Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1951, Side 55

Ægir - 01.01.1951, Side 55
Æ G I R 49 BENDIX-dýpt armælirinn, Eigi veit ég, hvaða ár var fyrst settur dýptarmælir í íslenzkt skip, en ekki er ýkjalangt siðan. En á því tímabili, sem íslenzk skip hafa notað þetta þarfa tæki, hafa nýjar gerðir af því komið lil sögn °g auk þess ýmis önnur tæki, sem gagna eiga á svipaðan hátt, þótt útbúnaður þeirra sé með öðrum hætti. Mánudaginn 18. des. síðastl. veittist mér kostur á því ásamt nokkrum skipstjórum, utgerðarmönnum o. fl. að fara með v.b. Dagsbrún inn í Sundin við Reykjavík. Ferð þessi var farin í því augnamiði að sýna mönnuni í notkun nýja tegund dýptar- niælis, er cigi hefur áður verið í íslenzku slcipi. Dýptarmælir þessi er nefndur Ben- dix og er framleiddur í Ameríku. — Sjálfur hef ég lítið vit á og því minni reynslu af slíkum gripum, og lagði ég því hlustir við því, sem ég heyrði reynda skipstjóra segja. hað fór ekki fram hjá neinum, að þeir voru hrifnir af mælinum. Hann sýndi botn mjög glögglega svo og fisk og síldartorfur, °g kæmi hvort tveggja mjög skýrt fram, hversu hratt sem bátnum væri snúið í hringi. Þá töldu þeir það kost, að hann nolar þurran pappír til sjálfritunar, og' skemmist liann ekki, þótt mælirinn sé ekki notaður. Þá þótti þeim það til bóta, að auð- er að taka tækið heim með sér og geyma það þar, þegar báturinn stundar ekki sjó. Vegna þess, hve mælirinn er lítill fyrirferð- ar, er auðvelt að koma honum fyrir í litlum bátum, eða þar sem rúm er mjög tak- markað. Botnstykkið er mjög lítið, aðeins 4 þumlungar og því auðvelt að koma því fyrir án þess að taka bönd í sundur. llér sést Bendix-dýptannœlirinn. Mijnd þessi er aj mœlingu úr fcrð v.b. Dagsbrúnar 18. des. siðastl.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.