Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1979, Blaðsíða 54

Ægir - 01.03.1979, Blaðsíða 54
þegar betur var að gáð fannst ekki urmull af henni á þessum slóðum, og var það almenn trú að ofveiði hefði útrýmt henni með öllu. Háskóla Kaliforníu og Schripps hafrannsóknastofnuninni var falið að reyna að komast að því, hvað raunverulega hefði átt sér stað og eftir umfangsmiklar rannsóknir sem staðið hafa árum saman, er svarið smám saman að koma í ljós. Bendir allt til þess að veðurfars- breytingar hafi valdið breytingum á fæðukeðju þeirri sem var undirstaða þess að sardínan gæ*1 þrifist. Vísindamenn þeir sem að þessum rann- sóknum hafa starfað segja að slá megi því föstu. að ástæðurnar fyrir hruni ansjóvítustofnsins úti fyrir ströndum Perú hafi verið þær sömu. Gætu svipaðar orsakir hafa valdið því, að norsk-íslenski síldarstofninn hrundi? Eitt stærsta sjóeldisfyrirtæki Evrópu er norskt og heitir Mowi. Árleg framleiðsla þess er um 1000 tonn af sjóöldum laxi og veltan á síðasta ári er áætluð að verði sem svarar 3 milljörðum ísl. kr. Nýlega voru hér á ferð tveir af framkvæmda- stjórum fyrirtækisins, þeir Are Naustdal og Thor Mowinchel, en erindi þeirra félaga var að kanna möguleikana á kaupum á laxaseiðum og þá helst frá Tungulaxi h/f. Ýmsir erfiðleikar eru í sambandi við flutninga á laxaseiðum milli landa, en flutnings- kostnaður ætti ekki að vera nein hindrun og mætti vera allverulegur, þar sem verð á laxaseiðum er um 3 sinnum hærra í Noregi en hér á landi. Enn sem komið er hefur ekki verið ákveðið hvort af þessum viðskiptum á milli Mowi og Tungulax getur orðið. Tungulax hefur aðstöðu til að framleiða um 200.000 laxaseiði á ári og ef vandamálið við flutningana verður leyst á hagkvæman hátt, þá hafa Norðmenn látið í ljós áhuga sinn á að kaupa alla framleiðslu fyrirtækisins. Fyrir um 25 árum voru sardínuveiðar stór- iðnaður í Kaliforníuríki, og þegar veiðarnar stóðu sem hæst gáfu þær af sér um 850.000 tonn á ári, sem að mestu fór til bræðslu. Borið saman við heildarfiskveiðarnar í heiminum, sem voru um 15 milljónir tonna á þessum tíma, voru sard- ínuveiðarnar þarna mikilvægar á heimsmæli- kvarða. Skyndilega hætti sardínan að veiðast, og Komin er á markaðinn sjálflýsandi plastbeita, sem notuð hefur verið með góðum árangri á línu- veiðum, að því er sagt er. Hefur norska fiskveiði- rannsóknastofnunin gefið þessari nýju uppfinningu góð meðmæli. Ekki mun það vera alveg nýtt af nálinni, að reynt sé að nota gerfibeitu á Hnu- en fram til þessa hefur hún ekki þótt samkeppnis- fær við lífræna beitu. Hin nýja gerfibeita er fram- leidd af norska fyrirtækinu Fluor-Lux, og er vitað um eitt útgerðarfyrirtæki í Færeyjum sem hefur þegar pantað 20.000 beitur. Leiðrétting: Bagalegt brengl varð við leiðréttingu á próförk í síðasta Reytingi í greininni um norskan sjávarútveg á bls. 94, þanmg að úr varð meiningarleysa. Rétt þykir að birta upphaf greinar- innar að nýju: Síðasta ár var norskum sjávarútvegi þungt í skauti. en heildaraflinn varð aðeins 2.384.600 tonn á móti 3.217.504 tonnum árið 1977. og er aflarýrnunin 25,9% á milli þessara tveggja ára og aflaverðmæti, upp úr sjó, 9.9% lægra. Munar þar mest um. að loðnuveiðarnar brugðust að miklu leyti. Á ármu 1978 veiddust 1.275.000 tonn af loðnu, en 2.137.200 tonn árið áður, og hafa Norðmenn allverulegar áhyggjur af loðnU' stofninum og hefur hámarksveiði á loðnu árið 1979 nú verið ákveðin aðeins 560.000 tonn sem skiptist á milli 400 veiði' skipa. Veiðileyfum til einstakra stærðarflokka loðnuveiðiskip3 hefur þegar verið úthlutað, og sem dæmi má nefna. að skip senl lesta 800 tonn eða meira, fá leyft til að veiða hámark 2.2511 tonn. en það þýðir að stærstu og fullkomnustu nótaskipin gcia auðveldlega tekið þetta aflamagn í tveimur veiðiferðum og Þ° meira væri. 170 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.