Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1951, Page 32

Ægir - 01.01.1951, Page 32
26 Æ G I R að pallurinn var fastur. Því varð að tína eða moka allt af þeim, sem á þá var látið. Það lá í augum uppi, að þessi umsvif öll voru miklu meiri en vera þyrfti, ef pall- urinn væri hreyfanlegur og hægt að renna af honum því, sem bílarnir fluttu. Undan þessari rót var það runnið, að ég gerði pall- inn hreyfanlegan, og kom þá fljótt í ljós vinnusparnaðurinn. Þessari nýjung var tek- ið tveim höndum, og nú er það vafalaust flestum gleymt, livaðan hún var runnin, enda langt um liðið nú, síðan miklu full- komnari steypuútbúnaður á bila kom til sögunnar. Enn var það annað, sem ég veitti athygli, meðan ég var hjá Hellyer. í hvert skipti sem togarar komu í höfn, voru toghlerarnir þannig útleiknir, að skipta varð um þann plankann í þeiin, sem efstur var. Mér þótti of mikilli vinnu og of miklum fjármunum á glæ kastað með þessari tilhögun. Til þess að koma í veg fyrir þetta járnklæddi ég annan kantinn á hleranum. Englendingar tóku þessu með þvermóðslcu, sögðu, að með þessu yrði efsti plankinn of þungur og hler- inn mundi því fara vitlaust í sjónum. Mér þótli það ólíklegt, og reyndin varð einnig sú. Og nú eru ekki smíðaðir svo toghlerar Víkingaskipið, sem Júlíus Nyborg smíðaði í likingu Gauksstaðaskipsins. í Englandi né á íslandi, að ekki sé höfð járnhlíf á yfirkantinum. Loks skal ég drepa á það, að mér hefur lengi verið ljóst, hve dýrt togaraútgerðinni er að nota stiuborð úr tré. Hver togari verð- ur að hafa tvö g'engi af borðum og í hverri veiðiferð skemmast jafnan mörg borð. Auk þess er hreinsun tréborðanna mjög dýr, að ég ekki tali um viðhald þeirra. Ég hef því um nokkurt skeið glímt við að gera hol stíuborð úr málmi, aðallega aluminíum. Borð þessi eru slétt og því auðveld í hreins- un og svo létt, að þau fljóta. Tel ég, að ekki þurfi að taka þau upp úr skipi til hreinsunar. Arið 1949 féltk ég einkaleyfi á þessum borðum hér á landi, og í október í haust fékk ég einkaleyfi á þeim í Englandi. Hvað meira verður úr þessu veit ég' ekki enn. Þess má geta, að Englendingar eru nú farnir að nota stíuborð úr aluminíum, en þau eru riffluð, og því ekki jafnauðvelt að hreinsa þau og ef þau væru slétt. „Hvernig var með víkingaskipið, sem var á Þingvallavatni á Alþingishátíðinni, var það ekki smíðað af þér?“ „Jú, ég smíðaði það árið 1921, og' var það flutt til Reykjavíkur um það bil 2—3 dögum áður en Kristján konungur X. kom

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.