Ægir - 01.03.1979, Side 45
50 Og 100 m dýpi. Yfirborðshiti sjávar í Grænlands-
hafi var tiltölulega hár, hærri en á árunum 1970-
1975 (Hjálmar Vilhjálmsson og Eyjólfur Friðgeirs-
s°n 1976). Hitadreifingin sýnir meginhafstrauma,
Irminger strauminn fyrir vestan land og með land-
grunnshalla Austur-Grænlands, og tvö hring-
straumskerfi dýpra í Grænlandshafi (Hermann og
' homsen 1946).
A landgrunnssvæðinu fyrir vestan og norðan
and var sjávarhiti á 50 m dýpi nálægt meðal-
^gi (Unnsteinn Stefánsson 1962) og einnig grynnra
'-0 m) nema úti af vestanverðu Norðurlandi, þar
sem kaldur sjór úr norðri var í yfirborðslögum.
ru það væntanlega leifar hafísástandsins fyrr í
rr'ánuðinum.
. A grunnslóðum austanlands var yfirborðshiti
sJavar í ágúst 1978 um 1° hærri en í meðalári
nnsteinn Stefánsson 1962). Sunnanlands var
ynn svipaður og 1977, en 1° hærri en 1976.
0 m dýpi var sjávarhiti á íslenska landgrunninu
aftur yfirleitt í meðallagi og svipaður og 1976 og
1977.
í heild var þó sjávarhiti í yfirborðslögum í Græn-
landshafi og á grunninu umhverfis ísland í ágúst
1978 nálægt eða aðeins ofan við meðallag nema
fyrir vestanverðu Norðurlandi, þar sem gætti
áhrifa íssins.
Dreifíng og fjöldi fískseiða
Fiskseiðalóðningar eru sýndar á 5. mynd. Að
venju lóðaði jafnframt á ýmsum öðrum lífverum,
svo sem kolmunna, sandsíli, loðnu, marglyttum,
ljósátu og fleira dýrasvifi. Að svo miklu leyti
sem hægt er voru þessar lóðningar reiknaðar frá
og eru því ekki inni í myndinni. í Grænlandshafi
ollu ýmsir djúpfiskar t.d. laxsíldir og marsnákar
ennfremur miklum vandræðum af þessu tagi,
einkum að næturlagi; þá koma þessar tegundir
upp í yfirborðslög sjávar og blandast fiskseiðunum.
í heild lóðaði heldur lítið á fiskseiðum sumarið
ÆGIR — 161