Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1979, Page 20

Ægir - 01.03.1979, Page 20
þurrfóðurs er raunar einnig varhugaverð vegna rýrnunar á næringargildi. Varnir gegn smitsjúkdómum Helsta vörn gegn fiskasjúkdómum í eldisstöð er sú í fyrsta lagi að hindra að ákveðnir sýklar berist þangað og í öðru lagi að minnka áhrif streituvaldandi þátta, einkum með góðum að- búnaði. Hindrun á útbreiðslu sýkla: 1) Lög og reglur: Með síauknum flutningum á lifandi ferskvatns- fiskum og hrognum aukast líkur á að hættulegir sýklar berist til svæða þar sem þeirra hefur ekki orðið vart áður. Dæmi um sýkla er flust hafa á þennan hátt milli svæða eru t.d. einfrumungur (Myxosoma cerebralis) sem veldur svonefndri hvirfilveiki og IPN-veiran. Frá Evrópu barst hvirfilveikin með frystum regnbogasilungi til N,- Ameríku í kringum 1961, þar sem hún breiddist ört út og olli ómældu tjóni. IPN-veiran barst hinsvegar frá Ameríku til fiskeldisstöðva í Evrópu með regnbogasilungum og hrognum þeirra. í Dan- mörku varð fyrstu IPN-sjúkdómstilfella vart árið 1968 þrátt fyrir lög frá 1966 sem bönnuðu inn- flutning augnhrogna. Rannsóknir leiddu síðan í ljós að veiran hafði borist til Danmerkur þegar árin 1960 og 1963 með augnhrognum frá Frakklandi og Bandaríkjunum, en sjúkdómurinn legið niðri og hans ekki orðið vart fyrr en 1968, eins og fyrr segir. f Svíþjóð fannst veiran fyrst árið 1969 og í Noregi árið 1975. Slíkur flutningur sýkla hefur orðið til þess að í ýmsum löndum hafa verið sett lög og/eða reglur, sem hindra flutning á hrognum og lifandi eða dauðum fiskum ákveðinna tegunda, nema fyrir liggi heilbrigðisvottorð, er kveði svo á, að tilgreindir sýklar hafi ekki fundist í þeim hrognum eða fiskum sem um sé að ræða. Þetta er gott svo langt sem það nær. Hins vegar er margur vandinn, sem við er að etja í baráttunni gegn út- breiðslu hættulegra smitsjúkdóma í fiskum. Var- úðarreglur eru mismunandi strangar eftir löndum. Ósamræmis gætir milli landa í því t.d. hvernig eftirliti er háttað, svo og um þær sýklategundir sem krafist er að leitað skuli. Annarsstaðar er lítið sem ekkert eftirlit. í löndum sem eiga saman landamæri eða vatnasvæði og búa við fyrrgreint ósamræmi, er augljóst að gildi slíkra reglna er takmarkað. Alþjóðleg ráðstefna er í undirbúningi á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna, þar sem reynt verður að samræma þessi atriði. Auk þess sem hér hefur rætt verið, koma svo hrein tækni- leg vandamál sem takmarka áreiðanleika heil- brigðiseftirlits. Með þeimaðferðum, sem menn ráða nú yfir, er t.d. nánast óhugsandi að finna ákveðna sýkla í fiskum, séu þeir aðeins örfáir í hverjum fiski. Heilbrigðisvottorð sem gefið væri út að slíkri rannsókn lokinni gæti þar af leiðandi ekki tekið af skarið um það, að engir sýklar væru í þeim fiskum sem í væri leitað, og því síður í þeim sem ekki væri hægt að komast yfir að skoða. Sýklar sem ekki finnast við leit, geta leitt til smitfaraldurs jafnvel þótt örfáir séu. En neikvæðar niðurstöður endurtekinna rannsókna minnka hins- vegar stórlega líkur á því að um sýkingu sé að ræða. Þá er og þess að geta að ennþá skortir næga þekkingu á eðli sumra sjúkdóma t.d. roðsára- veikinni (Ulcerative dermal necrosis) og enn eru að finnast nýir sýklar, sem gera erfitt fyrir um raun- hæfar varúðarráðstafanir. Með eftirliti og leit að ákveðnum sýklum svo og sótthreinsun hrogna er reynt að koma í veg fyrir dreifingu sýkla milli landa eða landsvæða. Algeng' ast er að gerlar eða veirur sem berast með hrognum frá sýktum klakfiski séu á yfirborði hrognanna- Undantekningar frá því eru þó IPN-veiran og nýrnaveikigerillinn. því þessir sýklar geta einmg verið inni í hrognunum. Ekki er því hægt að sótt- hreinsa örugglega gegn IPN-veirunni, því þaU efni, sem virk eru gegn henni, dra-pu hrognm ef þau bærust inn í þau. Til að forðast þessa veiru- tegund verður því að afla hrogna frá klakfiskum. sem engar veirur hafa fundist í þrátt fyrir leit. I Bandaríkjunum er nú unnið að tilraun til að eyða nýrnaveikigerlum, sem eru inni í hrognum, með þvl að láta nýfrjóvguð hrognin draga inn í sig ákveðið lyf sem leyst er upp í vatni. Enn er ekki fuH' reynt hvort þessi aðferð ber tilætlaðan árangur, en þær niðurstöður sem fengist hafa, lofa vissulega góðu. Ástæða þótti til að hefja sótthreinsun hrogna hérlendis á þennan hátt vegna þeirra nýrnaveikitilfella, sem vart hefur orðið tvívegis 1 eldisstöðvum hér og þess tjóns, sem af þeim hlaust- í þessu sambandi er rétt að geta þess, að ofari' greindur nýrnaveikigerill er eini sýkillinn, sem fundist hefur hér á landi af þeim, sem iðulega er krafist að leitað sé vegna útgáfu heilbrigðiS' vottorða og innflutningsleyfa til annarra landa- Er óskandi að annarra verði ekki vart. Ljóst er mikilvægi þess fyrir okkar eigin villta laxfiska- stofn, svo og fyrir íslenskt fiskeldi ef menn hyggjast beina framleiðslunni í auknum mæli a 136 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.