Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1979, Qupperneq 22

Ægir - 01.03.1979, Qupperneq 22
frá ammóniaki. Þar sem takmarkað vatn hindrar slíkt er best að samtengja sem fæst eldisker. Sérstök hreinsiáhöld, svo sem burstar og háfar, þurfa að vera fyrir hvert ker, og þau verður að sótthreinsa reglulega t.d. með joðefnum eða klór- blöndu. Gæta skal varúðar í meðferð sótthreinsi- efna. Lífræn efni eyða virkni þeirra mjög fljótt, og því er nauðsynlegt að skola mestu óhreinindin af áhöldunum með vatni áður en sótthreinsað er. Þar eð þessi efni eru mjög hættuleg fiskum, verður að endurtaka skolun áhaldanna í hreinu vatni áður en þau eru notuð aftur. Eldisker skulu að sjálfsögðu einnig sótthreinsuð í hvert sinn sem þau eru tæmd. Um tjarnir gegnir sama máli; skulu þær t.d. sótthreinsaðar með kal- síum oxíði (CaO) eða kalsíum hídroxíði(Ca(OH)2). Ef fiskarnir hafa gott vatn og nægilegt rými í eldisstöð, þá er hægt að draga verulega úr sýkingar- hættu. Á hinn bóginn getur það takmarkað svo framleiðsluna að eldisstöðin beri sig ekki fjár- hagslega. Því verður það að vera meðal fyrstu verkefna í hverri eldisstöð að ákvarða hlutfallið milli vatnsflæðis og ásetningar seiða í hverju eldiskeri. Þetta hlutfall er mismunandi eftir eldis- stöðvum, og tölur í töflum um þetta atriði er einungis unnt að nota til viðmiðunar. Hlutfallið á hverjum stað er fyrst og fremst háð gæðum vatns- ins. Því er best að halda nákvæma skrá yfir hvert ker þar sem athugað er: vatnsflæði, ásetning, dánartíðni, fóðrun, vatnshiti; og ef hægt er grugg og ammóníak svo og sýrustig vatnsins. Með því að hafa mismunandi flæði og ásetningu í kerum ætti að fást eftir nokkurn tíma mynd af því hversu mikið beri að setja á. Þeir gerlar sem að jafnaði tengjast t.d. ugga- og tálknaskemmdum finnast nánast á öllum vatna- svæðum, þótt í svo smáum stíl sé, að merki sýkingar séu ekki sjáanleg á fiskum úti í náttúrunni. Þegar fáeinir slíkir sýklar berast með vatni inn í eldis- stöð, eiga þeir skemmri leið milli fiska. Auk þess fjölgar þessum gerlum mjög ört í fóðurleyfum sem vilja safnast fyrir, ef rennsli í kerunum er of lítið. Óhóflegt grugg í eldisvatni, hvort sem það stafar af fóðri eða það kemur inn með vatninu, sest í tálkn fiskanna, veldur þar stöðugri ertingu og eykur líkur á tálknasýkingu. Þau eldisker sem algengust eru í íslenskum eldisstöðvum eru þannig hönnuð, að vegna hringstreymis í þeim og hallandi botns inn að miðju þar sem frárennslið er, eru þau nánast sjálfhreinsandi sé vatnsrennslið hæfilegt. Mest er hættan á tálknasýkingu í yngstu seiðunum sem verið er að venja á fóður. Þetta stafar m.a- af því, að mörg seiðin eru viðkvæm vegna fóðrunar- vanda á þessu tímabili. Einnig er ásetning seiðanna almennt mikil á þessu aldursskeiði því talið er að slíkt örvi vöxt þeirra. Auk þess verður að stilla vatnsrennsli í hóf vegna þess hve seiðin eru lítil* sem aftur veldur því að fóðurleyfar safnast á botn- Þess vegna er nauðsynlegt að gæta vel að fóðurgjöf- slíkt er raunar sjálfsagt sparnaðratriði. Sjúkdómsmeðferð: Engin meðferð er betri en sú að búa alifiskunum slíkt umhverfi, að sýklar eig1 þar erfitt uppdráttar. Þetta kann hins vegar að vera hægara sagt en gert. öll lyfja- eða efnameðferð verður að byggjast á sjúkdómsgreiningu. Gegn ýmsum einfruma sníkjudýrum er setjast á roð og tálkn fiska svo og sveppum og sumum tegundum gerla er böðun fiskanna í ákveðnum efnablöndum helsta ráðið- Því miður eru mörg þessara efna fiskunum varhuga' verð í þeim styrkleika sem nauðsynlegur er til að eyða sýklunum og eituráhrifin tíðast meiri í okkar kalksnauða vatni en í kalkríkara vatni víða erlendis- Þá fer val á efnum til böðunar eftir því hver sýkillinn er. Formalín er t.d. iðulega notað gegn einfruma sníkjudýrum á roði og tálknum. Sé hms vegar um tálknasýkingu að ræða af völdum gerla verður slík meðferð mjög hættuleg og rétt að lelta annarra efna. Böðun skal því takmarka við nauð' synlegustu tilfelli, og iðulega er hún nánast gagnslaus ein sér ef ekki eru um leið bættir þe,r umhverfisþættir sem til sýkingar leiddu. og góðan aðbúnað. íslíku umhverfi berasl gerlar og sveppúfv ■ a ugga, þar sem þekjufrumur hafa irosnað burt, og valdafre*a eyðingu og getur jafnvel leitt til dauða ftskanna. Hins vegor '1' oflasl koma i vegfyrir slikar skemmdir með því að halda kerum hreinum, sjáfyrir hcefilegu vatnsrennsli ogstilla dsetn",l i hóf. Stöku tilfelli md þó rekja til nœringarskorts. 138 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.