Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1979, Síða 18

Ægir - 01.03.1979, Síða 18
Sníkjudýr á tálknum og á roði fiska valda þar sárum, sem greiða gerlum, veirum og sveppum leið. Stöðug erting af völdum sníkjudýranna á tálknum leiðir til offjölgunar þekjufrumna og aukinnar slímmyndunar, en þetta hvort tveggja hindrar loftskipti, svo að fiskarnir kafna. Lífsferill sníkjudýranna er breytilegur eftir teg- undum. Sumum einfrumungum fjölgar einfaldlega við endurtekna skiptingu og berast þeir svo með vatni beint milli fiskanna. Margir þeirra deyja fljót- lega ef of langur tími líður áður en þeir finna sér nýjan fisk. Aðrir einfrumungar mynda dvalastig, sem gerir þeim kleift að lifa af um skeið, jafn- vel nokkur ár, við óhagstæð skilyrði utan fiskanna. Hjá enn öðrum sníkjudýrum, t.d. bandormum og ögðum, er lífsferillinn flóknari og verða þau að berast á ákveðnu þroskastigi í önnur dýr til þess að geta lokið honum. Þau sníkjudýr sem ætla má að valdi tíðast vand- kvæðum í íslenskum eldisstöðvum þar sem ferskt vatn er notað, eru einfrumungar, sem setjast utan á roð og á tálkn. Laxalýs (krabbadýr) eru meðal sníkjudýra er sýkja laxa meðan þeir dveljast í sjó. Kvendýrin mynda nokkur hundruð egg sem klekjast út í sjón- um. Lirfurnar hafa tvisvar hamskipti og sýkja ekki laxana fyrr en að þeim loknum. Á löxunum þroskast þær áfram uns fullorðinsstigi er náð. Finni lirfurnar hinsvegar engan fisk stöðvast þroski þeirra og þær deyja. I Noregi hefur laxalúsin valdið talsverðu tjóni í sjóeldi og er ekki óalgengt að fjöldi þeirra á hverjum fiski sé yfir 300. Meira að segja hafa fundist einstakir fiskar með yfir 2000 laxalýs. Ætla má að einnig hér á landi geti laxalús gert usla í sjóeldi. Sést hún oft á roði nýgenginna laxa í íslenskum ám. Gerlar: í fersku og söltu vatni er jafnan fjöldi gerlategunda, og úr því umhverfi afla þær næringar- efna sér til viðhalds og fjölgunar. Margar hverjar hafast við í slími utan á roði og tálknum fiska og í meltingarvegi þeirra. Langflestar eru þessar gerla- tegundir hættulausar heilbrigðum fiskum, en sumar geta þó valdið mjög alvarlegum sýkingum, einkum ef streitu gætir hjá fiskunum. Dæmi um slíka sýkla eru t.d. gerlar sem valda sporð- og uggaroti og tálknaveiki. Þá geta og aðrar slíkar gerlategundir valdið blóðeitrun og skemmdum í innri líffærum og sárum á húð. Vibrio anguillarum tegundin t.d. finnst iðulega í meltingarvegi sjávarfiska af ýmsum tegundum þótt heilbrigðir virðist. Þrátt fyrir það er þessi gerlategund talin einn alvarlegasti sýkillinn sem við er að etja í sjóeldi laxfiska. Getur dánar- talan farið yfir 50%, einkum meðal ungra fiska. Svo virðist sem sjúkdómsins verði helst vart í laxfiskum þegar streitu gætir hjá þeim og sjávarhiti er orðinn meiri en 10-11°C. f fersku vatni hefur sjúkdómsins stöku sinnum orðið vart, einkum meðal alifiska sem fóðraðir eru á hráum sjávarfiskum. Að minnsta kosti þrjár af þeim gerlategundum, sem valda sjúkdómum i fískum, hafa svo sérstakar næringarþarfir að fjölgunar þeirra er ekki að vænta nema í vefjum fiskanna. Sýktir fiskar eru því að lík' indum einu smitberar slíkra gerlategunda í náttúr- unni. Dæmi um þetta er Corynebacterium-legund sú, er veldur nýrnaveiki í laxafiskum, og Aeromort- as salmonicida, er veldur kýlaveiki. Veruleg afföll verða oftast á alifiskum og villtum fiskum sem sýkjast af þessum gerlategundum. Sjúkdómsmynd kýlaveikinnar fer m.a. eftir snút' mætti gerlastofnsins, aldri fiskanna og hita vatns- ins. Mjög ung laxaseyði deyja oft snögglega án ein- kennandi sjúkdómsmyndar, en í eldri fiskum ma fremur vænta þess að sjá blæðingar á roði ásamt hrúðurkenndum kýlum, sem veikin dregur nafn sitt af. Nýrnaveikin er hæggengur sjúkdómur, svo að fiskarnir eru tíðast orðnir nokkuð vaxnir áður en verulegs dauða fer að gæta. Streita flýtir þó gangj sjúkdómsins; t.d. deyja mörg lítt sjúk laxaseiði skömmu eftir að þau ganga til sjávar. Oft sjást engin ytri merki sjúkdómsins; en stundum koma fram sjúklegar breytingar t.d. á roði, svipaðar þeim sem vart verður af ýmsum öðrum orsökum- Við stórsæja skoðun innri líffæra sjást oft gra' leitir eða hvítleitir bólguhnútar, einkum í nýrum- milti og lifur. Nákvæm greining sýkils staðfesth sjúkdóminn, eins og títt er um smitsjúkdóma. Laxalýs sjást ofl á húð nýgenginna taxa i íslenskum ám en de)Ja fljótt eftir að íferskt vatn erkomið. Lýsnargeta valdið verulegun' sárum á húð fiskanna, en síðan greiða þau öðrum sýklum leH>' Jafnframt gera sárin fiskunum erfitl fvrir um stjórn á líkattlS vökvum og söltum. 134 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.