Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1951, Síða 7

Ægir - 01.01.1951, Síða 7
Æ G I R MANAÐARRIT fiskifélags islands 44. árg. I Reykjavík — janúar—febrúar 1951 Nr. 1-2 Fiskifélag Islands fjörutíu ára. Mánudaginn 20. febrúar síðasll. voru fjörutíu ár liðin frá stofndegi Fiskifélags Islands. — Þessa áratugi hafa miklar og margvíslegar breytingar orðið í ísl. þjóð- lífi, og gætir þeirra vitanlega ekki síður í starfi félagssamtaka en á öðrum vettvangi. ^ér þess m. a. glögg merki í starfsemi Fiski- félags íslands, þótt höfuðmarkmið þess hafi ætíð verið það sama, að styðja og efla ;,llt það, sem verða má til íramfara og unibóta í fiskveiðum íslendinga í sjó, ám °g völnum, svo þær megi verða sem arð- saniastar þeim, cr hafa atvinnu af þeim, °g landinu í heild sinni. Þegar Fiskifélag íslands var stofnað, niátti svo heita, að hvorlci sjómenn né utvegsmenn hefðu með sér nokkur sam- lök. En á því tímabili, sem síðan er liðið, liafa þessar stéttir deilzt í fjölmörg fé- lög, einkum liin fyrrnefnda. Þessi þróun hefur eðlilega leitt til þess, að félagið hef- Ur búizt á annan hátt, ef svo mætti orða það, heldur en upphaflega var gert ráð l.vrir og reyndin varð fyrstu árin. En þótt þi'óunin hafi orðið á þessa lund, hefur starfsemi félagsins eigi að síður margeflzt sjavanitveginum til hagsældar, enda verið syeigð á þann hátt, sem breytt viðhorf bafa skapað. Þjónusta Fiskifélagsins er að- aHega þríþætt. Ber þar fvrst að nefna I ræðslustarfsemi. Allir vélstjórar á ísl. vél- bátaflotanum hafa sótt sérmenntun sina á luótornámskeið félagsins, en námskeiðin hafa verið haldin víðs vegar um land. Þá hafa matreiðslu- og sjóvinnunámskeið einnig verið haldin á vegum félagsins. I öðru lagi er að geta rannsóknar- og leið- beiningarstarfsemi. — Fiskideildin var upp- haflega á vegum Fiskifélagsins, unz hún tengdist Atvinnudeild Háskólans. Rann- sóknarstofa Fiskifélagsins hefur nú starf- að hátt í tvo áratugi og sinnt mörgum rann- sóknarefnum og annazt leiðbeiningarstarf- semi. Vélfræðiráðunautur hefur lengi starf- að á vcgum félagsins og skipasmíðaráðu- nautur uin nokkurt skeið. Loks er að nefna skýrslu- og gagnasöfnun félagsins, er stöð- ugt hel'ur verið að færast í auka. Reikninga- stofa sjávarútvegsins starfar einnig á veg- um Fiskifélagsins. Enn er þess að geta, að tímaritið Ægir hefur lengst af verið gefið út af Fiskifélaginu. — Þessi upptalning mun nægja til jiess, að menn renni grun í, hve starf Fiskifélagsins er umfangsmikið og að það hefur eigi alllitla þýðingu fyrir sjávarútveginn, hvernig það er rækt. Hér verða þeir eigi taldir, sem veitt hafa Fiskifélagi Islands foruslu né unnið því að öðru leyti, en vöxtur félagsins sýnir ljós- lega, að eigi hefur vcrið setið auðum hönd- um. Enda er ástæðulaust að lúra á því, að Fiskifélagið er eigi eftirbátur sams konar stofnana í nágrannalöndunum. Það er trúa mín, að Fiskifélag íslands muni eigi síður liér eftir en Iiingað til hirða um að verða Framhald á bls. 48.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.