Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1951, Side 56

Ægir - 01.01.1951, Side 56
50 Æ G I R Aflafréttir frá Vest- og Austfjöráu m. Janúar. Yestfirðir. Steingrímsf jörður. Þrír Hólmavikurbátar hófu veiðar fyrst um 20. jan. Fóru þeir 4 sjóferðir, öfluðu illa, mest um 3500 kg í sjóferð. Súðavik. Afli var mjög tregur, 2—5 smál. í róðri. Farnar voru aðeins 7 sjóferðir af tveimur bátanna, en einn lenti i vélarbilun eftir miðjan mánuðinn. ísafjörður. Einungis 4 bátar hafa stund- að veiðar, enn fremur 2 bátar, 5 og 7 lesta, svo og fáeinir trillubátar framan af mán- uðinum. Fjórir bátar fóru með ísfisks- farm til Bretlands í mánuðinum. Aflinn var allgóður fyrstu daga mánaðarins, en treg- aðist brátt. Gæftir voru lengstum góðar, farnar flcst 20 sjóferðir. Aflahæsti báturinn fékk rúmar 77 smálestir í 18 sjóferðum, mest nær 8000 kg í sjóferð. Hnífsdalur. Einungis 3 bátar voru að vciðum. Allgóður afli fyrst, en þó einungis 6500 kg mest í sjóferð, síðan tregfiski og' sjaldan farið til fiskjar. Farnar voru mest 11 sjóferðir. Bolungarvík. Aðeins þrír bátar, um 40 lesta, voru þar að veiðum og að auki einn 5 lesta bátur. En eftir miðjan mánuðinn bætt- ust tveir bátar við. Fremur var tregur afli, Ég' spurði um verð Bendix dýptarmælis- ins, og' var mér tjáð, að hann kostaði um eitt þúsund dollara kominn í skip í New York. Ég innti eftir, hvað kostaði að setja hann i, og fékk það svar, að það myndi verða um 1500 lu\, og er þá upp- og fram- setningarkostnaður iiátsins fólginn þar í svo og slippleiga. Var því bætt við, að þessi inn- setningarkostnaður væri 2—3 þús. krónum minni en á öðrum niælum, sem hér væru notaðir. Ég sé á norskum og dönskum blöðum, að þessi mælir ryður sér til rúins þar. talinn til jafnaðar 4 smál. í sjóferð. Alls aflaðist í mánuðinum 197 smál. fisks. Suðurcijri. Góðfiski var fyrstu viku mán- aðarins, upp að 12 smál. mest í sjóferð. Tregfiski og sjaldgjöfult síðustu vikuna, komst afli þá niður i 2000 kg í sjóferð. Mest voru farnar 11 sjóferðir í mánuðin- um. Sex þilfarsbátar stunda þarna veiðar, og sá sjöundi bættist við um mánaðamótin. Flateyri. Þrír bátar voru á veiðum. Fóru þeir mest 11 sjóferðir og öfluðu mest 6500 kg. Afli var rýr síðustu dagana, neðan við 2000 kg í sjóferð. Þingeijri. Tveir bátar voru að veiðum, afli tregur, mest um 6000 kg og neðan við 2000 kg' upp á síðkastið. Bíldudalur. Tveir bátar fóru sínar tvær sjóferðirnar hvor í lok mánaðarins, en öfl- uðu mjög litið. Austfirðir. Hornafjörður. Þar voru 6 bátar tilbúnir til róðra í janúarlok, cn 2 bátar voru vænt- anlegir í viðbót. Afli var tregur, mestur 5 smál. í róðri. Djúpivogur. Afli var góður, en gæftir slæmar. Mestur afli í róðri var 11 smál. Mjög var langsótt í afla. Mest voru farnir 4—5 róðrar í mánuðinum. Bátar á Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Stöðv- arfirði voru ekki byrjaðir róðrar seint í jan. Fjórir Norðf jarðarbátar róa frá Hornafirði, 2 úr verstöðvum við Faxaflóa, aðrir bátar voru ýmist að búast á línu- eða togveiðar i janúarlok. Athugasemd. Vegna veikinda í prentsmiðjunni er blað þetta miklu síðbúnara en til var ætlazt. Ritstjóri: Lúðvík Krlstjánsson. Rikisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.