Ægir - 01.03.1979, Page 55
Letta kort af Jan Mayen teiknaði Bjarni
^æmundsson, fiskifræðingur, eftir korti norsks
rannsóknarleiðangurs frá 1876-78, og birtist það
'tteð grein sem hann skrifaði í ,,ÆG1“ 7. tbl.
,2. Kveikjan að grein Bjarna er sú, að á þeim
arum hafði ýmsum íslendingum leikið hugur á því
heimsækja eyna, en hún allra eign, eða
en8ra eign (no man’s land), og miklar sögur gengu
Um gott væri til fanga á eynni, bæði veiðibráð
u8 rekaviður. Lýsir Bjarni síðan eynni mjög ná-
væmlega, (að stærð álíka og Eyjafjörður), svo
°8 náttúrulegum aðstæðum öllum, en telur litla
v°n um fiskafla þar sökum sjávarkulda.
} næsta tbl. sama árgangs, er rituð grein um för
°ns Loptssonar, hákarlaformanns frá Grenivík við
yjarfjörð, til Jan Mayen. Fór hann í hákarla-
e8u þangað um 1860, en afli var rýr og það litla
Setn fiskaðist voru smáhákarlagot.
* 4- tbl. ,,ÆGIS“ 1915, ritar Bjarni aftur um
an Mayen, og er hann þar að koma á framfæri
uPPlýsingum sem hann hafði fengið frá hinum
ræ8a franska vísindamanni dr. Charcot, sem hafði
Ver>ð þar á ferð árið 1902 og svo aftur 1912, á
'P' s'nu Pourqoui Pas. Eru þetta landfræðilegar
°8 náttúrulegar lýsingar á eynni. Dr. Charcot
8etur þess, að vetrarseta sé ávallt hættuleg á Jan
Mayen
höfð
vegna skyrbjúgs og að flestir sem reynt
u vetrarsetu fram að þeim tíma hafi dáið úr
essum sjúkdómi. Ennfremur getur hann þess, að
rekavið séu ósköpin öll.
^ 8--9. tbl. „ÆG1S“ 1918, er birt grein úr
tii r8Ur>blaðinu, þar sem rakin er för Norðlendinga
afla an ^ayen’ sem farm var ' Þetm tilgangi að
er a rekaviðar sem gnægð reyndist af, eins og áður
s ®etu'*’ °8 leggja þeir til að senda þangað vetur-
Um mAenn l'* a® dtaga saman við, og eru fullvissir
a hafa megi af því góðan hagnað.
í 4.-5. tbl. „ÆGIS“ 1922, er aftur tekin upp
grein úr Morgunblaðinu, og er þar saga Jan Mayen
rakin allýtarlega. Þar greinir frá, að allt bendi til
þess, að íslendingar hafi þekkt eyna um árið 1000,
og má renna stoðum undir þá kenningu, að þeir hafi
kallað eyna Svalbarða, en það nafn mun síðar hafa
færst yfir á Spitzbergen. Frá miðöldum eru til
skilríki, sem leggja má út á þann veg, að íslend-
ingar hafi þekkt eyna löngu áðuren Hudson sáhana
árið 1607, en Hollendingurinn Jan Mayen hlaut
heiðurinn af því að hafa fundið eyna árið 1611.
Líklegt er, að hollenskir hvalveiðimenn hafi haft
spurnir af íslensku sögninni af Svalbarða, en senni-
legt er að íslendingar hafi farið ferðir til Jan
Mayen löngu fyrir 1600 og sótt þangað við og elds-
neyti. Hollendingar og Englendingar hófu að
stunda hvalveiðar frá Jan Mayen, og stóðu þær með
mestum blóma fyrri hluta 17. aldar, og er talið
þeir hafi skipt eynni á milli sín, og héldu þeir
þessari aðstöðu sinni þarna allt fram til 1840.
Þá er þess sérstaklega getið í þessari grein, að enn
sem komið er, geti engin sérstök þjóð gert tilkall
til Jan Mayen.
Að lokum er svo stutt grein í 10. tbl. „ÆGIS“
1924, þar sem skýrt er frá að Norðmaður, sem
sest hafi að á Jan Mayen tveimur árum áður, til
að afla sér dýraskinna, hafi selt amerískum auð-
manni eyna fyrir 150.000 norskar krónur. Áður
hafði hann boðið norska ríkinu eyna fyrir mikið
fé, en Norðmenn vildu ekki kaupa. Er þessarar
sölu getið í „Nationaltidende“, og er þar sagt,
að vegna hennar vilji Norðmenn eigna sér eyna,
en þykjast eiga örðuga aðstöðu, þar sem amerískur
þegn hafi keypt. „Um þetta þurfa Norðmenn engin
heilabrot að hafa“, segir blaðið, „því til þessa
hefur verið álitið að Jan Mayen tilheyrði Grænlandi
og þá um leið hinu danska ríki, og engin breyting
mun þar á verða hvort heldur eyjan telst séreign
Norðmanns eða Ameríkumanns.“
Svo mörg voru þau orð hjá þessu blaði árið
1924. Um þetta leyti höfðu Norðmenn komið sér
upp veðurathugunarstöð á eynni, og hafa jafnframt
rekið þar loftskeytastöð, en um fasta búsetu
þeirra á þessari eyðiey, hefur aldrei verið að
ræða.
Frá sögulegum og landfræðilegum sjónarhóli séð,
hljótum við íslendingar að vera í mjög sterkri
aðstöðu til að semja við hverja sem er um nýtingu
fiskstofna og auðlinda á hafsvæðinu við Jan Mayen.
-B.H.
ÆGIR — 171