Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1951, Qupperneq 28

Ægir - 01.01.1951, Qupperneq 28
22 Æ G I R Sk ipasmí áastöá Haf narfjarðar. Viátal viá Júlíus Nýborg. Um það verður ekki deilt, að fyrsta skipa- smiðastöðin á Islandi var í Hafnarfirði. Að sjálfsögðu höfðu margir menn víðs vegar um land’haft atvinnu af smiði báta og' sum- ir smiðanna smíðað tugi og hundruð báta, en um eiginlega skipasmíðastöð í þeirri merkingu, sem við leggjum nú í það orð, var ekki að ræða fyrr en Bjarni Sivertsen hófst handa um að koma upp slíkri stöð í Hafnarfirði árið 1805. Þess má geta sem dæmis um það, að stöð þessi var ekki illa húin að tækjum á þeirra tíma vísu, að eitt sinn er póstskipið kom mikið hrotið úr för frá Danmörku, var það tekið upp í skipa- smiðastöð Bjarna og gert við það. Eklci eru öruggar heimildir um það, hve mörg þitjuð skip Bjarni hefur tátið smíða í skipasmíða- stöð sinni, en ekki munu þau hafa orðið færri en þrjú. En allt frá þeim tíma, að skipasmiðastöð Bjarna Sívertsens lagðist niður, en það varð öndverðlega á síðustu öld, og fram til ársins 1920, var ekkert þiljuskip smíðað i Hafnarfirði svo vitað sé. En þá hafði fyrir tveimur áruin verið stofn- að félag í Hafnarfirði, er nefndist Skipa- smíðastöð. Hafnarfjarðar. Einn af aðilum þess var ungur Hafnfirðingur, er lært hafði skipasmíði í Danmörku. — Þessi arftaki Bjarna Sívertsens í Hafnarfirði, að því er skipasmíðar snertir, er Július V. Nyborg. Fyrir nokkru síðan heimsótti ég Júlíus Nyborg og innti hann eftir ýmsu frá starfi hans. „Hvar og livenær lærðir þú skipasmíði?“ spurði ég Júlíus i upphafi. „Árið 1916 lagði ég leið mína til Dan- merkur og hafði þá áltveðið að læra þar skipasmíði. Upp í þessa ferð lagði ég með citt hundrað krónur og nokkra aura. Ekki var það einsdæmi þá, að ungir piltar is- lenzkir færu utan nær tómhentir. Fyrst um sinn fékk ég 18 krónur í kaup á viku, en fæði og húsnæði kostaði 40—45 krónur yfir mánuðinn. Kaup fulllærðra skipasmiða var þá 75 aurar um tímann. Skipasmíðastöð sú, er ég réðst til í fyrstu, var í bænum Faxeladeplads á Sjálandi, en hann er hafnarbær kaupstaðarins Faxe- plads, þar sem aðalkalknámur Dana eru. Ivarl sá, sem átti skipasmíðastöðina í Faxe- ladeptads, hét I. Ivoefoed, sjötugur að aldri og hafði unnið þarna í sama stað í 40—50 ár. Koefoed var mjög þekktur skipasmiður í Danmörku í þann tíma. Þarna voru smíð- aðar fjórsigldar skonnortur, 500 rúml. að stærð, og þegar hér var komið, var farið að smíða slik skip inni í húsi. Ég' fvlgdist með smíði eins slíks skips frá því að á því var byrjað og til þess, er því var hleypt af stokkunum. Meðan ég dvaldist í Faxelade- plads, voru tveir vélbátar smíðaðir þar fyrir Islendinga. Annar þeirra var Sigurður I., er nú heitir Gotta, en hinn var Skjaldbreið, sem nú er vatnsbátur í Reykjavík. Eftir að ég hvarf frá Koefoed gamla, réðst ég til skipasmíðastöðvar í Svendborg. Þar voru meðal annars smíðaðar þrísigldar skonn- ortur, og tók sex mánuði að smíða eitt slíkt skip. Að lokum var ég svo um tíma í Ivors- ör, en þar eru miklar skipasmíðastöðvar, svo sem kunnugt er.“ „Hvernig snerirðu svo snældu þinni, þeg- ar dvölinni í Danmörku Iauk?“ „Þá hélt ég heim til íslands, heim lil Hafnarfjarðar, og kom þangað um mitt sumar 1918. Þegar þangað kom, stofnaði ég Skipasmiðastöð Hafnarfjarðar ásamt Ólafi Davíðssyni og Lofti Loftssyni. Fyrstu tvö árin var ekki um annað starf að ræða en viðgerðir á skipum. Bækistöð mína hafði ég sunnan við fjörðinn, þar sem slippur Drafnar er nú. Sleði sá, sem ég notaði til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.