Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1979, Side 34

Ægir - 01.03.1979, Side 34
á sömu vandamálum og áður og auk þess nýtt vandamál, uppglenntur kjaftur (trismus). Þessari tilraun var því fljótlega hætt. Vorið 1977 var enn hafist handa með stóra tilraun í Kollafirði í samvinnu við Veiðimála- stofnunina eins og endranær. Byrjað var með fimm hópa af laxaseiðum á kviðpokaskeiði, en i hverjum þeirra voru um 5000 fiskar. Leitast var við að búa fóðrið þannig til, að finna mætti skýringar á áðurgreindum vandamálum. Notað var bæði mis- munandi fiskmjöl, mismunandi vítamínmagn og steinefnum var bætt við einn hópinn. Þessari til- raun var haldið áfram fram á haust 1977 með alla hópana, en fiskur var alinn á Ewos fóðri til saman- burðar. Um miðjan september lágu eftirfarandi niðurstöður fyrir: Meðal- Hópur Fóður þungi Sjúkdómar I FiFó 1 4,76 II FiFó 2 6,21 III FiFó 3 4,52 IV FiFó 4 3,61 V Ewos 3,02 Kubbar + augnhvíta, en ekkert alvarlegt. Engir. Kubbar, mjög útbreitt. Kubbar + augnhvíta + opinn kjaftur, alvarlegt ástand. Engir. Segja má, að þessi tilraunauppsetning hafi tekist mjög vel og út frá henni megi leiða þær líkur, að blinda stafi af ákveðnum steinefnaskorti eða mis- vægi í steinefnasamböndum. Kubbavöxtur stafar sennilega af vítamínskorti og er hann líklega í tengslum við óeðlilegt steinefnainnihald. Hópur II sýndi helmingi meiri vöxt en laxinn, sem alinn var á Ewosfóðrinu. Þessi hópur var ákaflega fall' egur og svipaði eindregið til þeirra seiða, sem sýndu mesta endurheimtu eins árs seiða sumarið 1974 eftir ársdvöl í sjó eins og áður er getið. Á EIFAC (European Inland Fisheries Advisory Commission) ráðstefnunni í Hamburg 20.-23. júm 1978 flutti P. Luquet erindi eftir sjálfan sig og Dr. Rumsey, sem áður er nefndur. Fjallaði erindið um þurrfóður. Þar kom fram, að augnhvítan, sem valdið hefur mestum vandamálum í Banda- ríkjunum, stafar af zink-skorti. Segja má, að vanda- mál það sé því leyst. Hópur II í 1977 tilrauninm var eini heilbrigði í hópurinn, en hann var líka sá eini, sem fékk aukalega sérstaka steinefnablöndu. Mikilvægi fóðurrannsókna og eigin fóðurframleiðslu Samband milli fóðurs, þ.e. allra einstakra fóður- efna, vaxtar og heilsufars hefur afgerandi þýðingu í öllu dýraeldi. Þetta á ekki síst við um ákaflega viðkvæm dýr eins og laxfiska. Smávægilegur heilsu- farsgalli getur auðveldlega valdið því, að lax skilar sér illa úr sjó og er ónothæfur til hafbeitat- Fóður og heilsa eru þau flóknustu mál, sem unnt er að ímynda sér. Þegar litið er á endurheimtur laxa í Kollafifð1 (sbr. Árni ísaksson, Hafbeit, ráðunautafundur Rala og Búnaðarfélags íslands, febrúar 1979) kemur í Ijós, að endurheimtur eru mestar áriu 1972 til 1974 (mestar 1973 eða 13%), en fara síðan minnkandi. Þetta eru einmitt árin, sem Kolla* fjarðarstöðin notaði mest íslenskt fiskfóður. Fóður- notkun íslensks fóðurs fór vaxandi alveg fram a sumar 1974, en hætti þá að mestu, enda vanda- Laxaseiði, sem eru að sleppa kviðpokanum, en þá hefst fóðrun Eldisker í laxeldisslöð 150 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.