátar þeir,
sem vertíð ætluðu að stunda úr Horna-
firði. Fimin bátar fóru einn róður í janúar
og einn bátur tvo róðra og var afli þá
sæmilegur. í febrúar urðu 6 róðrardagar.
Veiði var þá góð og vænlegar horfur um
afla, ef gæftir hefðu ekki brugðiz.t. Hins
vegar urðu sæmilegar gæftir í marzmánuði
og fóru þá flestir bátanna 20 róðra og öfl-
uðu vel fram til 20. marz, en þá tók alveg
fyrir veiði og mátti heita reytingsafli úr
því, þá er á sjó var farið. Þeir bátarnir,
sem lengst héldu áfram róðrum, en það var
Auðbjörg og Gissur hvíti, hættu 24. maí.
Meðalróðrafjöldi yfir vertiðina var 41, en
sá, er flesta hafði róðrana, fór 61 róður, er
skiptist þannig eftir mánuðum: Janúar
2 (2), febrúar 6 (16), marz 22 (10), apríl
12 (18) og 19 í maí (11).
Heildaraflinn í Hornafirði varð um 1571
smál. af fiski og rösklega 144 þús. 1. af lif-
ur. Úr lifrinni fengust 245 föt af meðala-
lýsi og 50 föt súrlýsi.
Mestan afla í róðri fékk v/b Auðbjörg
8 marz, en þá aflaði hún 10 600 kg. Þessi
sami bátur var aflahæstur yfir vertíðina, og
fékk hann 18 721 1. af lifur og 251 smál. uf
fiski í 58 róðrum. Meðalafli þessa báts í
róðri varð því 4328 kg. Vélbáturinn Auð-