Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.1951, Blaðsíða 11
Æ G I R 5 Togaraútgerá í Hafnarfirái. Með því að ekki er ætlunin að rekja út- gerðarsögu Hafnarfjarðar í greinum þeim, seni nú birtast hér í blaðinu, heldur ein- vörðungu að draga fram þau atriði, er varpa mega tjósi á, hversu umhorfs er í þessum efnum á líðandi stund, verður ekki Serð tilraun til þess að nefna öll þau tog- arafélög, sem stofnuð liafa verið í Hafnar- firði og starfað þar. Þess má rétt geta, að fyrsti togarinn, sem Islendingar eignuðust, var gerður út frá Hafnarfirði, og togaraút- gerð útlendinga hér á landi var hvergi meiri annars staðar en í Hafnarfirði. Að því er stórútgerð snertir hefur þró- onin i Reykjavík og Hafnarfirði verið mjög úþekk. Á báðuin stöðunum voru það þil- skipaeigendur eða skútuskipstjórar, sem lögðu grundvöllinn að togaraútgerðinni, en síðar komu svo nýir menn til sögunnar, sem ýmist höfðu fengið skólun sína á togur- unum eða við starfsemina i landi. Einn af þeim mönnum, sem um langt skeið rak þilskipaútgerð úr Hafnarfirði, var Einar Þorgilsson. Þegar sýnt þótti, að út- gerð slíkra skipa væri úr sögunni, afréð hann, ásamt sonum sínum, að kaupa tog- ara frá Englandi. Gerðist það árið 1925. Togari sá var fjögurra ára gamall, og var hann nefndur Surprise, en svo hafði heitið kútter sá, er Einar hafði lengst átt og gert út frá Hafnarfirði. Leið svo fram til ársins 1930, að þeir gerðu aðeins út þetta eina skip, en þá létu þeir smíða nýjan togara í Englandi. Var hann nefndur Garðar, eftir þilskipinu, sem Einar hafði fyrst eignazt hlut í. Garðar var stærri og betur útbúinn en nokkur annar togari, sem íslendingar höfðu eignazt til þess thna. Þess má meðal annars geta, að hann var fyrsti íslenzki togarinn, sem beinamjölsverksmiðja var sett í. Þau urðu endalok Garðars, að hann fórst af völdum árekstrar við Skotland árið 1943. En togarinn Surprise var seldur til Vestmannaeyja árið 1945. Þegar smíði ný- sköpunartogaranna svonefndu var ákveðin, keypti Einar Þorgilsson & Co. einn af þeim °g létta afgreiðslustörf við höfnina. Ljós- dufl hafa verið sett á Helgasker sunnan við innsiglingarleiðina og á Valhúsagrunn norð- an við hana, en innsiglingarviti með hvítu og mislitum ljóshornum sýnir leiðina. Marg- ir vélknúnir kranar hafa verið fengnir á bryggjurnar til að flýta fyrir losun fiski- skipa, og dráttarbraut hefur verið byggð í höfninni, sem getur tekið á land allt að -00 smálesta skip. Uppfyllingar hafa verið gerðar, vörugeymsluhús og verbúðahús o. fl. Hafnarfjarðarbær á höfninni tilveru sina að þakka. Með auknum og bættum af- greiðslumöguleikum í höfninni hefur útgerð þaðan vaxið og fleiri og fleiri haft af henni lífsuppeldi sitt. Þetta hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar skilið og metið og hefur lagt fram úr bæjarsjóði stórfé, svo að milljónum króna skiptir, svo að ekki þyrfti að leggja nema lítinn hluta hafnargerðarkostnaðar- ins á skipaeigendur og útgerðamenn, enda eru hafnargjöld í Hafnarfirði tiltölulega mjög lág. Þar sem þær framkvæmdir, sem úrlausn- ar bíða, og sumar hafa verið nefndar hér, eru mjög fjárfrekar, má gera ráð fyrir, að sami háttur verði hafður á um nokkurt skeið, þvi að takmark bæjarstjórnar og hafnarstjórnar er, að enn fleiri skip geti í Hafnarfjarðarhöfn fengið fljóta, örugga og ódýra afgreiðslu. 6. jan. 1951.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.